Bugatti hefur eftir margra ára bið hafið framleiðslu á tækniafrekinu Bugatti Veyron. Margir hafa beðið eftir tryllitækinu alltof lengi og voru flestir farnir að halda að þetta voru bara draumar og concept bílar hjá Bugatti sem aldrei mundu vera framleiddir. En nú er gripurinn klár fyrir framleiðslu og verða fyrstu bílarnir brátt komnir í hendur heppinna einstaklinga.
Vélin í bílnum er líklega mesta afrekið: Svokölluð W16 vél sem stendur saman af tveim VR8 vélum sem á einhvern undraverðan hátt tengdar eru saman í eina massíva orkustöð. Til að aðstoða þetta skrímsli við að skila 1001 hestafli í 6000 rpm eru fjórir turbochargers í viðbragðstöðu. Risablokkin ætti að toga bílinn þunga þokkalega vel áfram enda með maximum tourqe 1250 Nm á milli 2,500 og 5,500 rpm. Þetta allt kemur bílnum frá kyrrstöðu í 100 km/h á u.þ.b 2.5 sek. og áfram í hámarkshraðann sem er áætlaður 400 km/h... ekki slæmt!
Bíllinn er alls ekki neitt ljótur en vélin, verður að segjast, finnst mér vera miklu meira spennandi en skelin.
Um 300 verða framleiddir og allir handsmíðaðir.