Kvartmílan > Almennt Spjall

Föstudagsæfingar

<< < (3/5) > >>

Harry þór:
Halló aftur, þegar ég talaði um að vera félagi í KK ,þá á það bara að vera skilda,og svo er líka æfingargjald.

Það er alveg sama hvaða æfingarsvæði ,Golf - körfubolti - eða hvað sem er ,það kostar allt.

Enn og aftur, lágmark að vera félagi í KK.

Harry

Preza túrbó:
Nóni mér datt í hug að tékka, kemur SAAB-sterinn í sumar (dragsterhjólið)
hans Óla ?

Kveðja:
Dóri G. :twisted:  :twisted:

Racer:
annaðhvort að takmarka þessa ferðir manna á þessum æfingum eða setja mun hærra gjald á þetta.. setja sirka eina keppni gjald á þetta þó það mun draga úr mætingu en klúbburinn fær nánasta sama og fyrir keppni.

hafa svo sirka 500-1000kr dýrara fyrir þá sem eru ekki félagsmenn ofan á fyrra nefnt gjaldaukningu.

ef menn halda að æfingar skila einhverju þá gera það bara starfsfólk þreytt og færri mæta í keppnir og klúbburinn græðir minná æfingum en keppnum.

baldur:
Það er ekkert sniðugt að takmarka ferðafjölda per se, hver á að fara að telja? Og það er ekki eðlilegt að þáttökugjald á æfingu sé jafn hátt og í keppni þar sem það eru engin verðlaun.

gstuning:
Ef það væru engar æfingar, hvort væru fleiri eða færri í klúbbnum?

Þetta er gott markaðstól til að fá fólk á staðinn og sjá framförina sem hefur verið á brautinni og aðstöðunni í kringum hana,

Allir sem ég veit um að hafa mætt hafa verið hæstánægðir með actionið,

Það sem ég vona að þið sjáið er að bílaáhugi á íslandi er í algjöru hámarki núna, menn eru allir að koma til að gera almenna bíla samkeppnis hæfa og farnir að tjúna af einhverju vitneskju ekki bara kaupa það sem er út í búð,
og þar sem að það eru bara til núna tvær leiðir til að leika sér (kvartmílu æfingar og núna go-kart æfingar) þá er allt að gerast myndi ég segja

Föstudagsæfingar eru orðnar eins og bíladagar, sumarið er ekki það sama án þeirra, ég veit ekki hvað ég myndi gera ef þær verða ekki,

Ég vil ekki vera með leiðindi en hversu margir voru það í klúbbnum sem notfærðu sér föstudagsæfingar? Stundum fannst manni bara guttar af götunni vera að nota tækifærið.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version