Ég tek undir með Tóta, á að stofna sérklúbb um hvert einasta merki ? Á að stofna GM Camaro, Corvette, og Malibu undirdeildir seinna meir í "GM klúbbinum" af því að það er ekki eins flott að vera á Camaro eins og Corvettu ?
Væri ekki nær að ALLIR hittust saman á fimmtudagskvöldunum áfram í stað þess að byrja í einhverjum sértrúarköltum í öllum hornum ?
Síðastliðið sumar hittust nokkrir úr hinum svokallaða Ford/Mustang "klúbbinum" niðri við Nauthól, þegar örfáir GM bílar (3) voru komnir á staðinn (ég einn þeirra) þá rauk einhver Ford maður tautandi eitthvað rugl uppí sinn bíl og tætti burt, af því að þetta var heilög Ford samkoma og GM/Mopar/Annað rusl væri ekki Fordunum samboðið né velkomið... Mátti ég ekki koma á mínum GM bíl að tala við félaga minn sem á Ford án þess að leggja GMinum mílu í burtu og koma labbandi eftir að hafa farið í lúsabað og sótthreinsun ?
Svona örklúbbar ýta bara undir merkjahatur, bull og leiðindi.
Við erum ekki nógu margir í þessu landi með bíladellu til að standa í svona sértrúarsöfnuðum.