Kvartmílan > Almennt Spjall
### GULLALDARÁRIN###
Harry þór:
Sælir strákar,hvað missti ég af einhverju ?Er komið haust? Er tímabilið búið?Við verðum að átta okkur á því að í dag er 1. júni og næsta keppni um helgina.Einhvern vegin minnir mig að fyrsta keppni hafi verið um þetta leyti í gegnum tíðina.Þetta er búið að vera fín æfing fyrir starfsfólkið og núna er að gera góða keppni
Fyrsta keppnin núna var of snemma og reyndar önnur keppni líka,málið er að það voraði seint og stjórnin getur ekkert gert í því.
Það voru ekki glæsilegar aðstæður síðast,skítakuldi og rok.
kveðja Harry
Nóni:
--- Quote from: "Harry" ---Sælir strákar,hvað missti ég af einhverju ?Er komið haust? Er tímabilið búið?Við verðum að átta okkur á því að í dag er 1. júni og næsta keppni um helgina.Einhvern vegin minnir mig að fyrsta keppni hafi verið um þetta leyti í gegnum tíðina.Þetta er búið að vera fín æfing fyrir starfsfólkið og núna er að gera góða keppni
Fyrsta keppnin núna var of snemma og reyndar önnur keppni líka,málið er að það voraði seint og stjórnin getur ekkert gert í því.
Það voru ekki glæsilegar aðstæður síðast,skítakuldi og rok.
kveðja Harry
--- End quote ---
Það er alveg nóg að við aflýsum keppnum þegar rignir svo að við förum ekki að aflýsa þegar er of kalt, heitt, þurrt eða hvað annað. Þeir sem ekki treysta sér til keppni vegna kulda eru kjéééééllllllllingar :D . Eru tækin ekki tilbúin í akstur í smá kulda?
Eins og Teddi sagði hérna áður þá eru til alveg óhemju af tækjum og flottum bílum, til dæmis Camaroinn þinn Harry. Menn eru alltaf að tala um hvað það sé mikið til af tækjum en enginn kemur. Skrýtið.
Kv. Nóni
Harry þór:
Sæll Nóni, hvenær var fyrsta alvöru keppni árið 2004 , 2003 ? Þið í stjórn höfðuð nú ekki trú á þessum keppnum sjálfir því ekki var nú verið að auglýsa né kynna þær of mikið fyrir væntanlegum áhorfendum.
Svo er vegurinn upp eftir alveg hryllingur og trúi ég þvi að það sé ástæða þess að MC bílar komi ekki.
Það þarf að hefla vegin og rykbinda .
Það er hlutverk stjórnar að virkja meðlimi til starfa og að fá keppendur og efla móralinn.Að vera í stjórn er vanþakklátt starf og þeir sem gefa sig í það þurfa að taka gagnrýni og ábendingum öðruvísi en vísa til þess að kallar eins og ég mætum ekki í kulda og trekk.
Ég var bara að vísa til þess að keppnistímabilið er rétt að byrja og menn eru allveg að fara á límingunum.
kveðja Harry , væntanlegur keppandi í sumar.
Nóni:
Þetta er að vísu rétt hjá þér Harry, við þurfum að laga veginn en það er jú ekki ókeypis og við erum að bíða eftir bænum. Persónulega finnst mér þetta samt óttalegt röfl, ég keyri þarna uppeftir á 17" á SAABinum sem er frekar lágur. Sem sagt, léleg afsökun að mínu mati.
Við vorum líka ekkert að eyða í auglýsingar á keppnum sem við vissum að ekki kæmu nein tæki í að ráði, það gerir áhorfendur fúla, þetta ákveðum við á fimmtudagskveldi þegar skráningu er lokið vegna kostnaðar við auglýsingar.
Þú nefnir alvöru keppnir ´04 og ´03, ég man nú ekki svo vel hvernig það var ´03 en í fyrra fór keppendafjöldi sjaldan yfir 20 ef einhverntíma.
Ástæðan fyrir að ég nefndi þig og þinn bíl var einfaldlega að þið eruð í sameiningu mjög frambærilegir til keppni og gaman hefur verið að horfa á þig keyra. Aðeins 2 MC bílar hafa komið uppeftir í vor.
Kv. Nóni
fordfjarkinn:
HÆ HÆ.
Afsakanir og aftur afsakanir. T.D Mín eina afsökun er leti og aumingjaskapur, enda öfunda ég svona menn eins og Nóna og Stíg sem virðast hafa enda lausa orkku og fleiri frömuði sem geta farið upp á braut til að skemta sér á tækjunum sínum. Sjálfur sit ég bara á rassinum og næ ekki puttanum úr nefinu.
þetta væl um að keppnirnar birji of snemma á árinu er nú bara bull.
Menn eiga að stíla upp á að ökutækið sétilbúin í fyrstu keppni en ekki klúburin að bíða eftir að öllum prinsunum þóknist að láta sjá sig sem þeir gera svo kanski ekki neitt. Afþví að það tefur þá frá sjónvarps glápi eða áfengisþambi og öðru svoköluðu skemtunum.
það er alveg rétt hjá Harry að vegurin er vægast sagt ömurlegur. Enn það hlítur að vera í lagi að hristast smávegis fyrir alla skemtunina sem maður fær út úr þessu. Þetta er nú jú skemtun ekki satt og maður leggur nú svolítið á sig til að skemta sér.
Svo eitt að lokum .
Ekki altaf vera að agnúast út í fólk sem er að eiða frítíma sínum í sjálfboðavinnu fyrir ykkur keppendur svo að þið getið leikið ykkur.
Ykkur trillitætja eigendum væri nær að sína þessu fólki þá virðingu að mæta með þessi gríðarlega flottu græjur því til skemtunar.
KV. Teddi tommustokkur
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version