lyklarnir hafa verið í þessum patrol..því í þessum bíl á að vera kerfi sem heitir NATS og þarf kóðaðan lykil i 91bílana og uppúr
Þetta er að vísu vitlaust hjá þér...ég held að þetta NATS kerfi hafi ekki verið komið í fyrr en 98 og uppúr Patrolnum, allavega voru lyklarnir ekki í bílnum, hann var læstur. Það er víst lítið mál að skella lykli af öðrum Patrol í þessa svissa.
En það spurði hérna einhver áðan hvort þjófavarnakerfi væru dottin úr tísku....tja...þegar þú ert með 31 árs gamlan bíl er ekki beint hægt að skella einu Viper kerfi í hann án þess að þurfa að breyta öllum lásum og afturhlerinn er ekkert grín.
Það eru nokkur atriði sem þarf að gera áður en minn fer í gang...og já ég þarf að opna húddið í hvert skipti sem hann á að fara í gang...því skórinn á geyminn er alltaf tekinn af því að annars lekur allt af geyminum og ég er ekki beint að keyra þennan bíl daglega og svo nenni ég ekki að leita hvar leiðir út.
kv, Ásgeir