Kvartmílan > Aðstoð

Fóðra spindilkúlur

<< < (2/5) > >>

Svenni Turbo:
Gizmo afsakaðu talsmátan þetta var ekki endilega meint til þín þó ég hafi quotað þig en þetta bara má ekki gera við drápstæki eins og bílar eru og ég hef séð of mikið til að maður leyfi þessu að fara framhjá sér :wink: :wink:

Ingvar Gissurar:
Það fengust nú fyrir nokkrum árum "sett" með öllu sem þurfti til að "laga" spindilkúlur og stýrisenda. Ef ég man rétt þá var þetta ekkert ósvipað og var verið að benda á hér að ofan.
Svo kom stundum fyrir að draslinu var reddað í gegnum skoðun með því að hita öxulfeiti og dæla henni í heitri, en hún stífnaði það vel þegar hún kólnaði að það dugði í nokkrar vikur ef slitið var ekki mikið :oops:

Gizmo:
Ég er ekki viss um að þessi aðferð sé neitt síðri en sú sem er notuð af þeim sem framleiða "viðurkennda" varahluti í asíu eða pakistan, þar sem börn eru látin vinna verkið.  Svo getum við líka borið þetta saman við það að breyta jeppa í bílskúrnum algjörlega eftir eigin höfði, þar komast menn nú upp með allt mögulegt bara ef vel er málað yfir "suðurnar".   Enginn virðist efast um það hvort þeir bílar láti að stjórn á 100kmh.

Ég opnaði gamlan stýrisenda um daginn og mér til mikillar undrunar þá kom plastfóðring í ljós, og hún var nú bara úr svona venjulegu snjóþotuplasti...

Ég vona samt að menn sem eru með antik bíla, svo ég tali nú ekki um einhver hrossamonster hafi vit á því að kaupa spindla, stýrisenda og svoleiðis drasl nýtt frekar en að standa í þessu.

Mér finnst samt trebba-aðferðin skemmtileg þrátt fyrir að vera vafasöm við fyrstu sýn.  

En myndin af vini mínum Hómer er náttúrulega bara snilld.. :lol:

Svenni Turbo:
Mér finnst ég vera gamall þegar ég les þessar ráðleggingar,
því þegar ég var í kringum bílprófs árin þá voru skoðunar menn bara BÖGGARAR með vesen.

Ég fékk einu sinni bíl í viðgerð sem hafði valdið bílslysi eftir að stýrisendi sem var víraður saman hafði poppað í sundur (sem sagt aftur) og þegar ég skoðaði bílinn betur þá sá ég að það voru nýir bremsu klossar í honum en einn snéri öfugt, en það var, (sagði eigandinn) vegna þess að diskurinn var svo búinn að hann var kominn inn í kæliriflur og eigandinn ákvað að snúa klossanum járnhlið í disk þangað til kæliriflurnar væru búnar!

Svo ég spyr spjallverja hér, viljið þið fara út að keyra með fjölskilduna ykkar og eiga það á hættu að mæta bíl þar sem báðir eru á 100+ og bíllinn sem þið mætið rásar yfir á ykkar vegar helming vegna brotins stýrisenda, sem sagt stór slys eða jafnvel banaslys, vegna 5 til 15 þúsundkrónu sparnaði. Viljið þið virkilega hafa svona viðgerða menn í umferðinni með fjölskildum ykkar :?: .  Ég skora á menn sem lesa þetta að hugsa um þetta!!!

Jóhannes:
Vá ég hef ekki heyrt annað eins skítmix  :shock:

HUM :?:

 :arrow: Svarar þetta kostnaði ef þú deyrð í bílsslysi  :idea:
 :arrow: er ekki betra að kaupa nýtt og hafa þetta eins og framleiðandinn seldi það og ef það er dýrt er þá ekki allt annað betra en þetta  :?:

 :lol: bara að tjá mig um þennan sparnaði :lol:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version