Author Topic: Nýjar fréttir af STI Halldórs Jónssonar?  (Read 9266 times)

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Nýjar fréttir af STI Halldórs Jónssonar?
« on: April 06, 2005, 00:04:37 »
Sælir félagar, gaman væri að frétta eitthvað krassandi af STInum hans Halldórs frá Akureyri.
Er hann á landinu?
Fáum við að sjá hann á brautinni í sumar?
Verður hann á götuspyrnunni á Akureyri?
Hvað er planið fyrir sumarið?
Eru svona spurningar þreytandi?
Hvað með Porsche´inn?

Við sem erum svona áhugasamir um túrbóið erum alveg að farast úr forvitni um hvað sé framundan og hvað hafi verið unnið í vetur.

Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Einzi[Smur]

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 42
    • View Profile
Nýjar fréttir af STI Halldórs Jónssonar?
« Reply #1 on: April 07, 2005, 21:58:18 »
Sælir,
Sammála þessu !

Segið okkur hvað er verið að bralla !!!

http://www.gt4oc.net/album_pic.php?pic_id=1904

Einzi
Einzi

Offline Ice555

  • In the pit
  • **
  • Posts: 94
    • View Profile
    • http://www.teamice.is
Nýjar fréttir af STI Halldórs Jónssonar?
« Reply #2 on: April 08, 2005, 15:44:59 »
saelir felagar.
Eg er staddur i Finnlandi eins og er.  Verd kominn a klakann eftir helgi.  Ta skal eg segja e-d um plon sumarsins.  Tad er audvitad e-d verid ad bralla.  Never ending story.
Bestu kvedjur,
Halldor
Team 555
Halldór Jónsson
Team ICE
www.teamice.is
Subaru Impreza 2,0 STi
Hestöfl: 880+
Tog: 816+ Nm
Besti árangur Gulla og 555:
1/4 míla: 9,4850 sek. á 151,06 mílu
1/8 míla: 6,1899 sek. á 122,46 mílum
60 fet: 1,4900 sek
Hröðun 0 - 100 km: 2,5 sek.

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Nýjar fréttir af STI Halldórs Jónssonar?
« Reply #3 on: April 08, 2005, 20:24:22 »
Þið ætlið væntanlega að keppa á TOTB aftur í sumar, er það ekki?
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Kruder

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 12
    • View Profile
Nýjar fréttir af STI Halldórs Jónssonar?
« Reply #4 on: April 09, 2005, 15:32:25 »
Það væri gaman að vita hvort þið farið í þetta Twisted Turbo set-up sem Roger Clark Motorsport er með. Í þessari grein sem ég var að lesa í Japanese Performance er talað um að upprunaleg staðsetning turbínunnar sé ekki gerð fyrir svona svakalegar afltölur eins og í 555 en með því að endurstaðsetja túrbínuna og setja external wastgate ásamt ýmsum breytingum á exhaust manifoldinu þá geti þeir náð aflinu í allt að 650 hestöfl.

Mér fannst þetta ansi áhugaverð grein. Spurning um að reyna scanna hana einhversstaðar.

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Nýjar fréttir af STI Halldórs Jónssonar?
« Reply #5 on: April 11, 2005, 18:13:08 »
Einhverstaðar heyrði ég að menn væru hættir að spá í 2,0 blokkinni og væru með mun hærri takmörk en 650 hp :roll:  :twisted:  :D  8)
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Kruder

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 12
    • View Profile
Nýjar fréttir af STI Halldórs Jónssonar?
« Reply #6 on: April 12, 2005, 11:37:26 »
Hva... erum við þá að tala um EJ25 úr USA STI?

Þeir hjá Graham Goode gerðu einn svoleiðis bíl, swöppuðu EJ25 í UK bíl, hann er að punda 1.8 bar og sagður skila um 500 hestöflum.

Offline Ice555

  • In the pit
  • **
  • Posts: 94
    • View Profile
    • http://www.teamice.is
Nýjar fréttir af STI Halldórs Jónssonar?
« Reply #7 on: April 12, 2005, 23:46:41 »
Sælir félagar.
Gulli og 555 Imprezan keppa í sumar.  
Það er ekki búið að ganga frá keppnisplani ársins nema að hluta til, en stefnt er að fyrstu keppni í Englandi í næsta mánuði.  Ég reikna með að við keppum í Englandi í maí til ágúst og í október og nóvember.  Í september vildum við gjarnan geta keppt á Íslandi.  Samkvæmt þessu verður 555 Imprezan ekki í götuspyrnunni eða á Akureyri í júní.  Það hefðum við gjarnan viljað en það gengur ekki að koma því saman vegna annarra verkefna.  
Fyrsta keppnin verður 22. maí og heitir Scooby Shoot Out 2.  Sú keppni verður á Elvington brautinni í York N.  Þar er keppt í kvartmílu og í hámarkshraða á 1,25 mílu.  Þarna verða um 100 Subaru götubílar auk 20 annarra götubíla af ýmsum tegundum, allt upp í 1.200+ hestöfl.  
Við munum taka þátt í Ten Of The Best IV (TOTB 4) sem verður 31. júlí.  Keppt er á Elvington brautinni.  Í þessari keppni er einnig keppt í brautarakstri auk kvartmílu og hámarkshraða.  Þar verða 120 – 130 götubílar af ýmsum tegundum frá Evrópu, Japan og USA.  Keppnin er bæði einstaklings- og liðakeppni (10 bílar í liði).  Keppt er í þremur flokkum: Framdrifs-, afturdrifs- og fjórhjóladrifsflokkum, auk úrslitakeppni milli 2ja bestu bíla úr hverjum flokki.
Í þessum keppnum verða bílar sem hafa farið míluna á 9,6 sek. og náð 201 mílu (323 km) hraða á 1,25 mílu (Árangur frá árinu 2004).
Aðrar keppnir í Englandi verða m.a. á Santa Pod brautinni.  Meira um það síðar.

Það var spurt hvort við ætluðum að nota “Twisted Turbo” frá Roger Clark Motorsport sem sagt er frá í apríl hefti Japanese Performance (blaðið á að vera til sölu í ýmsum bókabúðum).  Svarið við því er JÁ. (Ég vona að mér takist að láta mynd af þessu  fylgja með)

Eins og Impreza var útbúinn í fyrra með standard stöðu og sæti fyrir túrbínuna var ekki hægt að ganga lengra.  Ekki er mögulegt að koma fyrir stærri túrbínu.  Í reynd náðum við nokkru meiru út úr 555 Imprezunni en almennt er talið mögulegt með góðu móti í götubíl; 532 hestöfl og 620 Nm. Túrbínuþrýstingur í  mælingunni var 1,7 bar (25 pund), en í keppni var þrýstingurinn um 2+ bar (29,4+ pund). Almennt viðmið fyrir 2ja ltr. Imprezuvél og stærstu mögulegu túrbínu í standard stöðu er talið vera 450 – 480 hestöfl.

Vélin í 555 Imprezunni er hins vegar og verður óbreytt að stærð eða 2,0 ltr.  Vangaveltur um 2,5 ltr. vél eru alveg óþarfar.  Sú vél á enga möguleika í 2,0 ltr. vélina, ef verið er að leita að miklu afli og háum snúningi á vél.

Með “Twisted Turbo” verða til nýir möguleikar. Á það látum við reyna í sumar.
Það er hins vegar ljóst að hestöflin í 555 Imprezunni þurfa að verða töluverð fleiri til þess að markmið okkar um verulega lægri tíma í mílunni (10,85 sek. í fyrra) og hærri hámarkshraða (177,1 míla eða 285,0 km v/8.160 sn/mín) á 1,25 mílu náist.  
En hvort hestöflin verða 50 eða 100 fleiri eða færri skiptir ekki máli.  Árangurinn á brautinni í tíma og hraða er það sem mælt er.
Það er margt annað en hestöfl sem skiptir máli; m.a. uppsetning á bíl og vél, gírkassi, kúpling, dekk, þyngd bílsins og svo síðast en ekki síst ökumaðurinn.  Samspil allra þátta er og verður ráðandi um árangurinn.  Veikasti hlekkurinn mun ávalt takmarka árangurinn.

555 Imprezan er beinskipt og við munum nota 6 gíra dogbox.  Það þýðir fjórar skiptingar á mílunni.  Á TOTB 3  í fyrra var meðaltíminn sem Gulli notaði í hverja skiptingu 0,18 sek. (Er í reynd mjög stuttur tími)  Þá var notaður venjulegur 6 gíra STi gírkassi.  Þessar 4 skiptingar tóku því 0,72 sek.; tími sem ekki nýttist til að knýja bílinn áfram.

Ég stefni að því að opna heimasíðu í næsta mánuði.  Þar verða meiri upplýsingar um 555 Imprezuna, ökumanninn, samstarfsaðila o.fl..  Nýjustu fréttir, myndir og vonandi líka stuttar vídeóklippur.

Það var spurt hvort svona spurningar væru þreytandi.  Svarið er: NEI, alls ekki.  Ég gleðst yfir því að þetta verkefni okkar veki áhuga og spurningar og skal gjarnan reyna að svara því sem mögulegt er.

Bestu kveðjur,
Halldór Jónsson
Team 555
http://community.webshots.com/photo/175095188/321261720UMPavE
Halldór Jónsson
Team ICE
www.teamice.is
Subaru Impreza 2,0 STi
Hestöfl: 880+
Tog: 816+ Nm
Besti árangur Gulla og 555:
1/4 míla: 9,4850 sek. á 151,06 mílu
1/8 míla: 6,1899 sek. á 122,46 mílum
60 fet: 1,4900 sek
Hröðun 0 - 100 km: 2,5 sek.

Offline Jóhannes

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 480
    • View Profile
hum
« Reply #8 on: April 13, 2005, 00:41:48 »
ert þú eigandi imprezunar sem fór á selfoss, hún er blá lit og á að vera íslandsmeistari í einhverju...
Hættu nú alveg pepsi eða kók !!!

Offline chevy54

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 163
    • View Profile
Nýjar fréttir af STI Halldórs Jónssonar?
« Reply #9 on: April 13, 2005, 09:59:34 »
ertu ekki að grínast  geiri......... sá gæji heitir arnór og þetta er nú ábyggilega 5x dýrara projeckt!!!!!
Keðja Jói

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Nýjar fréttir af STI Halldórs Jónssonar?
« Reply #10 on: April 13, 2005, 10:08:01 »
Flott að hafa on topic umræðu hérna af og til, á þessu borði sem er ætlað fyrir umræður um kvartmílu bíla og græjur. Ekki bara einhverja gamla ónýta bíla sem er ekkert eftir af nema sparslið og hafa aldrei keppt í kvartmílu, og munu aldrei.

Mér líst vel á þessi plön þeirra feðga og ég hlakka mikið til að sjá þá í keppni þarna úti.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Jóhannes

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 480
    • View Profile
hum..
« Reply #11 on: April 13, 2005, 20:56:31 »
ég hef ekki hundsvit á þessum grjónamat, var bara að spá hvort það væri þarna einhver teingsl...
Hættu nú alveg pepsi eða kók !!!

Offline moparforever

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Nýjar fréttir af STI Halldórs Jónssonar?
« Reply #12 on: April 13, 2005, 21:21:07 »
prufaðu bara að spyrna við þennann "grjónamat" sem um er rætt hérna og segðu okkur svo hvað þér finnst um hann  :lol:
Gunnþór Ingólfsson S:824-4484

Dodge Coronet 500 1967 383 SELDUR
Dodge Dart Swinger 1970 slant-six Dáinn
Harley V-ROD 2003
it´s MOPAR or no car so it´s no car

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Nýjar fréttir af STI Halldórs Jónssonar?
« Reply #13 on: April 13, 2005, 22:20:05 »
líka skemmtilegra að eiga 2.0L bíl sem er aflmeiri en hinn cc og allt gott að vera með orginal cc meðan hinir reyna fyrir sér með 2.2L og 2.5L.. minnir að meira segja stroker kit fæst 2.3L eða 2.4L í imprezur en ég gæti verið að rugla með það.. þetta er allt komið í tóma steypu hjá mér í kollinum.

slæmt að missa keppendur+bíl af landinu í smá tíma en við íslendingar verðum að sýna að við getum gert betur en hinir ;) og verst með að missa einn einn keppanda.. ekki megum við missa marga en núna hafa hinir EKKERT AÐ hræðast.. ekki nema menn séu hræddir við Nóna á sínum fína saab sem er ekkert mikið búið að eyða í að ná þessum tíma sínum , eflaust margir búnir að eyða meira og fara hægar :D

jæja vonandi gengur ykkur vel þarna úti og komið vonandi með titillinn eða titlana og bikar/a ;)
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Jóhannes

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 480
    • View Profile
hum
« Reply #14 on: April 13, 2005, 23:54:41 »
ég skal allveg prufa að spyrna við hann.. (kanski ekki til sigurs)
hvort heldur að japana dollan sem er x-mikið af hestöflum á einhverjum voða breiðum low-profile dekkjum og er þónokkuð léttari, heldur en minn camaro (68) á 15"-255dekkjum sem er ekki með turpo tjúnaða vél í húddinu.. ..!!!
hann verður búinn að vinna mig áður en ég næ að stilla útvarpið ???

ps: ég óska imprezu eigandum góða gengis á þessum mótum...

sjáðu bara gamla kvikindið hann er skíthræddur við þessar makkarónur
Hættu nú alveg pepsi eða kók !!!

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Nýjar fréttir af STI Halldórs Jónssonar?
« Reply #15 on: April 14, 2005, 13:55:35 »
Þetta verkefni hjá þeim feðgum er án efa það allra merkilegasta sem fram hefur komið í íslensku mótorsporti frá upphafi þess, allavegana að mínu mati.

Og vildi ég að maður gæti fylgst betur með.

Túrbó er framtíðin, partsl er fortíðin :twisted:

Gangi ykkur vel að flengja hina risana 8)
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Marteinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 658
    • View Profile
Nýjar fréttir af STI Halldórs Jónssonar?
« Reply #16 on: April 24, 2005, 19:33:45 »
i agree
Subaru Impreza GF8 '98

Offline Einar Birgisson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.422
    • View Profile
partsl
« Reply #17 on: April 25, 2005, 08:25:53 »
"partsl" er fortíðin" hvað er PARTSL ?
Einar Þór Birgisson

Drag racers go straight to the finishline. The others guys drive in circles looking for it.

Mín skrif hér eru mínar persónulegu skoðanir. Ég áskil mér rétt til að skipta fyrirvaralaust um skoðun.

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Nýjar fréttir af STI Halldórs Jónssonar?
« Reply #18 on: April 25, 2005, 18:45:57 »
HEHE WISE ASS  

Þetta átti að vera Sparsl :lol:
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Einar Birgisson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.422
    • View Profile
Nýjar fréttir af STI Halldórs Jónssonar?
« Reply #19 on: April 25, 2005, 21:47:56 »
Ok "Sparsl" og pointið er ?
Einar Þór Birgisson

Drag racers go straight to the finishline. The others guys drive in circles looking for it.

Mín skrif hér eru mínar persónulegu skoðanir. Ég áskil mér rétt til að skipta fyrirvaralaust um skoðun.