Author Topic: MSÍ - reglur fyrir tímaat og kappakstur  (Read 4159 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
MSÍ - reglur fyrir tímaat og kappakstur
« on: November 13, 2017, 15:03:18 »
Reglur fyrir tímaat og kappakstur

1. Almennt
1.1. Reglur þessar gilda fyrir tímaatskeppnir og kappaksturskeppnir.
1.2. Stjórnandi er keppnistjórn sem skipuð hefur verið af fullgildu aðildarfélagi Mótorhjóla­ og snjósleðaíþróttarsambandi Íslands, MSÍ.
1.3. Reglur þessar gilda frá því tilkynnt dagskrá hefst þar til kærufrestur er útrunninn.
1.4. Keppnisráð hringaksturs sem og stjórn MSÍ skal hafa frjálsan aðgang að öllum íþróttamótum sem fara fram í tímaati og kappakstri innan vébanda sambandsins.

2. Þátttaka í viðburðum
2.1. Ökumenn skulu vera með gilt keppnisskírteini gefið út af MSÍ eða öðrum samtökum tengd FIM Europe eða FIM.
2.2. Allir keppendur verða að hafa gilt ökuskírteini á mótorhjól (stórt eða lítið próf).
2.2.1. Undanþága er fyrir þessu ákvæði í eftirtöldum flokkum og hjól með vélarstærð allt að 600cc fyrir yngri en 17 ára: Moto 3 (M3), Moto 4½ (M4), Supermoto (SM) og Rookie 600 (R)
2.2.2. Undanþága er fyrir þessu ákvæði í eftirtöldum flokkum og hjól með vélarstærð allt að 1000cc fyrir 17 ára og eldri. Undanþágan gildir í eftirtöldum flokkum: Supermoto (SM), Rookie 600 (R), Supersport (SS) og Superbike (SB).
2.2.2.1. Til að ökumaður geti fengið undanþágu skal viðkomandi uppfylla eftirfarandi skilyrði:
­Fara á samþykkt MSÍ námskeið haldið af aðildarfélagi MSÍ.
­ Standast skriflegt brautarpróf.
­ Hafa tekið þátt í að lágmarki 5 æfingum sem staðfestist af æfingarstjóra.
2.2.3. Undanþágur þessar eru háðar aldurstakmörkunum sem eru nánar útlistaðar í Reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni nr. 507/2007 með áorðnum breytingum.
2.2.4. Aldur skal alltaf miðast við fæðingardag.
2.3. Ökumenn skulu hafa fengið ítarlegar leiðbeiningar um flögg og öryggi á brautinni.
2.4. Þátttakandi í viðburði getur ekki verið starfsmaður á sama viðburði.
2.5. Æfingastjóri, keppnisstjóri eða dómari hefur rétt til að taka ákvörðun um hvort ökumaður sé í öku/keppnis/æfingarhæfu ástandi og vísa þeim frá keppni ef þurfa þykir. Ökumenn sem eru grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis eða annara vímuefna er vísað frá keppnum/æfingum. Æfingastjóri, keppnisstjóri eða dómari getur farið fram á læknisvottorð í vafatilfellum. Læknisvottorð greiðist af ökumanni.
2.6. Brautarpróf:(tekur gildi þegar MSÍ setur námskeiðið upp)
2.6.1. Til að fá kappaksturs ökuskírteini skal ökumaður:
­ Fara á samþykkt MSÍ námskeið haldið af aðildarfélagi MSÍ.
­ Standast skriflegt brautarpróf.
­ Hafa tekið tekið þátt í að lágmarki 5 æfingum sem staðfestist af æfingarstjóra.
2.7. Æfingaskírteini:
2.7.1. Með æfingarskírteini getur ökumaður tekið þátt í viðurkenndum viðburðum á vegum aðildarfélags MSÍ. Viðkomandi aðildarfélag kynnir verklegar leiðbeiningar áður en skírteinið er gefið út. Ökumaður skrifar undir áður en skírteini er gefið út.
2.8. Keppandi sem ekki hefur náð 18 ára aldri skal skila inn þátttökuyfirlýsingu undirritaðri af forráðamanni.

3. Stjórn keppna og æfinga
3.1. Æfinga­ eða keppnisstjóri hefur yfirumsjón með framkvæmd æfingar/keppni og ber ábyrgð á framkvæmd hennar gagnvart viðkomandi aðildarfélagi. Allir þeir sem eru
staddir á æfinga­/keppnisvæði eru háðir agavaldi æfinga­/keppnisstjóra. Allar ákvarðanir og úrskurðir æfinga­/keppnisstjóra á æfinga­/ keppnissvæði eru endanlegir hvað varðar framkvæmd æfinga/keppni.
3.2. Almennt skal gert ráð fyrir því að æfinga­/keppnisstjóri skipi, brautarstjóra, flaggara og skoðunarmenn við framkvæmd hverrar æfingar/keppni.
3.3. Umsjónarmaður æfingar skal vera samþykktur af aðildarfélagi MSÍ.
3.4. Umsjónarmaður sér um að allir þátttakendur séu með gilt skírteini, að ökutæki séu í lagi, að keyrt sé á ábyrgan hátt.
3.5. Umsjónarmaður skal ábyrgjast að svæðið hafi verið tekið út af MSÍ.

4. Skipulag /dagskrá
Pittur opnar og skoðun hefst.
Pittur lokar
Keppendafundur
Keppnisstjóri kynnir helstu starfsmenn og fer yfir dagskrá dagsins.
Æfingar hefjast hjá þeim sem hafa lokið keppnisskoðun.
Hlé til að yfirfara brautina fyrir tímatökuna.
Tímataka keyrð.
Hlé vegna uppröðunar.
Keppnin keyrð.
Verðlaunaafhending og 30 mínútna kærufrestur hefst

5. Brautin
5.1. Samkvæmt úttekt frá MSÍ
5.2. Brautarform
5.2.1. Brautin má vera með hægri og vinstri beygjum, flatlendi og með hæðum.
5.2.2. Brautarlengd er milli 1Km og 10Km. Lágmarksbreidd er 6m.
5.2.3. Run off svæði skal ver af lausu efni (steinum, möl, sandur). Kantar og steypukantar skulu alltaf vera í plani með run off svæðum.
5.2.4. Kantar/staurar/vegrið skal þekja með höggdeyfandi efnum ss. heybagga, svömpum, dekkjum, Safety Guard (Airfence) þar sem talið er nauðsynlegt.
5.3. Ræsiljós skal innihalda rautt ljós.
5.4. Flaggara stöðvar er hægt að skipta út fyrir rafmagnstæki.
5.5. Allar flaggara stöðvar skulu innihalda eftirfylgjandi:
5.5.1. Talstöð, síma eða annað rafrænt samskiptaform.
5.5.2. Flögg.
5.5.3. Kústa.
5.5.4. Olíugleypandi efni/þegar tilbúið.
5.5.5. Slökkvitæki.
5.5.6. Öll samskipti við stjórnstöð skulu fara fram í gegnum talstöð eða síma.
5.6. Pittur fyrir keppendur:
5.6.1. Ef það er pittur skal hann merkjast á þægilegum stað á brautinni.
5.6.2. Mælt er með að pittboxin séu afmörkuð.
5.6.3. Skal vera það stór að það sé pláss fyrir alla þáttakendur og þjónustuliða, brautarstarfsmenn, gesti osfrv.
5.6.4. Lokað svæði þar sem tæknistjórar geta verið með ökutæki undir stöðugri vöktun. Svæðið á að vera yfirbyggt.
5.7. Eftirfarandi er mælt með að sé til staðar á svæðinu
5.7.1. Klósett
5.7.2. Neyðarsturta
5.7.3. Vatnskranar
5.7.4. Rafmagn
5.7.5. Fjarskiptabúnaður (símar, talstöðvar osfrv.)
5.7.6. Stjórnstöð
5.7.7. Sjoppa / veitingar
5.7.8. Stjórnstöð /Dómari
5.7.9. Stjórnstöð á brautinni
5.7.10. Verðlaunapallur
5.7.11. Hátalarakerfi
5.7.12. Áhorfenda aðstaða

6. Skoðun
6.1. Ökutækið þarf að standast skoðun skoðunarmanna á staðnum.
6.2. Ekkert keppnistæki má fara á brautina óskoðað.
6.3. Skoðunarmaður skal skoða ökutæki með hliðsjón af flokkaskráningu og færa viðkomandi ökutæki um flokk eða vísa frá keppni uppfylli ökutæki ekki flokka og/eða öryggisreglur.

7. Persónulegur útbúnaður keppenda
7.1. Ökumaður skal vera í leðurfatnaði með extra leðri eða hlífum á kontaktstöðum, ss. hné, olnbogum, öxlum, mitti osfrv.
7.2. Ef gallinn er 2 piece skal leðrið dekka rennilásinn. Rennilásinn skal dekka 75% af ummáli.
7.3. Undirfatnaður og eða fóðrið má ekki vera úr efnum sem geta bráðnað og skaðað húð ökumanns. Undirfatnaður skal dekka allan líkama ökumans ef gallinn er ekki fóðraður.
7.4. Á sumum stöðum má gallinn vera úr öðrum efnum, ss. í handakrikum, hnésbótum osfrv.
7.5. Öryggisfatnaður skal að lágmarki uppfylla reglur frá FIM
7.6. Ökumaður skal nota skó og hanska sem með gallanum þekur og ver allan líkaman frá hálsi og niður. Mælt er sérstaklega með hálskraga eða öðrum öryggisbúnað fyrir háls.
7.7. Bak­ og brjóstbrynjur eru skyldubúnaður.
7.8. Allur fatnaður skal passa á ökumann.
7.9. Hjálmur
7.9.1. Við hverskyns form af æfingu eða keppni skal ökumaður vera með hjálm.
7.9.2. Hjálmar af Integral kategoríu skal notast við. Kjálkahjálmar eru ekki leyfilegir.
7.9.3. Samþykktir hjálmar eru:
7.9.3.1. Europe ECE 22­05 ´P´
7.9.3.2. Japan JIS T 8133 : 2007
7.9.3.3. USA SNELL M 2010
7.10. Visor/hjálmagler:
7.10.1. Skylda er að nota öryggisgler og flísahelt efni
7.10.2. Hjálmagler má ekki vera fastur hluti af hjálm og skal geta opnast. Hjálmagler eða gleraugu skulu vera þéttlokuð í akstri.
7.11. Hjálmar:
7.11.1. Bannað er að mála, lakka eða nota límmiða sem ekki hafa komið frá framleiðenda
7.11.2. Ekki er leyfilegt að nota hjálmmyndavél á hjálmi.

8. Flokkar
8.1. Moto 3+ (M3)
8.1.1. Leyfð hjól
8.1.1.1. 144cc og minna, tvígengis með einum cyl
8.1.1.2. 250cc og minna, fjórgengis með einum cyl
8.1.2. Allar breytingar leyfðar, svo framarlega að þær standist öryggisreglur í kafla 11.
8.2. Moto 4 ½ (M4)
8.2.1. Leyfð hjól
8.2.1.1. 250cc og minna, tvígengis með einum til fjórum cyl
8.2.1.2. 250cc til 450cc, fjórgengis með einum til fjórum cyl
8.2.2. Allar breytingar leyfðar, svo framarlega að þær standist öryggisreglur í kafla 11.
8.3. Rookie 600 (R)
8.3.1. Leyfð hjól
8.3.1.1. 600cc og minna, fjórgengis með fjórum cyl.
8.3.1.2. 675cc og minna, fjórgengis með þremur cyl.
8.3.1.3. 750cc og minna, fjórgengis með tveimur cyl.
8.3.2. Hjólið skal vera eins og það kemur frá framleiðanda. Leyfilegt er að skipta út búnaði sem bilar fyrir upprunalegan/homologated eða eins og upprunalegt/homologated.
8.3.3. Leyfilegar breytingar.
8.3.3.1. Rafskiptir.
8.3.3.2. Hljóðkútur / loftsía / bensíntölva.
8.3.3.3. Vírofnar bremsuslöngur.
8.3.3.4. Skipta má um gorma miðað við þyngd ökumanns.
8.4. Supersport (SS)
8.4.1. Leyfð hjól
8.4.1.1. 600cc og minna, fjórgengis með fjórum cyl.
8.4.1.2. 675cc og minna, fjórgengis með þremur cyl.
8.4.1.3. 750cc og minna, fjórgengis með tveimur cyl.
8.4.2. Hjól skulu standast reglur útlistaðar í viðauka 2.
8.5. Superbike (SB)
8.5.1. Leyfð hjól
8.5.1.1. 1000cc og minna, fjórgengis með fjórum cyl.
8.5.1.2. 1000cc og minna, fjórgengis með þremur cyl.
8.5.1.3. 1200cc og minna, fjórgengis með tveimur cyl.
8.5.2. Allar breytingar leyfðar, svo framarlega að þær standist öryggisreglur í kafla 11.
8.6. Supermoto (SM)
8.6.1. Leyfð hjól
8.6.1.1. 800cc og minna, tvígengis með einum cyl.
8.6.1.2. 800cc og minna, fjórgengis með einum cyl.
8.6.2. Allar breytingar leyfðar, svo framarlega að þær standist öryggisreglur í kafla 11.

9. Öryggisatriði
9.1. Almennt
9.1.1. Eftirfarandi skal breyta fyrir kappaksturskeppni:
9.1.1.1. Stefnuljós skulu tekin af
9.1.1.2. Miðju og hliðarstandari skal tekinn af
9.1.1.3. Bremsuljós og flauta skulu aftengd og má taka af
9.1.1.4. Öll ljósgler skulu tekin af eða tryggja með teypi
9.1.1.5. Farþega fótstig, númeraplötur og númerafestingar skulu tekin af
9.1.1.6. Allir olíuaftöppunarstaðir og olíusíur skulu vera vírbundnir. Ásamt að allir átöppunarstaðir skulu vírbundnir.
9.1.1.7. Öll öndunarrör skulu lokast af í lokuðu boxi/íláti/umbúðum.
9.1.1.8. Bremsudælur aftan og framan skulu vera vírbundnar svo boltarnir sé fastir
9.1.1.9. Keðjulásar skulu festir með vír eða sílikon lími.
9.2. Byggingafrelsi
9.2.1. Uppfyllir hjólið kröfurnar í reglugerð og viðaukum fyrir viðkomandi keppni, eru engar takmarkanir hvað varðar val á tegund eða önnur byggingarleg hönnun.
9.2.2. Tveggja hjóla ökutæki sem gefur eitt spor
9.3. Aukaaflgjafar
9.3.1. Aukaaflgjafa (Td. Turbó eða nítró) má einungis nota til að setja met.
9.4. Titanium
9.4.1. Notkun af titanium er bönnuð í eftirfarandi:
9.4.1.1. Stell
9.4.1.2. Framgafal
9.4.1.3. Afturgaffal
9.4.1.4. Stýrislegum
9.5. Hjólalegur úr áli eru bannaðar
9.6. Gírar
9.6.1. Hámark 6 gírar.
9.7. Skermun á keðju
9.7.1. Keðjuna skal verja þannig að ökumaður geti ekki hlotið skaða af. Hlíf skal fest þannig að ökumaður eigi ekki á hættu á að klemmast milli neðri hluta keðju og aftara tannhjóls.
9.8. Púst
9.8.1. Púströr og hljóðkútur skal uppfylla reglur MSÍ um búnað keppnishjóla. Mæla skal í 50cm fjarlægð frá enda hljóðkúts og í 45 gráðum frá hlið eða beint fyrir ofan.
9.8.2. Mælt skal:
9.8.2.1. Einn til fjóra cyl á 5500 Rpm
9.8.2.2. Hámarks hávaði í keppnisskoðun 107 dB, en + 3dB mælt eftir keppni.
9.9. Inngjöf
9.9.1. Inngjöf skal uppfylla reglur MSÍ um búnað keppnishjóla.
9.10. Eldsneyti
9.10.1. Einungis leyfilegt eldsneyti sem selt er á dælu í almennri sölu.
9.11. Fótstig
9.11.1. Fótstig skulu hafa rúnaða enda og skulu þeir mynda að lágmarki 8mm radíus
9.12. Hemlar
9.12.1. Bremsur skulu uppfylla reglur MSÍ um hemla
9.13. Bretti
9.13.1. Bretti skulu ná að hluta til yfir báðar hliðar á dekki. Frambretti skal dekka að lágmarki 100° af ummáli dekksins. Vinkillinn sem myndast við línu sem dregin er í gegnum fremri hluta brettisins að nafi framhjóls skal vera samkvæmt mynd í viðauka 1
9.13.2. Afturbretti skal dekka að lágmarki 120° af ummáli afturdekks.
9.14. Fairing / Kápa
9.14.1. Framhjól skal vera sýnilegt frá báðum hliðum ökutækisins. Sjóngler á fairingu / kápu skulu varin svo ökumaður eigi ekki á hættu á að skerast eða skrámast.
9.14.2. Fairing/Kápa sem ökutæki er framleitt með eða samþykkt af FIM eru samþykktar.
9.14.3. Mál á fairingu/kápu sjá Viðauki 1.
9.15. Dekk og felgur
9.15.1. Felgur skulu hafa ummál uppá minnst 400mm. Karbon eða magnesium felgur eru bannaðar nema hjólið sé framleitt þannig eða samþykkt af FIM.
9.15.2. Í Hringakstri skal lágmarksmunstur vera 2,5mm. Gildir fyrir öll dekk.
9.15.3. Dekkjahitarar eru leyfðir.
9.15.4. Aðeins má notast við dekk sem eru leyfileg til götuaksturs. Í rigningu má notast við regndekk. Dekk af full slick gerð eru eingöngu leyfð í SuperMoto (SM).
9.16. Afturljós
9.16.1. Í keppni skulu öll hjól hafa rauð ljós aftan á hjólinu. Þetta ljós skal vera kveikt í regnveðri.
9.16.2. Ljósið skal lýsa samhliða miðlínu mótorhjólsins. Ljósið skal sjást greinilega aftanvið hjólið og skal sjást minnst 15° frá bæði hægri og vinstri hlið hjólsins.
9.16.3. Ljósið skal vera fest á öruggan hátt aftast á mótorhjólið næst miðlínu hjólsins.
9.16.4. Ef upp kemur ágreiningur um hvort ljósið sé fest á öruggan hátt, staðsetningu eða hvort ljósið sjáist greinilega tekur keppnisstjóri lokaákvörðun.
9.16.5. Styrkur ljóssins skal nema 10­15Watta glóperu eða 3­5Watta LED ljósi.
9.16.6. Ljósið skal loga þegar kveikt hefur verið á því. Blikkljós eru ekki leyfileg
9.16.7. Spennufæðing að ljósi má vera sjálfstæð.

10. Keppnishald í tímaati
10.1. Ræsir skal ræsa keppendur út úr pitti með meira en 10 sekúndna millibili. Lengd brautar ræður hve margir bílar eru á brautinni samtímis. Ef fleiri keppendur eru í flokki en þeir sem komast á brautina samtímis skal skipt í eins marga riðla og þörf er á.
10.2. Keppnin skiptist í þrjár lotur í hverjum flokki. Undanrásir (15 mínútur), niðurskurður (10 mínútur) og úrslit (8 mínútur). Lágmarks kælitími á milli lotna skal vera 15 mínútur. Allir keppendur keppa í undanrásum, sá helmingur (námunda skal upp í næstu sléttu tölu) keppenda sem nær bestum tíma keppir í niðurskurði og þrír hröðustu keppendur í úrslitum. Ef keppendur eru færri en 8 í flokki skal sleppa niðurskurði í undanrásum. Í undanrásum ræður keppnisstjóri rásröð. Í niðurskurði og úrslitum er sá keppandi sem er með besta tímann í lotunni á undan ræstur fyrst, svo sá sem er með næst besta og svo framvegis.
10.3. Merkja má svæði á brautinni þar sem framúrakstur er ekki leyfður ef aðstæður krefjast þess að mati keppnisstjóra og öryggisfulltrúa.
10.4. Sú regla skal gilda að ökumenn hægari bíla skulu leitast við að hleypa hraðari bílum framúr á öruggan hátt. Keppnishaldari notar blá flögg til að minna hægari bíla á að víkja til hliðar við fyrsta tækifæri þar sem framúrakstur er öruggur. Keppnisstjóri getur beitt refsingu séu reglur um framúrakstur ekki virtar.
10.5. Ákveði keppnisstjóri að brautin sé það blaut að hætta geti hlotist af notkun keppnisdekkja getur hann krafist þess að öll ökutæki noti regndekk. Regndekk eru dekk með amk. 3 mm djúpum raufum sem veita vatni að ytri brúnum dekksins.
10.6. Stig til Íslandsmóts eru gefin skv eftirfarandi töflu:
1. sæti 25 stig
2. sæti 20 stig
3. sæti 16 stig
4. sæti 13 stig
5. sæti 11 stig
6. sæti 10 stig
7. sæti 9 stig
8. sæti 8 stig
9. sæti 7 stig
10. sæti 6 stig
11. sæti 5 stig
12. sæti 4 stig
13. sæti 3 stig
14. sæti 2 stig
15. sæti og neðar 1 stig
10.7. Ef tveir keppendur eru með jafnmörg stig er sá sigurvegari sem kom á undan í mark í síðustu innbyrðis viðureign þeirra.

11. Keppnishald í kappakstri
11.1. Keppnin í SS og SB skiptist í 50 mínútna upphitun, 15 mínútna tímatöku og að lágmarki tvær 17 km kappaksturslotur. Að minnsta kosti 15 mínútna bið skal vera milli
lota.
11.2. Keppnin í M3, M4,R og SM skiptist í 25 mínútna upphitun, 10 mínútna tímatöku og að lágmarki þrjár 10 km kappaksturslotur. Að minnsta kosti 15 mínútna bið skal vera milli lota.
11.3. Fyrir hverja lotu skal hafa tvo upphitunarhringi sem allir keppendur eru skyldugir til að taka þátt í.
11.4. Merkja má svæði á brautinni þar sem framúrakstur er ekki leyfður ef aðstæður krefjast þess að mati keppnisstjóra.
11.5. Sú regla skal gilda að ökumenn hjóla sem hafa verið hringuð skulu leitast við að hleypa hraðari hjólum framúr á öruggan hátt. Keppnishaldari notar blá flögg til að minna hringað hjól á að víkja til hliðar við fyrsta tækifæri þar sem framúrakstur er öruggur. Keppnisstjóri getur beitt refsingu séu reglur um framúrakstur ekki virtar.
11.6. Ákveði keppnisstjóri að brautin sé það blaut að hætta geti hlotist af notkun
keppnisdekkja getur hann krafist þess að öll ökutæki noti regndekk. Regndekk eru
dekk með amk. 3 mm djúpum raufum sem veita vatni að ytri brúnum dekksins.
11.7. Keppendur fá stig skv eftirfarandi töflu:
1. sæti 25 stig
2. sæti 20 stig
3. sæti 16 stig
4. sæti 13 stig
5. sæti 11 stig
6. sæti 10 stig
7. sæti 9 stig
8. sæti 8 stig
9. sæti 7 stig
10. sæti 6 stig
11. sæti 5 stig
12. sæti 4 stig
13. sæti 3 stig
14. sæti 2 stig
15. sæti og neðar 1 stig
11.8. Til úrslita gilda samanlögð stig úr öllum lotum.
11.9. Ef tveir keppendur eru með jafnmörg stig er sá sigurvegari sem kom á undan í mark í síðustu innbyrðis viðureign þeirra.

12. Annað
12.1. 15 km/klst hámarkshraði er á viðgerðarsvæði og milli viðgerðarsvæðis og rásmarks.
12.2. Dekkjahitanir og spól er stranglega bannað á viðgerðarsvæði
12.3. Flögg
12.3.1. Sjá flaggareglur MSÍ
12.4. Lágmarksfjöldi keppenda í hverri keppni eru 6 . Ef sá fjöldi næst ekki getur keppnishaldari frestað keppni eða fellt hana niður, allt eftir atvikum.
12.5. Lágmarksfjöldi keppenda í flokk er 5 svo hann gildi til Íslandsmeistara.
12.6. Að lágmarki þurfa vera haldnar þrjár keppnir í Íslandsmóti á keppnisárinu.
12.7. Keppandi má hafa með sér tvo aðstoðarmenn inn á svæði og ber á þeim fulla ábyrgð.
12.8. Ökumaður hefur möguleika á að skrá sig í fleiri flokka í keppni. Ef fleiri en einn flokkur eru settir saman í keppni, getur ökumaður aðeins tekið þátt í einum flokk. Ökumaðurinn skal við skráningu velja í hvaða flokk hann/hún vill taka þátt í. Það er einungis hægt að vinna sér inn stig í þeim flokki sem ökumaður er skráður í.

13.
Viðauki 1
Myndir

Viðauki 2.
1. Cylender/Strokkar
1.1. Ekki er leyfilegt að bora út strokka eða breyta lögun strokka.
1.2. Breyta/skipta má hedd pakkningu til að auka þjöppun eða til að gera við vörpun á yfirborði strokks.
1.3. Yfirborð strokka skal vera orginal/homologated
2. Stimplar/bullur
2.1. Engar breytingar leyfðar, stimplar/bullur skulu vera upprunaleg/homologated.
2.2. Ekki er leyfilegt að pússa eða létta.
3. Stimpilhringir/bulluhringir
3.1. Skulu vera upprunaleg/homologated vélahlutar með engum breytingum.
3.2. Allir stimplihringir skulu vera áfastir.
4. Stimpil pinnar og clips
4.1. Skulu vera upprunaleg/homologated vélahlutar með engum breytingum.
5. Stimpilstangir
5.1. Skulu vera upprunaleg/homologated vélahlutar með engum breytingum.
6. Sveifarás
6.1. Skal vera upprunaleg/homologated vélahlutur með engum breytingum.
6.2. Polishing and lightening is not allowed
6.3. Breytinar á flywheel eru ekki leyfðar
7. Crankcase / Sveifaráshús
7.1. Skal vera upprunaleg/homologated vélahlutur með engum breytingum.
7.2. Ekki leyfilegt að bæta við dælu til að búa til vacuum í sveifaráshúsi.
8. Hedd
8.1. “Portun og plönun” á heddi er leyfð ásamt brennsluhólfi til að auka þjöppu.
8.2. Hverskyns suða er bönnuð.
8.3. Engar breytingar leyfðar á cam box eða ventlum.
8.4. Throttle body intake insulators má breyta.
8.5. Orginal/homologated ventlasæti skulu notuð en lögun má breyta.
8.6. Ventlar skulu vera orginal/homologated.
8.7. Skipta má um ventlagorma en þeir skulu vera eins margir og í orginal/homologated.
8.8. Ventla retainer(Sjá Viðauka 3) má breyta eða skipta út, en þyngd skal vera sú sama eða hærri og í orginal/homologated.
8.9. Shim bucket / tappets (sjá Viðauka 3) skulu vera orginal/homologated.
9. Knastás
9.1. Knastás skal vera orginal/homologated
9.2. Breyta má tíma en opnun má ekki vera lengri en orginal/homologated.
9.2.1. Tímagír
9.2.1.1. Breyta má/skipta um tímagír
9.2.1.2. Knastása­keðju/strekkjara búnaði má breyta eða skipta út.
10. Dekk
10.1. Einungis dekk sem leyfð eru til sölu til almennings eru leyfð.
10.2. Mynstur dekks skal vera að lágmarki 2,5mm.
10.3. Handútskorin dekk eru ekki leyfð
10.4. Regndekk skulu hafa merkinguna “Not for Highway Use” eða “NHS”
11. Innspýtingar
11.1. Upprunaleg/homologated innspýting skal notuð án allra breytinga.
11.2. Loftinntaki má breyta eða skipta út.
11.3. Vacuum sleða má festa á opinni stöðu.
11.4. Rafstýrðir lokar (“ride­by­wire”) má aðeins nota ef homologated model er útbúið sama kerfi. Hugbúnaði má breyta en öll öryggis kerfi og ferlar framleiddir af framleiðanda
skulu vera óbreyttir.
12. Gírar / gírkassi
12.1. Einungis eitt gír hlutfall í gírkassa er leyft fyrir keppnisárið. Ökumaður velur sjálfur hlutfall og skilar inn til keppnisstjóra í upphafi tímabils.
12.2. Gírhlutfalls­ og efnishönnun er frjáls.
12.3. Brotinn/laskaður/ónýtur gírkassi telst sem ónýt vél.
12.4. Fjöldi gíra skal vera upprunaleg/homologated.
12.5. Primary gear skal vera uprunalegur/homologated.
12.6. Quick­shift kerfi er leyft.
12.7. Virkni gírkassa skal vera sú sama og í upprunalegum/homologated.
12.8. Breyta má um fram­ og afturtannhjól ásamt keðju á keppnistímabilinu. .
13. Kúplingskerfi
13.1. Wet eða dry týpur og virkni (barki/vökva) skal vera upprunaleg/homologated.
13.2. Skipta má um diska.
13.3. Skipta má um gorma.
13.4. Ytra kúplingshús/karfa skal vera upprunaleg/homologated en má styrkja.
13.5. Innri samsetningu má breyta eða skipta yfir í aftermarket. Slipper clutch leyfð.
13.6. Ekki má notast við kerfi (glussa, rafmagns eða loft) sem velur gíra ef það er ekki sett í hjólið til að nota í venjulegum götuakstri.
14. Olíu­ og vatnsdælur og slöngur
14.1. Breytingar eru leyfðar en dæluhús, festipunktar og olíufæðing skal vera upprunaleg.
14.2. Olíuslöngum má breyta eða skipta út. Olíuslöngur sem bera jákvæðan þrýsting skulu, ef skipt út, hafa styrkt innrabyrgði úr járni með kúplingu/skrúfaðum tengingum.
14.3. Vatnsdæla skal vera upprunaleg/homologated.
15. Vatnskassi / olíukælir
15.1. Breyta má vatnskassa/olíukæli í aftermarket eða bæta öðrum við sem passar í upprunalega staðsetningu og krefst ekki breytinga á grind eða fairingum/hlífum.
15.2. Breytingar á upprunalegu/homologated olíukæli eru leyfðar nema þær krefjist breytinga á grind eða fairingum/hlífum. Varmaskipti (olía/Vatn) má skipta út fyrir olíukæli.
15.3. Kælislöngur og forðabúr má breyta.
15.4. Breyta/skipta/fjarlægja má kæliviftublöð og víríngar.
15.5. Auka olíukælar eru ekki leyfðir.
15.6. Olíukæli má ekki festa á eða ofan við aurhlíf.
16. Lofthreinsarabox
16.1. Lofthreinsarabox skal vera upprunalegt/homologated, engar breytingar leyfðar.
16.2. Skipta má um loftsíu eða fjarlægja.
16.3. Dren í loftboxi skulu vera lokuð.
16.4. Öll hjól skulu hafa lokað öndunarkerfi. Öll olíu öndun skal vera tengd. Má fara í gegnum olíusafntank og skal einungis lofta inn í loftboxið.
16.5. Loftintök frá fairingu/hlífum að loftboxi má breyta, fjarlægja eða skipta um. Ef slöngur/rásir eru notaðar skulu þær tengdar við upprunalegt óbreytt inntak loftboxsins.
16.6. Engar hitarvarnir má setja á loftbox.
17. Púst
17.1. Breyta má/skipta um hljóðkúta og kerfi.
17.2. Hljóðkútar skulu vera í upprunalegum fjölda og skulu sitja á sama stað og upprunaleg/homologated.
18. ECU
18.1. Tölvuflöss og breytingar á tölvu leyfðar en eftirfarandi er ekki leyft.
18.1.1. Traction control
18.1.1.1. Anti spin / rate of change of RPM.
18.1.2. Launch control.
18.1.3. Anti wheelie/prjón vörn.
18.1.4. Mótorbremsa/Closed loop engine brake control.
18.1.5. Corner by corner / distance based adjustments.
18.1.6. Rider adjusted trims.
19. Fjöðrun
Breytingar á fjöðrun (aftur og fram) eru leyfðar með takmörkunum hér að neðan.
19.1. Framgaffall
19.1.1. Verð á framgaffli ásamt öllum aukahlutum má ekki yfirstíga 2200£ (bresk pund) án skatta í því landi sem verslað er við. Skattar og gjöld ekki reiknað með.
19.2. Afturfjöðrun
19.2.1. Verð á fjöðrun að aftan ásamt aukabúnaði má ekki yfirstíga 2000£ (bresk pund) án skatta í því landi sem versla er við. Skattar og gjöld ekki reiknað með.
19.3. Ekki er leyfilegt að breyta fjöðrun sem keypt hefur verið, nema af aðila sem er
samþykktur af framleiðenda.
19.4. Rafstýrður fjöðrunarbúnaður er ekki leyfður nema ef hjólið er framleitt þannig.
19.5. Bæta má við eða breyta stýrisdempara. Stýrisdempari má ekki virka sem stýrislás.
19.6. Festingar fyrir dempara (framan og aftan) má ekki breyta.
20. Bremsur
20.1. Skipta má um fremri og aftari bremsudiska með aftermarket diskum sem skulu passa í orginal bremsudælu og festingar. Ummál, offset, wheel mounting og ventilation system skal vera sama og upprunalegt/homologated. Internal ventilated diskar eru ekki leyfðir nema hjólið sé framleitt þannig.
20.2. Ekki er leyfilegt að skipta um höfuðdælu (master cylinder). Höfuðdæla skal vera upprunaleg/homologated.
20.2.1. Aðeins stál diskar (max. Carbon innihald 2.1wt%) er leyft
20.3. Leyfilegt er að skipta stimplum í bremsudælum í álstimpla.
20.4. Leyfilegt er að skipta um bremsuslöngur.
20.5. Auka loftinntök fyrir bremsur eru ekki leyfð.
20.6. Nota má bremsuhlíf fyrir bremsuhandföng.
20.7. Bremsu­ handföng/fótstig má breyta svo fremi sem þau uppfylli kröfur í kafla 11.
20.8. ABS er ekki leyft.
20.9. Skipta má um bremsuklossa. Quick change type leyfilegt.
21.
Viðauki 3
Ventla retainer
Shim bucke
« Last Edit: November 13, 2017, 15:14:03 by SPRSNK »