Kvartmílan > Almennt Spjall

innflutningur á project bílum

<< < (3/3)

Porsche-Ísland:
Sá þátt um daginn í sjónvarpinu þar sem fyrirtæki var að gera upp gamla bíla, þeir létu blása alla bíla niður í bert járn, en þeir gerðu það með matarsóta, hann skemmir ekki járnið en tekur allt lakk af. Hef reyndar ekki heyrt um neinn sem gerir svona hér á landi en hef heldur ekki verið að leita að því. Það væri líka hægt að glerblása þetta en veit heldur ekki hvað það myndi kosta.  En ef þetta boddy væri sandblásið aftur þá yrði eitthvað lítið eftir af því.

Því miður. :cry:

Chevera:
Sjáið nú til, það er ekkert að þessum bíl! það þarf bara að sandblása hann og  
hann skemmist ekkert við það , það er hægt að fá þennann bíl blásinn fyrir kanski ca 70 000 hjá HK sandblæstri  sem er sérhæfður í að blása boddýhluti og heilu bílana án þess að þeir verpist eða skemmist! þið ættuð að skoða það
heldur en að fara að flytja inn aðra skél enda er Höski búinn að smíða í hann gólfið og ég get ekki séð að það sé neitt því til fyrirstöðu að þetta verði góður  bíll þegar upp er staðið! talaðu við Hjalla hjá HK sandblæstri Helluhrauni 6
s 5556005 og hann græjar þetta fyrir þig! ég veit að Moli getur vitnað um gæða vinnubrögð.

Moli:

--- Quote from: "Chevera" ---Sjáið nú til, það er ekkert að þessum bíl! það þarf bara að sandblása hann og  
hann skemmist ekkert við það , það er hægt að fá þennann bíl blásinn fyrir kanski ca 70 000 hjá HK sandblæstri  sem er sérhæfður í að blása boddýhluti og heilu bílana án þess að þeir verpist eða skemmist! þið ættuð að skoða það
heldur en að fara að flytja inn aðra skél enda er Höski búinn að smíða í hann gólfið og ég get ekki séð að það sé neitt því til fyrirstöðu að þetta verði góður  bíll þegar upp er staðið! talaðu við Hjalla hjá HK sandblæstri Helluhrauni 6
s 5556005 og hann græjar þetta fyrir þig! ég veit að Moli getur vitnað um gæða vinnubrögð.
--- End quote ---


jújú.. topp maður þar á ferð og ég veit um fleiri sem votta það!

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version