Author Topic: turbo 400 sem ælir upp um kvarðagatið???  (Read 4221 times)

Offline sveri

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 722
    • View Profile
turbo 400 sem ælir upp um kvarðagatið???
« on: July 25, 2004, 17:28:05 »
Veit einhver hver getur verið skýringin á þessu? Ef að ég gef inn og læt hann hafa það dálítið og slæ síðan af ælir skiptingin töluvert mikið og af miklum krafti upp um kvarðagatið. 'Eg hélt að það væri stífluð öndun á henni en ég er búinn að taka hana niður og svo virðist ekki vera. Þetta er virkilega óskemmtilegt þar sem að hún ælir út um allt húdd og beint yfir flækjurnar þannig að það kemur virkilega óskemmtileg lykt og myndralegur blár reykur aftan úr bílnum (frekar druslulegt vægast sagt)  

Hver gæti verið skýringin áþessu??
Sverrir Yngvi Karlsson.
8665016
1986/1971 Ford bronco II 38" 351w
HILUX HRELLIR

Offline T/A

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 288
    • View Profile
th400
« Reply #1 on: July 25, 2004, 17:45:59 »
...of mikil olía á skiptingunni :?:  :?:  :shock: Eða gerir hún þetta alveg þangað til að hún er þurr :?:  :oops:
Kv. Kr.
Kristján Pétur Hilmarsson

Offline sveri

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 722
    • View Profile
th400
« Reply #2 on: July 25, 2004, 18:18:34 »
Tja ég hef svosem aldrei látið hana verða þurra. en hún amk ælir upp um kvarðagatið alltaf aftur og aftur þó að ég bæti ekki á hana á milli. (bæti að sjálfsögðu á hana áður en að ég tel að vanti á hana.) en miðað við kvarðann þá er rétt magn á henni
Sverrir Yngvi Karlsson.
8665016
1986/1971 Ford bronco II 38" 351w
HILUX HRELLIR

Offline Ingvar Gissurar

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 531
    • View Profile
    • Bloggið.
turbo 400 sem ælir upp um kvarðagatið???
« Reply #3 on: July 25, 2004, 19:06:43 »
Ertu viss um að það sé réttur hvarði í henni? gæti verið of stuttur :?:
Kveðja: Ingvar

Offline sveri

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 722
    • View Profile
th400
« Reply #4 on: July 25, 2004, 19:30:08 »
nei ég get nátturulega ekki svarið fyrir það en það var alltaf í lagi með skiptinguna og þennann kvarða þangað til bara allt í einu. Hún  byrjaði á þessu einhvertíman  áður en að ég keipti bílinn (ég keipti bílinn af ´bróður mínum) þegar ég keipi hann setti ég í hann 3600sn converter. Og bætti síðan á skiptinguna upp að hámarki og hún gerir þetta enþá. ég skal ekki fullyrða að þetta sé réttur kvarði. Er þetta líklegasta skýringin.?
Sverrir Yngvi Karlsson.
8665016
1986/1971 Ford bronco II 38" 351w
HILUX HRELLIR

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
turbo 400 sem ælir upp um kvarðagatið???
« Reply #5 on: July 25, 2004, 19:38:21 »
OK ég vill ekkert vera með nein leiðindi, ekki taka því þannig plís,
en þú ert auðvitað með bílinn í gangi þegar þú mælir á skiptingunni, er það ekki :D

Annars þá mundi ég segja að skiptingin sé farin og sé farin að þeyta olíunni, ef svo er þá á ég allt innvols í svona skipingu til sölu fyrir lítið
Agnar Áskelsson
6969468

Offline sveri

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 722
    • View Profile
th400
« Reply #6 on: July 25, 2004, 19:47:00 »
hehehehe. Jú ég hafði nú rænu á því að mæla á henni rétt. En skiptingin virkar eðlilega og skiptir rétt og er fljót í alla gíra og engin aukahljóð né neitt þetta er það eina sem að er að henni ......
Sverrir Yngvi Karlsson.
8665016
1986/1971 Ford bronco II 38" 351w
HILUX HRELLIR

Offline Ingvar Gissurar

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 531
    • View Profile
    • Bloggið.
turbo 400 sem ælir upp um kvarðagatið???
« Reply #7 on: July 25, 2004, 21:04:40 »
Ef skiptingin er að gefa sig þá byrjar það yfirleitt á snuði eða óreglulegum skiptingum, eg man ekki eftir neinu dæmi um að skipting gubbi af sér olíunni nema það sé of mikið á henni eða öndunin stífluð :?

Eg mundi byrja á að fullvissa mig um að það sé réttur hvarði í henni áður en farið er í einhverjar kostnaðarsamar aðgerðir.

Það eru mismunandi löng hvarðarör milli tegunda og samsvarandi hvarði, ef það hefur óvart verið settur hvarði úr styttra röri þá er hann alltaf að segja þér að það sé of lítið á henni :idea:

Ég lenti í þessu með vél einusinni, brenndi allsvakalega eftir að hafa staðið á bílasölu. Eigandinn fór beint á bensínstöð að láta ath. olíu oþh. þegar hann sótti hann og það var bætt 2L. á vélina. Hann ók síðan í heljarreykmekki í burtu og hélt að rokkurinn væri ónýtur.
Skýringin var sú að hvarðinn hafði sjáfsagt týnst á bílasölunni og þeir keypt nýjan sem reyndist nokkrum cm. of stuttur. Ég áttaði mig á þessu þegar ég tappaði 7L undan vélinni sem átti að taka rétt rúml.4lítra :roll:
Kveðja: Ingvar

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
turbo 400 sem ælir upp um kvarðagatið???
« Reply #8 on: July 25, 2004, 22:08:32 »
Quote from: "Ingvar Gissurarson"
Ef skiptingin er að gefa sig þá byrjar það yfirleitt á snuði eða óreglulegum skiptingum, eg man ekki eftir neinu dæmi um að skipting gubbi af sér olíunni nema það sé of mikið á henni eða öndunin stífluð :?


Seinasta dæmið sem ég man eftir þar sem skiptingin byrjaði að gubba upp með kvarðarörinu var á Hellu fyrir um viku, eða þegar seinasta torfæru keppni var

Kannski var þetta ekkert tengt en við fórum samt að hafa áhyggjur þá og viti menn

Skiptingin fór í næstu braut
Agnar Áskelsson
6969468

Offline sveri

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 722
    • View Profile
th400
« Reply #9 on: July 25, 2004, 23:34:53 »
Skiptingin hefur verið svona 2 síðastliðin sumur sem að bíllinn hefur verið úti. En eru kvarðarörin mismunandi eftir árgerðum eða eru öll kvarðagöt af TH400 eins?  'Eg veit ekki betur en að þetta sé orginal skiptingin úr bílnum síðan 77 og það hefur aldrei verið farið í hana af mér vitandi. Nema bara að það er búið að setja trans pack í hana og annann conv. Þannig að ég yrði svo sem ekkert hissa þótt að hún væri orðin slök greyjið.  En ég ætla nú samt að byrja á þessu með kvarðarörið áður en að ég fer að opna hana. Veit einhver hvað á að fara mikið af olíu á þessa skiptingu með 9" converter? Það er sennilega gáfulegast að finna út hvort að kvarðinn sýni rétt magn.
Sverrir Yngvi Karlsson.
8665016
1986/1971 Ford bronco II 38" 351w
HILUX HRELLIR