sæll, smá fróðleik segirðu... bíllinn kom til landsins 1974, hann er fyrst skráður 19.02.74 síðan þá er hann búin að vera vítt og breitt um landið, 1987 eignaðist Garðar Þór Ingvarsson bifvélavirki bílinn og gerði hann upp frá A-Ö reif hann niður í skel, ég á engar myndir af því en sá margar myndir úr uppgerðinni hjá honum, hann setti á hann framenda af ´71 Challenger eftir að hafa lent í smávægilegu óhappi, 383cid vélina sem mér skilst kom úr 1970 Cudu, R-706 (ekki viss) breytti að ´80s stíl hækkaði hann upp að aftan og setti á hann spoiler sem kom af brúna HEMI Challengernum, skipti um frambretti o.þ.h, hann seldi bílinn norður til Akureyrar þar sem hálfbróðir hans eignaðist bílinn og stóð bíllinn úti fyrir utan hlöðu fyrir utan Akureyri einhver í 5 ár að mér skilst. 1998 var hann seldur til Hveragerðis þar sem hann uppgekkst aðra uppgerð,
þar var skelin á honum tekin í gegn og hann mikið ryðbættur, m.a. var skipt um gluggapósta bæði að framan og aftan, og var hann sprautaður gulur á selfossi, þegar bíllinn var á leið í sprautun fór skiptingin og var í kjölfarið tekinn upp. Sumarið 2000 var hann seldur til Reykjavíkur, þar sem skiptingin var löguð í annað sinn og settur í hann annar blöndungur (4 hólfa Holley 650cfm) Sá eigandi skipti um innréttingu í honum og sæti, (fyrir var allt rauðplussað) Þetta sama sumar var hann seldur vestur til Þingeyrar. Í Mars 2003, gróf hann upp í skúr á Þingeyri þar sem hann hafði staðið inni í tæp 3 ár óhreyfður, kom honum í bæinn og í gang, gerði ökuhæfan og ók honum sumarið 2003, seldi þá um haustið, Kristján Skjóldal keypti og betrumbætti eitthvað, lagaði hjólabúnað að framan, ásamt fleiru sem þurfti til að koma honum í gegn um skoðun, lét mála R/T húddið sem ég lét fylgja með og keypti á hann skottlok og felgur, eflaust eitthvað fleira, hann átti bílinn þar til í Júlí á þessu ári þegar hann er svo seldur á Akranes, þar mun bíllinn vera og í ökuhæfu standi. Eiganda þekki ég ekki né hvort að 383 vélin sé enn í honum eða hvort að 440 hafi verið sett í hann. Endilega smelltu myndum af honum og settu inn ef þú hefur tök á því!