Author Topic: Innflutingur á fornbíl og allt sem það snertir  (Read 5589 times)

Offline frikkiT

  • In the pit
  • **
  • Posts: 73
    • View Profile
Innflutingur á fornbíl og allt sem það snertir
« on: March 01, 2005, 17:10:32 »
Hef í soldinn tíma hugsað að kaupa bíl frá USA, mjög líklega í gegnum Ebay. Ég veit að þetta er umtalað mál, en þó veit ég mjög lítið um það og vildi helst sanka að mér öllum uppl. og reynslum sem þið hafið af því að panta bíl og það sem því fylgir. Hvernig er að eiga við bílkaup í gegnum Ebay? Hver er tollurinn af fornbílum, ef hann er annar en af venjulegum? Get ég fengið einhvern til að skoða fyrir mig bíl erlendis og senda skýrslu til mín, eða er það óþarfa pjatt?
Þetta eru svona helstu spurningar mínar...
ásamt því að spyrja: Hver er þessi Eggert sem verið er að nefna í gríð og erg á þessum spjallþráðum sem varðar innflutning á bílum? Á hvaða hátt gæti hann hjálpað mér með innflutning á bíl, hversu mikið?

Þetta er svona það helsta, en ef það er eitthvað sem ykkur finnst að maður þurfi að vita varðandi innflutning, endilega setjið smá línu inn.

Og í lokin vill ég setja inn hérna bíl sem ég hef soldið auga á (verst að hann verður seldur eftir 10 tíma) og er verðið ekki komið nema í 3.150$... sem er ótrúlegt! og ef ég pantaði einhvern bíl væri það mjög líklega einhver svipaður þessum http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&category=6233&item=4530288822&sspagename=rvi%3A1%3A1v_home

Takk fyrir

Offline Firehawk

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 450
    • View Profile
Innflutingur á fornbíl og allt sem það snertir
« Reply #1 on: March 01, 2005, 17:58:02 »
Sæll

Undir verðinu á þessum bíl sem þú tekur sem dæmi, stendur "(Reserve not met)". Það þýðir að sá sem á bíliinn hefur sett sér eitthvert lágmarksverð (Reserve) og á meðan ekki er búið að ná því, selst bíllinn ekki. Sem sagt það þarf að bjóða í hann hærri upphæð heldur en eigandinn hafði hugsað sem lágmarksverð. Þá kemur "(Reserve met)"  í sviga.

Það eru líka til uppboð með "No Reserve" og þá fer bíllinn til hæstbjóðanda sama hver upphæðin er. Þá stendur einfaldlega ekkert við upphæðina. Þ.e. hvorki Eitthvað um reserve né "Buy It Now".

Þriðji möguleikin er svo "Buy It Now" en þá getur þú endað uppboðið strax og keypt bílinn á því verði sem gefið er upp.

Bílar 40 ára og eldri eru með lægri toll, eða 13% en annars eru þessir bílar allir í 45% tolli.

-j
"There is a fine line between hobby and obsession and I think I crossed it!"

Jóhann Sigurvinsson
1994 Pontiac Firebird Trans Am Firehawk Pilot car #02
1997 Pontiac Grand Prix GTX Clone
1973 Pontiac Firebird Project
2007 GMC Acadia

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
Reserve not met = Lágmarksverði ekki náð
« Reply #2 on: March 01, 2005, 18:03:22 »
Reserve not met = Lágmarksverði ekki náð.
Bjallaðu bara í Eggert 6602581. Hann segir þér hvað það kostar að flytja einn dreka heim.
stigurh 8926764

Offline StebbiÖrn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 20
    • View Profile
Innflutingur á fornbíl og allt sem það snertir
« Reply #3 on: March 01, 2005, 22:01:39 »
þú verður líka að taka með í reikningin að fluttningurinn heim er tekin með í tollskyldri upphæð... ef hann fer á 5000 dollara sem er ca 300þús fluttningurin er síðan 100þúsund þá er það 400 sem fer til tolls...

getur bjallað í Svavar Hrafn gsm: 6961388

hann er einmitt úti núna að finna fyrir mig bíl...

Offline frikkiT

  • In the pit
  • **
  • Posts: 73
    • View Profile
Innflutingur á fornbíl og allt sem það snertir
« Reply #4 on: March 01, 2005, 22:08:36 »
Takk kærlega fyrir upplýsingarnar, eins og þetta með "Reserve not met" vissi ég ekki af, mikilvægt að vita svona  :)  og ég prófa eitthvað af þessum númerum og kanna málið. Thanks a lot

Offline StebbiÖrn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 20
    • View Profile
Innflutingur á fornbíl og allt sem það snertir
« Reply #5 on: March 01, 2005, 22:17:00 »
Svavar er reyndar úti núna verður í ca viku... en hægt að ná í hann eftir Helgi :)

en það er miklu sniðugra að borga alvöru mönnum smáaura og fá í staðin alvöru bíl staðin fyrir að treysta einhverjum Jóni Jónssyni á Ebay... Ég allavega myndi ekki þora því...

http://www.tollur.is/displayer.asp?cat_id=204

fínt að lesa þettað yfir...

Offline frikkiT

  • In the pit
  • **
  • Posts: 73
    • View Profile
Innflutingur á fornbíl og allt sem það snertir
« Reply #6 on: March 02, 2005, 08:32:31 »
hvað meinaru með að borga alvöru fólki aðeins meiri pening og fá þá alvöru bíl? Get ég sett mig í samband við þessa fínu menn þarna úti (Svavar, Eggert sem þið nefnduð) og beðið þá að finna fyrir mig og skoða bíl eftir minni beiðni? Jafnvel fengið þá til að sjá um flutning?

Offline StebbiÖrn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 20
    • View Profile
Innflutingur á fornbíl og allt sem það snertir
« Reply #7 on: March 02, 2005, 14:04:31 »
jamm þú borgar þeim einhverja upphæð (sem er meira að segja sennilega lægri en sú sem þú myndir eyða ef þú færir sjálfur út) og þeir finna bíl fyrir þig....  skoða hann,  senda þér myndir og segja þér allt um hann og ef þér lýst á þettað þá taka þeir bílinn og flytja hann heim... svo eru þeir náttúrulega með betri sambönd en við og góðir að prútta bílana aðeins niður..!!  :)

Offline diddzon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 101
    • View Profile
Innflutingur á fornbíl og allt sem það snertir
« Reply #8 on: March 02, 2005, 16:50:54 »
Winning bid:  US $4,160.00  (Reserve met)
Sigurður Eggert Halldóruson