Author Topic: 428 Ford - sagan 2. hluti - Cobra Jets, Shelbys og fleira  (Read 3448 times)

Offline C-code

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 145
    • View Profile
II hluti – 1968 og Shelby GT – KR etc.

Haustið 1967 var ljóst að enn yrði að auka á hestöflin. Vinna við þróun nýrrar útfærslu af 428 vélinni var mest í höndum Bob Tasca og starfsmanna hans hjá Tasca Ford, Providence, Rhode Island, Carroll Shelby og Shelby American, Lee Holman & Ralph Moody og nokurra afburða vélamanna sem unnu að tæknimálum hjá fyrirtækjum þeirra og hjá Ford Performance Division.

Árangurinn af þessari vinnu birtist á kvartmílubrautum um alla N- Ameríku 1. apríl 1968 í Mustang 1968 og ½.  Vélin var nefnd Cobra Jet eða 428CJ. Hún gekk undir ýmsum vinnuheitum en Cobra nafnið og ímyndin seldu vel fyrir Ford svo sjálfsagt var að nota það þótt 427 vélin væri mun betur að því komin. Þess má geta að flestir AC / Shelby 427 Cobra bílarnir voru framleiddir með 428 vélum. Fæstir fundu nokkurn mun á þeim í akstri á götu. Annað gilti í keppni þar sem margra klukutíma úthald þurfti, en þá var 427 notuð.

Cobra Jet vélin var eins og allar 428 vélarnar með 4,13 x 3,98 bor og slag. Nýjar stimpilstangir voru notaðar, C6AE með 13/32 boltum og blokkin eins og allar 428, bar steypunúmerin C6ME-A. Sveifarásinn var merktur 1U-A í stað 1U sem var standard ásinn í 4V Q-code vélinni. Ford hélt sig við 335 hö, en AHRA og fleiri sem stóðu fyrir keppnum factoruðu hana upp í 415 hestöfl og settu hana í flokka eftir því. Framleiddir voru 50 ligtweight keppnis-Mustang bílar, allir hvítir að lit og sérútbúnir til keppni frá hjólum upp. Þeir gerðu mikla frægðarför víðast þótt þeir hafi ekki alltaf raðað niður öllum þeim verðlaunum sem til var ætlast. En 428 Mustanginn var alls ráðandi í nokkrum Stock og Super Stock flokkum fram á okkar daga. Þeir fljótustu eru nú að komast undir 9,70 í amk. tveim flokkum. Það eru um 740 dyno proven hestöfl á 40 ára gamalli vél með upprunalegum heddum, 2-bolta höfuðlegum, steyptum sveifarás og ýmsu öðru sem ekki var talið neitt merkilegt dót 1968, hvað þá í dag.

Shelby Mustangarnir fengu sína útfærslu líka en það var CJ vélin með betri vinnu á  heddum og 2x4 Holley og ýmsu öðru. Shelby gaf upp 360 hestöfl í 1968 GT-500 - 428 en sú vél er almennt talin amk. 430hö. Það sem gaf CJ vélinni þessi 50 hö sem vantaði til að standa í 396 Camaro og 440 Mopar og stærri vélum frá Pontiac voru alveg ný útfærsla af 427 Low Riser heddunum frá 1963. Þau bera steypunúmerin C8OE-N. Ventlar eru mun stærri en áður; 2,09 / 1,66, þjappa 10,5 og nýr knastás með brattari tölur en áður, eða SAE c.a. 290-292 og lyftuhæð c.a. ,500” Þegar þessi vél kom á markað og var sett í þessa 1,053 GT-500 bíla varð að auðkenna hana frá eldri GT-500 bílum og þannig varð “King of the Road” KR nafnið til.