Author Topic: 428 Ford - sagan 1. hluti - Cobra Jets, Shelbys og fleira  (Read 3749 times)

Offline C-code

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 145
    • View Profile
Ford  FE-428 / Q-code / R-code / Cobra Jet / Super Cobra Jet./1966-70.

1. Hluti.  428 FE verður til.
Svona af því að það er loksins kominn á klakann fullvaxinn 428 Ford ætla ég að rekja aðeins fyrir ykkur sögu þessarar frábæru vélar sem er byggð upp úr sömu 332 vélinni frá 1958 og 427 vélarnar (og 390-406-410 líka)  sem ég hef nýlega gert skil á vefnum.

Forveri 428 blokkarinnar er 406 blokkin sem var notuð 1962 - 3 og var hætt að framleiða um mitt sumar 1963 þegar fyrsta 427 vélin var framleidd. Borvíddin á henni er 4,13 sem er
sama og 428.  Sveifarásinn er lykillinn að rúmtakinu en hann var settur á markað 1966 í tveimur mismunandi blokkum. Sú fyrri var í raun 390 blokk en með þessum nýja ás fengust 410 CID. Sú vél var eingöngu notuð í Mercury bíla 1966-67. Slaglengdin á honum er 3,98”

Fyrsta 428 vélin var seld í Thunderbird 1966 og hafði vélarkóðann “Q”. Sú vél var öll byggð í kring um togið sem 3,98 slaglengd gaf henni. Hestöfl voru 345 og togtalan c.a. 440 við 2800 sn. Hún var með standard heddum með c.a. 72cc brunahólfum og ventlar 2.05 / 1,55. Þjappa um 10,5. Þetta er standard 428 vélin sem var fáanleg í Ford og Mercury. 428 var ekki fáanleg í full size bílum eftir 1968, þannig að hún var ekki fáanleg nema í Mustang, Fairlane, Comet og Torino 1969-70.

Ákveðið var að setja FE vél í 1967 Mustang vegna þess að þá vissu menn að GM og Chrysler voru að hefja framleiðslu á mjög öflugum vélum sem myndu verða notaðar í kvartmílu bæði á götunni og á brautum. 396 vélin frá Chevrolet var þá orðin nokkuð þekkt stærð og sama gilti um flestar 400 vélarnar frá B.O.P og RB vélarnar frá Chrysler. Vegna persónulegrar andstöðu Henry Ford var ekki leyft að setja stærri eða öflugri vél en S-code 390 í Mustang sem var auðvitað ekki nema 335 hö og skilaði 427ft.lbs við 3000 snúninga. Það var semsagt ekki nóg.

Carroll Shelby var í samstarfi við Ford á þessum árum og leiddi það m.a. til þess að GT-40 bíllinn sigraði á Le-Mans með miklum yfirburðum sumarið 1966. AC- Cobrur höfðu staðið mjög framarlega í SCCA og mörgum öðrum greinum kappaksturs bæði í USA og á meginlandi Evrópu frá 1963. FE-427 hafði algera yfirburði í þeim keppnum og sýndi að FE línan var vel hæf til þess að framleiða massa af hestöflum.

Þegar kom að því að framleiða luxus útgáfu af Shelby Mustang sem hentaði betur til götuaksturs en GT-350 frá 65-66, var ákveðið að nota stærstu vélina með mesta togið í þann bíl. Þannig varð GT-500 bíllinn til. Hann var aldrei skilgreindur sem keppnisbíll eins og GT-350 bíllinn sem var tilbúinn til keppni hvar sem var beint af vagninum.

Fyrstu 100 eintökin af GT-500 bílunum voru framleidd í verksmiðu Shelby í Los Angeles, en eftir það voru þeir settir saman í verksmiðjum Ford eins og aðrir Mustang bílar, þótt ýmsu öðru hafi verið haldið fram.

428 vélin sem var notuð í 67 bílana var breytt nokkuð. Notuð voru önnur hedd á hana (C6AE GT-390) með tvennskonar boltagangi á pústgreinum. Þrengslin voru svo mikil milli brettaturnanna að nota varð skáraða festingar. Heddin sjállf voru C7AE (´67 Mustang GT-390) og milliheddin C7ZX með 2x652 CFM Holley. Knastás var GT-390 / 390-428 PI ásinn sem var fínn við power bremsur og sjálfskiptingar. Þessi vél var skráð 355 hestöfl frá Shelby og bar kóðann “F”. Engar aðrar útfærslur voru notaðar á þessari vél 1967 hjá Shelby en margir umboðsmenn tóku 8-V milliheddin af vegna kvartana um erfiðleika við notkun og settu C6AE aluminium PI milliheddið af 1966 vélinni á í staðinn. Nokkrir settu 427 Medium Riser vélar í GT-500 bíla en það var ekki gert á vegum Ford eða með samþykki verksmiðjanna.
« Last Edit: December 01, 2008, 13:44:35 by Cyclone CJ »