Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
blöndungar
Jói:
ætla að spyrja aðeins ráða þar sem ég veit ekkert um blöndunga,
veit einhver hvort myndi henta betur í jeppa á chevy 350cc ótjúnnaða.
4hólfa 750 Holley street compblabla eitthvað man það ekki alveg
eða 4hólfa Quadrajet 750,
hef verið sagt að Holley blöndungurinn sé skemmtilegri á sléttri götunni en hann muni alltaf svelta 2 hólf í brekkum og hliðarhalla, og þar með ekki henta vel í jeppa,
veit einhver hvort það sé eitthvað til í því??
:)
firebird400:
Ég skal ekkert segja um þessa fullyrðingu um að holley virki bara á jafnsléttu en þeir hafa dugað vel í torfærunni í um það bil 20 ár, og ekki eru þeir alltaf á jafnsléttu.
Eina sem þarf að gera er að setja slöngu á milli öndunarstútanna tveggja sem koma upp við hvert hólf, gott ráð er að gera gat á slönguna fyrir skrúfteininum sem maður notar til að festa lokið með, ef það gat er hæfilega þétt um teininn þá rennur á milli hólfana í staðinn fyrir að fara út um allt en gufur ná samt að sleppa út þegar þrýstingur byggist upp
440sixpack:
Sæll Jói, en hefur þér ekki dottið í hug að nota beina innspýtingu, hefur reynst vel í torfærunni.
baldur:
Mín reynsla af quadrajet í jeppa er amk sú að maður kemur á bullandi siglingu með allt í hvínandi botni og stefnir upp langa bratta brekku, svo smám saman dregur af bílnum þangað til maður er næstum því kominn upp og þá sótar vélin eins og dísel og drepur svo á sér. Þá þarf að bakka alla leið niður og reyna aftur.
baldur:
Reyndar framleiðir Holley einhvern "off road" blöndung sem á að vera betri í allskonar halla. Ég bara kann ekkert á blöndunga, snerti þá ekki nema bara í þeim tilgangi að rífa þá úr til þess að koma innspýtingu fyrir.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version