Já strákar, það er vert að spá í þetta. Ég er búinn að ákveða að halda opinn fund um keppnisfyrirkomulag núna strax eftir áramót og þá vildi ég fá sem flest sjónarmið fram, þessi fundur verður haldinn á sama stað og aðalfundirnir og jólafundurinn þ.e. í íþróttahúsinu við Strandgötu. Þar viljum við opna þessa umræðu og fá að heyra eitthvað frá þeim sem keppt hafa á síðustu 5-6 árum og þeim sem ætla sér ákveðið að keppa á komandi tímabili.
Það er mjög gott að opna á þetta svolítið á undan hér á vefnum og vera búnir að hita aðeins upp í pottinum. Menn hafa komið með röksemdir fyrir hinum ýmsu hlutum og flest hefur átt rétt á sér og ekkert nema gott um það, hins vegar er það svo að við lifum í þessu landi með kostum þess og göllum og við getum ekki bara valið kostina. Við verðum líka að taka fámennið með í reikninginn, fjölda handa sem vilja koma að keppnishaldi, kannski verður hægt að óska eftir þeim á fundinum og fyrir hann.
Persónulega er ég opinn fyrir flestu en á meðan ekki skila sér fleiri en 10-20 tæki í 8 flokka þá er þetta frekar lítið val sem menn hafa.
Gömlu flokkarnir fannst mér alltaf töff, þarna sá maður mismunandi breytta bíla í mismunandi flokkum og fyrir mátulega gefinn mann á bílahliðinni var hægt að hafa gaman að þessum flokkum. Þarna mátti sjá RS-flokk með bíla af yngri kynslóðinni sem höfðu litlar vélar, GT-flokk fyrir bíla af yngri kynslóðinni sem höfðu stórar vélar. Hvar átti að draga mörkin þarna á milli? Hvað er lítil vél? Voru einhverjir menn ósáttir við að bílarnir með litlu vélarnar voru að ná góðum árangri? Nei sennilega ekki en menn voru að keyra á svipuðum tímum þarna og ekkert um það að segja að mínu mati.
Þarna var MC-flokkur, að mínu mati einn skemmtilegasti flokkurinn, menn gátu hins vegar hnakkrifist um einhver dekk og allri þverbrutu reglurnar en enginn vildi standa upp og kæra, nei þá væru menn vælukjóar. Það var frekar rifist og skammast hver í sínu horni um hvað þessi og hinn svindlaði mikið og þessi væri með þetta púst og hinn væri með svona mörg kúbik umfram leyfilega tölu. Næg þátttaka var í þessum flokki þar til sumarið 2004 að ekki voru nema örfáir sem nenntu að koma vegna þess að einn keppenda sem "fór bara eftir reglunum" keyrði hraðar en hinir og það töluvert. Ókey, það var þá búið að afgreiða það hann fór hraðast, engin ástæða til að reyna það neitt frekar.
Svo voru þarna SE og GF sem aldrei var nú neitt að ráði af keppendum í sem skifti svosem engu máli, það var svo gaman að horfa á þessa fáu fara ferðirnar (ég tala um Einar Birgis, Rúdolf og Gísla Sveins og fleiri) að það var nóg, það þurfti ekkert svo marga í flokkinn.
OF flokkurinn var svo sér kafli sem lenti í einhverjum breytingum sem ég náði aldrei almennilega hvað var neikvætt við en helmingur klúbbmeðlima fór víst í fýlu og er það enn.
Við höfum mótorhjólaflokka sem eru keyrðir með gamla fyrirkomulaginu og ekki sé ég nú neina sérstaka grósku í þeim flokkum.
Ræðum þetta mál af alvöru og á jákvæðum nótum, gætum til dæmis týnt til hvað var jákvætt við síðasta sumar, hvað finnst ykkur? Svo sem ekki margt en eitthvað hlýtur það nú að vera. Það væri kannski gaman að heyra frá fleirum í stjórninni.
Jæja ég hefði kannski átt að spara mig, nú get ég örugglega ekkert skrifað í einhverjar vikur
Kv. Nóni