Kvartmílan > Aðstoð

Fóðra spindilkúlur

(1/5) > >>

kiddi63:
Hljómar kannski fáránlega en kannast einhver við mann hér á landi sem tekur að sér að fóðra spindilkúlur ???
Ég þekki mann sem lét gera þetta við bílinn sinn og virkar fínt en hann mundi ekki símann hjá þessum manni, hann fann þennan mann í auglýsingu í Bændablaðinu en ég er búinn að fletta nokkrum blöðum og finn ekkert.
Ég er svo "heppinn" að eiga bíl sem ekkert fæst í nema hjá Heklu :evil:

Jóhannes:
hvernig bíll er það eiginlega  :?:
þú ættir þá að kaupa annan í varahluti  :lol:

Gizmo:
Félagi minn í Svíþjóð gerði eftirfarandi oft þegar vandræði voru að fá varahluti í gamla bíla.

Aðferðin er frekar frumleg, ég hef ekki prufað þetta en hef fulla trú á þessu.

1. Kaupa ódýrustu gerð af koppafeitissprautu.

2. Kaupa eða fá 1/2 líter af alvöru  fiberglass-resin sem er td notað við gerð trefjabáta.  Ekki nota amatöra ruslið sem fæst á bensínstöðvum og víðar.

3. Tjakka bílinn upp svo allt álag fari af dótinu.

4. Fylla nýju smursprautuna af trefjaefninu ásamt hæfilegu af herði.

5. Dæla vel í alla spindla og stýrisenda sem eru eitthvað farnir að dasast.

6. Leifa þessu að harðna amk yfir nótt


Útkoman varð víst alltaf þannig að bílarnir urðu sem nýir í stýri og dugði þetta merkilega lengi, jafnvel árum saman.  Smursprautan verður víst ekki notuð aftur..

kiddi63:
Mikið væri gaman að lifa er þetta væri svona einfallt  :D
"kaupa annan í varahluti"
þú er ágætur kallinn mnn.  :lol:
bara ef það væru fleiri svona bílar á klakanum þá mundi ég gera það, ég held að þeir séu ekki mikið fleiri en 20 og örugglega ekkert á partasölum.
Æjá, þetta er Mitsubishi Sigma árg ´92, kannski ekki muscle car en þetta kemur manni á milli staða. 8)

Svenni Turbo:

--- Quote from: "Gizmo" ---Félagi minn í Svíþjóð gerði eftirfarandi oft þegar vandræði voru að fá varahluti í gamla bíla.

Aðferðin er frekar frumleg, ég hef ekki prufað þetta en hef fulla trú á þessu.

1. Kaupa ódýrustu gerð af koppafeitissprautu.

2. Kaupa eða fá 1/2 líter af alvöru  fiberglass-resin sem er td notað við gerð trefjabáta.  Ekki nota amatöra ruslið sem fæst á bensínstöðvum og víðar.

3. Tjakka bílinn upp svo allt álag fari af dótinu.

4. Fylla nýju smursprautuna af trefjaefninu ásamt hæfilegu af herði.



5. Dæla vel í alla spindla og stýrisenda sem eru eitthvað farnir að dasast.

6. Leifa þessu að harðna amk yfir nótt


Útkoman varð víst alltaf þannig að bílarnir urðu sem nýir í stýri og dugði þetta merkilega lengi, jafnvel árum saman.  Smursprautan verður víst ekki notuð aftur..
--- End quote ---


Svona heimska og fíflagangur er ástæðan fyrir því að maður sér varla smurkoppa í stírisgangi í bílum í dag. Þetta hefur vissulega  verið gert í gegnum tíðina en halló ég hef unnið sem vélstjóri í fiskvinslum og samþykkt þetta í lyftara sem nær 5 km hraða en ef þú ætlar að ráðleggja manni að setja þetta í götu bíl sem kanski keyrir á 100+ km hraða, þá hlítur þú að vera að grínast / eða vera svakalega illa við kidda 63.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version