Ef skiptingin er að gefa sig þá byrjar það yfirleitt á snuði eða óreglulegum skiptingum, eg man ekki eftir neinu dæmi um að skipting gubbi af sér olíunni nema það sé of mikið á henni eða öndunin stífluð
Eg mundi byrja á að fullvissa mig um að það sé réttur hvarði í henni áður en farið er í einhverjar kostnaðarsamar aðgerðir.
Það eru mismunandi löng hvarðarör milli tegunda og samsvarandi hvarði, ef það hefur óvart verið settur hvarði úr styttra röri þá er hann alltaf að segja þér að það sé of lítið á henni
Ég lenti í þessu með vél einusinni, brenndi allsvakalega eftir að hafa staðið á bílasölu. Eigandinn fór beint á bensínstöð að láta ath. olíu oþh. þegar hann sótti hann og það var bætt 2L. á vélina. Hann ók síðan í heljarreykmekki í burtu og hélt að rokkurinn væri ónýtur.
Skýringin var sú að hvarðinn hafði sjáfsagt týnst á bílasölunni og þeir keypt nýjan sem reyndist nokkrum cm. of stuttur. Ég áttaði mig á þessu þegar ég tappaði 7L undan vélinni sem átti að taka rétt rúml.4lítra