Um þetta Skógarhlíðar 100 okt bensín, hvers konar bensín er þetta?? Ég hef ekki góða reynslu af þessu, tók 35 lítra á minn Mustang 68 með 351 , 10.5 í þjöppu, og keyrði svo suður á kvartmílubrautina, þetta var á föstudagskvöldi þegar að það var æfing,, strax á Kringlumýrabrautinni var bíllinn farinn að skjóta og freta en ég helt áfram en stoppaði í Hafnafirði til að kíkja á þetta, en ekkert var að sjá en hann ætlaði ekki í gang aftur en það hafðist, fór á kvartmílubrautina en stoppaði stutt þar og reyndi ekkert að spyrna honum, vissi að þetta var bensínið þannig að ég ákvað að fara heim og tappa af, Þegar að ég var kominn í Garðabæinn stoppaði bíllinn , BENSINLAUS , hann hafði eitt öllu 35 lítrum á þessari litlu keyrslu. ég var með auka bensin á brusa sem ég hafði tekið af 100 okt og setti ca 2 lítra á hann en komst bara nokkurhundruð metra á því setti aðeins meira og komst þá inn á Shell í Smáranum, setti þar á hann V Power eins og ég er vanur og þá var gangurinn fljótur að lagast, setti afganginn af þessu 100 okt á 70 Mustanginn með 427 og þar var sama sagan , ógangur og læti þannig að ég fyllti hann með V Power og þá lagaðist þetta, Hefur einhver skýringu á þessu?? Smári