Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

blöndungar

<< < (2/3) > >>

Kiddi:
Við værum allir með innspýtingar ef að það væri aðeins ódýrara að skifta yfir úr blöndung, þá er ég ekki að tala um TBI heldur EFI...

Svo að vel eigi að fara og þú villt bókstaflega að bíllinn þinn eigi að malla á hvolfi þá er best að kaupa sér sérútbúinn blöndung fyrir "offroad"...... Það eru svo margir þættir sem þarf að breyta frá Std. Holley t.d. það eru aðrar blokkir, búið að færa flotin til, lengingar fyrir "jettana", Viton þéttingar og áfram mætti telja...

Mæli með Holley 770 CFM Truck Avenger týpunni...
 

cv 327:
Hvernig millihedd ert þú með? Ég held að Quadrajet (lítil fremri hólf, stór aftari hólf) sé 650. Ég er með Holley spread bore (model 4175)  650 cfm á 327 chevy í willys cj 5 sem kemur mjög vel út. Hef ekki prófað Quadrajet í jeppa svo ég veit ekki með hann í brekkum. Hef líka verið með spread bore-inn í 2,5 tonna jeppa með 428 pontiac vél án nokkura vandræða.
kv. Gunnar B.

Vilmar:
En er viðkomandi ekki bara að tala um venjulegann fjallabíl?

Nonni:
Ég hef verið með edelbrock-skan Quatrajet (þetta er sama dótið) 750 cfm. á 350 sbc í Blazer K5.  Hann hefur alltaf virkað vel og bara virkilega skemmtilegur tor.

Siggi H:
hann er með cj7 willys með 350.. og hann er ekki á leið í torfæruna :roll:
hann er búinn að vera í veseni með blöndunginn hjá sér og var að spyrja ykkur hvort blöndungurinn væri betri.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version