Author Topic: Fundur um keppnismál komandi sumars.  (Read 5189 times)

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Fundur um keppnismál komandi sumars.
« on: January 12, 2006, 21:26:45 »
Sælir félagar, nú er komin dagsetning á fundinn sem ég talaði um. Hann verður haldinn miðvikudaginn 18. janúar kl. 20:00 í íþróttahúsinu við Strandgötu (salnum uppi).
Vonumst eftir að fá umræður um það sem betur mætti fara og einnig það sem vel hefur verið gert, hvernig má fjölga keppendum, hvernig fjölga má starfsfólki og einnig áhorfendum.
Nú er um að gera að láta hausinn í bleyti (sumir setja hann í reyk) og koma fram með hugmyndir sem gætu gert gæfumuninn.

Ég vil taka fram að þessi fundur er ekki til að ræða um hvort skifta eigi um flokka eða þannig, hins vegar er mönnum velkomið að koma með vel ígrundaðar og rökstuddar tillögur.


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Fundur um keppnismál komandi sumars.
« Reply #1 on: January 12, 2006, 22:13:00 »
Menn mega einnig hugsa hvort þeir eru tilbúnir að leggja sig að liði til að aðstoða uppá braut í sumar og svo aðrar sjálfboðavinnur.

nýjasta talning þá eru færri starfsmenn núna en í fyrra og hugsanlega er talan jafnmikill og seinni hluta 2004 sem sagt 3.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Fundur um keppnismál komandi sumars.
« Reply #2 on: January 13, 2006, 00:31:00 »
Ég er tilbúinn að gerast meðstjórnandi ef þess verður óskað og einnig skal ég fórna bílnum og aðstoða upp á braut svo fólk geti leikið sér. Allt fyrir klúbbinn.  :D  :D  :D
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Fundur um keppnismál komandi sumars.
« Reply #3 on: January 13, 2006, 00:39:51 »
Quote from: "Nonni_Z28"
Ég er tilbúinn að gerast meðstjórnandi ef þess verður óskað og einnig skal ég fórna bílnum og aðstoða upp á braut svo fólk geti leikið sér. Allt fyrir klúbbinn.  :D  :D  :D


Þetta er rétti andinn, meira svona strákar og stelpur. Takk fyrir Nonni, þú ert maðurinn.


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Formula 95'

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 19
    • View Profile
Fundur um keppnismál komandi sumars.
« Reply #4 on: January 17, 2006, 22:07:51 »
Jæja vist þú segir stelpur þá er ég alveg til í að vera með í þessu öllu, þar sema ég er búinn að kaupa mér nýjan bíl Trans am með Lt4  :wink:  þá held ég að maður ætti að vera með eithvað í kvartmíluni í sumar, þar sema það var eingin stelpa síðasta sumar :?  þá verður að breita eithvað til næstkomandi sumar  :lol:  

EN hvernig var það þeir sema voru að vinna við Bílasíninguna áttu að fá timabilið 2006 frítt, það átti að senda kort til okkar allra en ekki svo ég viti hefur einginn af okkur fengið svona kort sema er frekar fúlt, er þetta ekkert að standast eða hvað???   :roll:

En VONANDI verður þetta gott sumar 8)

Kv:Dóra!

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Fundur um keppnismál komandi sumars.
« Reply #5 on: January 17, 2006, 23:20:00 »
Er að græja þetta, þið fáið kort fyrir 2006.


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Packard

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 0
    • View Profile
Fundur um keppnismál komandi sumars.
« Reply #6 on: January 17, 2006, 23:29:28 »
Nú,er þetta ekki sjálfboðaliðaklúbbur ?.
Sigurbjörn Helgason

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Fundur um keppnismál komandi sumars.
« Reply #7 on: January 17, 2006, 23:46:36 »
Quote from: "Packard"
Nú,er þetta ekki sjálfboðaliðaklúbbur ?.



Sigurbjörn, okkur er frjálst að umbuna þeim sem vinna vel fyrir klúbbinn og þetta kostar okkur sáralítið.
Annars ertu velkominn að vinna uppi á braut í sumar. :D


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Fundur um keppnismál komandi sumars.
« Reply #8 on: January 17, 2006, 23:50:06 »
Quote from: "Packard"
Nú,er þetta ekki sjálfboðaliðaklúbbur ?.

Við vorum örfá sem vorum þarna á sýningunni í 3 daga frá því að það opnaði og þangað til það lokaði og einnig voru sumir sem mættu fyrir sýningu til að taka til og gera allt klárt. Ef klúbburinn vill launa þeim sem aðstoðuðu klúbbinn á þennan hátt finnst mér það bara frábært. ÞAÐ ERU ALLTOF FÁIR SEM VILJA RÉTTA FRAM HJÁLPARHÖND.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Packard

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 0
    • View Profile
Fundur um keppnismál komandi sumars.
« Reply #9 on: January 18, 2006, 00:10:50 »
Jú,víst er það nú gott ef svo er,en ég vann oft við að hjálpa til á sýningum hjá ykkar klúbbi hér á árum áður en fékk aldrei neitt fyrir það.Þetta þekkist ekki í t.d Fornbílaklúbbnum.Þar er bara sjálfsagt að vinna við sýningar ókeypis.En breytingar eru auðvitað af því góða
Sigurbjörn Helgason

Offline Packard

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 0
    • View Profile
Fundur um keppnismál komandi sumars.
« Reply #10 on: January 18, 2006, 00:12:08 »
Quote from: "Nóni"
Quote from: "Packard"
Nú,er þetta ekki sjálfboðaliðaklúbbur ?.



Sigurbjörn, okkur er frjálst að umbuna þeim sem vinna vel fyrir klúbbinn og þetta kostar okkur sáralítið.
Annars ertu velkominn að vinna uppi á braut í sumar. :D


Kv. Nóni


Held að ég hafi nú lítinn tíma í svoleiðis núorðið.En takk samt
Sigurbjörn Helgason