Hef í soldinn tíma hugsað að kaupa bíl frá USA, mjög líklega í gegnum Ebay. Ég veit að þetta er umtalað mál, en þó veit ég mjög lítið um það og vildi helst sanka að mér öllum uppl. og reynslum sem þið hafið af því að panta bíl og það sem því fylgir. Hvernig er að eiga við bílkaup í gegnum Ebay? Hver er tollurinn af fornbílum, ef hann er annar en af venjulegum? Get ég fengið einhvern til að skoða fyrir mig bíl erlendis og senda skýrslu til mín, eða er það óþarfa pjatt?
Þetta eru svona helstu spurningar mínar...
ásamt því að spyrja: Hver er þessi Eggert sem verið er að nefna í gríð og erg á þessum spjallþráðum sem varðar innflutning á bílum? Á hvaða hátt gæti hann hjálpað mér með innflutning á bíl, hversu mikið?
Þetta er svona það helsta, en ef það er eitthvað sem ykkur finnst að maður þurfi að vita varðandi innflutning, endilega setjið smá línu inn.
Og í lokin vill ég setja inn hérna bíl sem ég hef soldið auga á (verst að hann verður seldur eftir 10 tíma) og er verðið ekki komið nema í 3.150$... sem er ótrúlegt! og ef ég pantaði einhvern bíl væri það mjög líklega einhver svipaður þessum
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&category=6233&item=4530288822&sspagename=rvi%3A1%3A1v_homeTakk fyrir