Kvartmílan > Almennt Spjall
Keppnir og annað.
firebird400:
Heyrðu það voru menn búnir að bjóðast til að fara með auglýsingar á allar bensínstöðvar og aðra fjölsótta staði hérna um daginn. Menn voru búnir að raða sér niður á sín svæði og biðu menn bara eftir að fá blöðin í hendurnar en þær voru aldrei prentaðar :evil:
Þannig auglýsingar kosta sko enga hundraðþúsund kalla.
Þar stoppaði þetta ekki á skort af sjálfboðaliðum :roll:
Jón Þór Bjarnason:
Ég er einn af þeim sem bauð fram krafta mína þar. Ég vinn vaktavinnu og þar af leiðandi vill ég helst pússa malbikið þegar ég er ekki að vinna en það er sjálfsagt að hjálpa til og aðstoða þegar ég get. Ég vil þakka öllum þeim starfsmönnum upp á braut fyrir sitt framlag það er frábært.
stigurh:
Það voru engar auglýsingar prentaðar!!!
Firebird 400.
Ég biðst margoft afsökunar á þessu glappaskoti, það gerist ekki aftur.
Endilega láta okkur vita í tíma hvað við eigum að gera svo þú getir hjálpað. Þessi skipulagning fór bara alveg framhjá mér, það má bara ekki gerast aftur.
Ég get svo sannarlega notað viljugar hendur í annað en að pikka á lyklaborð. Það er frábært að vita af mönnum á sínum svæðum, ég get notað það. :roll:
stigurh
firebird400:
--- Quote from: "stigurh" --- Það er frábært að vita af mönnum á sínum svæðum, ég get notað það. :roll: <------
stigurh
--- End quote ---
Kaldhæðni eða ?
Allavegana, þú veist að það eru menn tilbúnir að hjálpa til með því að aka út auglýsingum og það að það kostar ykkur ekkert :shock:
Síðan að þessi umræða kom upp eru búnar að vera flr. en ein keppni og fullt af æfingum, Hefði það ekki hjálpað ef fólk sem kemur aldrei hingað inn hefði vitað af þeim ? Ja þar sem einu auglýsingarnar sem ég hef séð já eða heyrt af eru hérna á spjall borðinu.
Þetta þarf ekkert að vera einhver svaka flott plaggöt, bara A4 blað með smá mynd af flottu tæki og smá upplýsingum um hvenar er spyrnt og hvað kostar inn á keppnir. Tala nú ekki um upplýsingum um hvernig maður fer að því að ganga í klúbbinn og hvað maður fær fyrir það.
Stígur þér er velkomið að hringja í mig ef þú vilt ræða einhvað frekar, síminn er 6969468.
Kv. Agnar
stigurh:
Já þatta er kaldhæðni. Ég hef verið að æfa hana svolítið, ég biðst afsökunar.
Plakat er fín hugmynd, ég skoða það með opnum huga.
stigurh
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version