Hæ.
Sæll Nóni minn, elsku hjartans snúðurinn minn.
Sko þetta með Brunahraðann (flametravel); Nei ég hef ekki neina formúlu á takteinonum en ef ég man rétt var þetta kennt í vélskólanum allaveg á sínum (mínum) tíma. Og þetta getur einhver gluggað upp (nú eða þú) á td howstuffworks, eða einhverjum sambærilegum vef,.
En svona sem hint. Heldurðu að Chevy kallinn hafi verið að minnka borið í LS-1 vélinni af því hann átti aukamagn af litlum stimpilhringjum.?? Og heldurðu að allir hinir séu að fara yfir í fjölstymplavélar td. 10 cyl Dodge, Ford og VW etc. af einhverjum gæðum eða vegna þess að þær "sándi" betur., (öðruvísi allavega.)
En, þetta eru ekki nein ný vísindi frekar en gæði túrbo eða annarra þrýsti gjafa. (tunnelram er dulinn þrýstigjafi., Já og "skóp" líka )
Td. Honda mótorhjólakallinn notaði sér þetta í "denn" þegar keppt var á "mjög spennandi " götuhjólum sem voru 250 cc, og honda kallinn kom fyrst með 6 cyl vél 250 cc og minnkaði hana síðan í 5 cyl og dómineraði samt. Þess vegna eru cyl fjölda reglur í öllum þessum flokkum (enn verið að tala um mótorhjólin) og í sama flokki máttu vera með stærri (meira af cc.) ef cyl eru færri (ef ég man rétt mattu vera með tæp 1000 cc 2 cyl á móti 750 cc á 4 cyl.)
Og þetta er ekki útaf Mekanisku viðnámi heldur brunahraða. Það sem ég er að reyna að koma á framfæri með öllu þessum orðum, er að í brunavél er bara x hraði á brunanum (ég veit reyndar hægt að örfa brunann aðeins með flottu brunarými og sv frv.) Og því stærri sem brunarymið er því verri heildarbruni (nýtni ) (bruninn tekur það langann tíma að stimpillinn er kominn langt niður í cyl. þegar brunanum er "lokið". kannski ekki lokið en búið mesta kikkið) Aha nú stökkva nokkrir á lappir með hendur í klofi, og hrópa "lítið er gott", Ef átt er við nýtingu pr. cc. já..
(Fyrir þá sem eru mjög nýir erum við að tala um bullumótora ekki neitt í sambandi við konur eða þess háttar)
Og þú ferð líka halloka út úr samanburði við minni vélar. Td eru einhverjir strumpar sem ná rétt um 30 hp út úr 50cc skellinöðruvélum T'URB'OLAUSUM. sem er um 1200 hp út úr sábunni án turbo..... myndi vefjast fyrir mönnum á bestu heimilum. Og þetta með 1400 hp F1 vélarnar í gamla daga, þeir voru að boosta þær Amk. 80 psi. (5,5 bar) og voru með MJÖG torkennilegt eldsneyti..
Svo annað þetta með taugaveiklunina með 2 bolta 305 blokkina, og allt það góss. þú getur tekið svona 15-25% meira afl út úr vél með turbó heldur en ekki turbo. ????? Akkuru.?? Spurðu Nóna hann á að vita þetta.
Og þetta með skiftinguna og drifið. Ef þið eruð svona taugaveiklaðir, blessaðir ekki vera setja þetta dót í gang. Þetta er allt í hættu um leiðog startarinn stoppar.
Ha.... búinn að eyðileggja fyrir ykkur daginn. he hehe.
Allavega þetta er nóg fyrir ykkur í bili..(maður er nú ekkert að ausa úr skálum visku sinnar yfir ykkur, Þetta er bara það sem skvettist útfyrir.)
Hérna í denn. (um það bil sem þið voruð að koma í heiminn) Setti ég turbo á 2 L japönsk tryllitæki. Og eftir vísindalegar tilraunir, sem var að vikta bílana og nota MOROSO stokk var niðurstaðan 75 hp fyrir turbo og 155 hp eftir turbo þetta var með 7 psi og vatnsinnspýtingu sem kom inn við 4,5 psi. Þess má geta að vélin var skráð ca 110 hp. Þetta var nóg til að geta látið gúmmíin loga út annan gír og taka svona std V-8 tæki (305 Camaroa og tangir) 'i spyrnu,,,, Það sem ekki má kannski fréttast að Camaróarnir bæði höndluðu betur og miklu betri bremsur( Lært "the hard way." þegar maður fór á 100 kmh yfir gatnamót á rauðu og var að reyna að slíta stýristúbuna úr tækinu, og fór með Maríubænir.) Smá saga úr sarpnum.
Takk samt fyrir að starta þessum þráð, voða gott að það er meira spjallað hér en um gæði Charade og styrk í topplausum Lödum.
Og ég veit að það vita ekki allir allt og allir hafa eitthvað fram að færa. en sumir vita ´næstum ekkert um lítð, en það virðist ekki stoppa þá í því að tala um það. Já, ja menn hafa rétt á að vera með (bara smá pirr)
Ps. þetta með textaskýringarnar(-----) þá er þetta til að losna við pósta einsog.: "Hvar býr þessi Hr. BOOST, sem kraftar svona rosalega."