Jú Davíð það er rétt að spjallinu á sniglavefnum var lokað fyrir stuttu, það á hinsvegar að opna aftur á næstunni eftir því sem ég best veit. Það er líka alveg rétt að það er ansi margt hér sem tengist kvartmílu lítið og sennilega er ekki mikið við því að gera. Þetta er svipað á öllum öðrum "ökutækjasíðum" sem ég sæki, menn spjalla um það sem þeim dettur í hug. Varðandi áhuga hjólamanna á kvartmílu og þátttöku get ég ekki tjáð mig mikið þar sem að þetta er bara annað sumarið sem ég er hjólandi hérna megin á landinu. Verð þó að segja að mér þykir miður að kvartmíluklúbburinn sé farinn að gera þá kröfu að menn sé félagar til þess að geta sótt æfingakvöldin. Þetta byrjaði með því að menn gátu prófað fyrir hóflegt gjald en greiddu ekki fyrir að horfa á. Seinni hluta síðasta sumars var svo farið að rukka þá sem komu eingöngu til að horfa á, látum það vera. Nú hefur hinsvegar verið auglýst að menn geti ekki tekið þátt í æfingum nema þeir séu félagar í kvartmíluklúbbnum, það þykir mér slæm þróun og alls ekki til þess fallið að fá fólk til að prófa þetta sport.