Ágæt umræða hér. Ég var að reyna að pósta hér um daginn, en þegar ég ætlaði að senda inn textann, var maskínan búin að henda skráningunni út. Þessu þarf að breyta, forritið er greinilega stillt á svo stuttan tíma að það útilokar allt sem tekur lengri tíma en 2-3 mín. að skrífa.
Stjórnarmenn KK eru allir harðvinnandi menn og hafa ekki allir alltaf tíma til að standa í langvinnum umræðum prívat. Mér finnst þeir standa sig afar vel og kann þeim öllum þakkir fyrir það sem þeir eru að gera. Ég veit bara hvað það kostaði mig að standa í þessu á sínum tíma. Nóg er að gefa sinn tíma og vinnu í þetta, þó ekki bætist við endalausar skammir fyrir allt á milli himins og jarðar.
Hluti af þessum endalausu orðræðum manna hér stafa augljóslega ef miklu regluhringli sem allir virðast hafa sérskoðanir á. Er ekki kominn tími til að einfalda þá hluti svo menn geti sett sér langtíma markmið? Flestir okkar eru að brasa í þessu af frekar litlum efnum og mega ekki við endalausum hnútum vegna þessa.
OK, en um umræðurnar hér er það að segja að það er ekki gerandi að standa í skrifum um sama hlutinn aftur og aftur. Bendi á endurteknar spurningar um Shelbyinn, sama röflið upp aftur og aftur. Ég fer inn á ýmsa spjallþræði þar sem verið er að ræða tæknilega hlið þessarar útgerðar og það er mjög upplýsandi.
Annar vandi er sá að margir vilja ekki vera að auglýsa sig hér; hvað þeir eru að vinna með og hvert stefnan liggur.
Kv. GKJ