Author Topic: MSÍ - reglur fyrir spyrnukeppnir  (Read 4157 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
MSÍ - reglur fyrir spyrnukeppnir
« on: November 13, 2017, 15:00:59 »
Keppnisreglur MSÍ fyrir Kvartmílu, götuspyrnu, hjólamílu og sandspyrnu.

1. og 2. gr. Flokka skipting:
1. Kvartmíla, Götuspyrna, hjólamíla og aðrar spyrnur á malbiki
1.1. Krossarar (K)
1.1.1. Öll krosshjól leyfð
1.1.2. Ökutæki þarf ekki að vera á númerum
1.1.3. Dekkjabúnaður er frjáls
1.1.4. Neyðarádrepari sem hægt er að ná í með báðar hendur á stýri.
1.2. F hjól, Ferðahjól, önnur óbreytt hjól (F)
1.2.1. Ökutæki skal vera á númerum og fullskoðað af viðurkenndri skoðunarstöð. Ökutæki skal
geta staðist slíka skoðun á keppnisstað
1.2.2. Hjólbarðar skulu vera götulöglegir og DOT merktir
1.2.3. Mótorbreytingar bannaðar
1.2.4. Sjá viðauka 1
1.3. Hippar (H)
1.3.1. Hippar með 3 cyl eða færri
1.3.2. Ökutæki skal vera á númerum og fullskoðað af viðurkenndri skoðunarstöð. Ökutæki skal
geta staðist slíka skoðun á keppnisstað
1.3.3. Hjólbarðar skulu vera götulöglegir og DOT merktir
1.4. Götuhjól að 800cc (G-)
1.4.1. Götuhjól með 799 cc eða minni mótor
1.4.2. Ökutæki skal vera á númerum og fullskoðað af viðurkenndri skoðunarstöð. Ökutæki skal
geta staðist slíka skoðun á keppnisstað
1.4.3. Hjólbarðar skulu vera götulöglegir og DOT merktir
1.4.4. Fjöðrun skal vera upprunaleg (orginal) eða eins og upprunaleg (orginal). Leyfilegt er að
lækka fjöðrun um 2 cm
1.4.5. Strappar, ofrisvarnargrindur og allar mótorbreytingar bannaðar.
1.4.6 Lengingar bannaðar, afturgafflar skulu vera upprunalegir (orginal) eða eins og orginal.
1.4.7. Aukaaflgjafar bannaðir
1.5. Götuhjól 800cc og yfir CC (G+)
1.5.1. Götuhjól með 800 cc eða stærri mótor
1.5.2. Ökutæki skal vera á númerum og fullskoðað af viðurkenndri skoðunarstöð. Ökutæki skal
geta staðist slíka skoðun á keppnisstað
1.5.3. Hjólbarðar skulu vera götulöglegir og DOT merktir
1.5.4. Fjöðrun skal vera upprunaleg (orginal) eða eins og upprunaleg (orginal). Leyfilegt er að
lækka fjöðrun um 2 cm
1.5.5. Strappar, ofrisvarnargrindur og allar mótorbreytingar bannaðar.
Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands- - 23 - Reglusafn MSÍ
1.5.6. Lengingar bannaðar, afturgaflar skulu vera upprunalegir (orginal) eða eins og orginal.
1.5.7. Aukaaflgjafar bannaðir
1.5.8. Leyfilegt er fyrir hjól með 600 til 750cc mótor og mótorbreytingar að keppa í þessum flokk.
Að öðrum kosti fara öll hjól með mótorbreytingar í O eða B flokk
1.6. Breytt götuhjól (B)
1.6.1. Götuhjól með breytingar á mótor
1.6.2. Ökutæki skal vera á númerum og fullskoðað af viðurkenndri skoðunarstöð. Ökutæki skal
geta staðist slíka skoðun á keppnisstað
1.6.3. Hjólbarðar skulu vera götulöglegir og DOT merktir
1.6.4. Ofrisvarnargrindur bannaðar.
1.7. Opinn flokkur (O)
1.7.1. Öll mótorhjól leyfð
1.7.2. Ökutæki þarf ekki að vera á númerum
1.7.3. Dekkjabúnaður er frjáls
1.8. Unglingaflokkur (MU)
1.8.1. Krosshjólaflokkur fyrir börn og unglinga, keyrður í bracket fyrirkomulagi
1.8.2. Reglur um stærð keppnistækja miðast alltaf við útgefnar reglur frá Umferðarstofu. Sjá
viðauka 1
1.9. Götuspyrna
1.9.1. Öll keppnistæki í götuspyrnu skulu vera á númerum, tryggð og á DOT merktum
dekkjabúnaði ætluðum til götuaksturs.
1.10. Breyting á mótor
1.10.1. Í öllum flokkum nema Opnum flokki skal nota mótor úr vélhjóli. Sé skipt um mótor,
ákvarðar ný vél flokk ökutækis. Taka skal mið af rúmcentimetrum og þeim breytingum sem eru í
vél/mótor ef einhverjar eru. Hjól með mótor annan en þann sem kom í hjólinu frá framleiðanda
þurfa að standast löggilta aðalskoðun. Að öðru leiti þurfa hjól að vera Homologated frá FIM í
flokkum K,G+,G-,B
1.10.2. Mótorbreytingar teljast allar breytingar þar sem átt er við mótor. Breytingar á þjöppu,
stimplum, sveifarás, kambás, heddpakkningu og “blue print”. Þessi listi þarf ekki að vera
tæmandi. Heimilt er að breyta og skipta um kúplingsbúnað, hvort sem er körfur, diska, gorma
eða annað sem tilheyrir kúplingu.
1.10.3. Keppnistjóra er heimilt að vísa keppanda úr keppni fyrir brot á þessum reglum sé brotið
að hans mati vísvitandi eða færa keppanda um flokk séu aðrar ástæður fyrir broti.
1.10.4. Keppanda er skylt að kynna sér breytingar á keppnistæki, skrá sig í réttan flokk og gefa
upp breytingar (eigi það við) telji skoðunarmaður, keppnisstjóri eða Götuhjóla og spyrnunefnd
MSÍ ástæðu til.

2. Sandspyrna:
2.1. Unglingaflokkur (MU)
2.1.1. Krosshjólaflokkur fyrir 14, 15 og 16 ára unglinga
2.1.2. Krosshjól og endurohjól leyfð
Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands- - 24 - Reglusafn MSÍ
2.1.3. Hámarks vélarstærð 250cc
2.1.4. Engin þyngdartakmörk
2.1.5. Skylt er að loka framgjörð tryggilega
2.2. Mótorhjól 1 cyl (1C)
2.2.1. Krosshjól, endurohjól, mótorhjól, götuhjól og sérsmíðuð hjól (tvíhjól)
2.2.2. Hámarksvélarstærð 1 cyl
2.2.3. Engin þyngdartakmörk
2.2.4. Skylt er að loka framgjörð tryggilega
2.3. Mótorhjól 2 cyl + (2C+)
2.3.1. Krosshjól, endurohjól, mótorhjól, götuhjól og sérsmíðuð hjól (tvíhjól)
2.3.2. Bílvélar bannaðar
2.3.3. Engin þyngdartakmörk
2.3.4. Skylt er að loka framgjörð tryggilega
2.4. Fjórhjól (FJ)
2.4.1. Fjórhjól, þríhjól og sexhjól
2.4.2. Engin hámarksstærð á vél, bílvélar bannaðar
2.4.3. Engin þyngdartakmörk
2.5.Vélsleðar (V)
2.5.1. Vélsleðar knúnir einu belti
2.5.2. Engin hámarksstærð á vél, bílvélar bannaðar
2.5.3. Engin þyngdartakmörkun
2.5.4. Skylt er að loka gati fremst á skíði tryggilega

3. Öryggisreglur:
3.1. Almennt / Fatnaður
3.1.1. Virkur neyðarádrepari skal vera til staðar og staðsettur svo hægt sé að ná í hann með
báðar hendur á stýri.
3.1.2. Keppendur verða að vera með viðurkenndan lokaðan hjálm.
3.1.3. Strappar sem notaðir eru skulu vera af viðurkenndri gerð, ætlaðir í þessa notkun og vera
boltaðir fastir en ekki kræktir.
3.1.4. Keppendur skulu vera í viðurkenndum öryggisskóm ætluðum til mótorhjóla/sleða aksturs
3.1.5. Að 160 km hraða skal vera viðurkenndur öryggisfatnaður ætlaður til götuhjólaaksturs.
3.1.6. Keppendur sem ná 160 km endahraða verða að vera í leðurfatnaði sem viðurkenndur er
og ætlaður til bifhjólaaksturs.
3.1.7. Í sandspyrnu er skylda að vera í leðurfatnaði sem viðurkenndur er og ætlaður til
bifhjólaaksturs eða krossaragalla og brynju
3.2. Hemlar:
3.2.1. Hemlar eiga að virka á bæði hjól og vera aðskildir, nema hjólið sé öðruvísi útbúið frá
framleiðanda.
Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands- - 25 - Reglusafn MSÍ
3.2.2. Lágmarks þvermál á bremsudisk að framan er 250 x 5 mm ef einndiskur er notaður.
Lágmarks þvermál á bremsudisk að framan er 220 x 5 mm ef tveir diskar eru notaðir. Lágmarks
þvermál á bremsudisk að aftan er 175 mm.
Lágmarks þvermál á skálabremsum er 150 mm.
Í Götuhjólaflokki, F flokki, Krossaraflokki og Hippaflokki skal bremsukerfi vera
OEM.
3.3. Felgur:
3.3.1. Felgur framleiddar fyrir annað en bifhjól eru bannaðar, undanþága í opnum flokkum er
fyrir þessu ákvæði.
3.3.2. Felgur skulu vera í upprunalegri stærð, undanþága í opnum flokkum og öllum flokkum
sandspyrnu er fyrir þessu ákvæði.
3.4. Hjólbarðar:
3.4.1. Munsturdýpt hjólbarða við skoðun fyrir spyrnu sé að lágmarki2mm að aftan og 2mm að
framan.
3.4.2. Hjólbarðar skulu vera framleiddir fyrir bifhjól, undanþága í opnum flokkum er fyrir þessu
ákvæði.
3.4.3. Sé búið að eiga við dekk telst dekkið ólöglegt.
3.4.4. Í sandspyrnu skulu hjólbarðar og belti vera úr gúmmíi, málmspyrnur bannaðar
3.5.Fjöðrun:
3.5.1. Lágmarksfjöðrun að framan skal vera 50 mm, undanþága í opnum flokkum er fyrir þessu
ákvæði.
3.5.2. Vökvademparar að framan er skylda, undanþága í opnum flokkum er fyrir þessu ákvæði.
3.5.3. Lágmarkshæð undir hjól með ökumanni er 50 mm við 0,5 bar þrýsting í dekkjum.
3.5.3. Enginn hluti hjólsins nema dekk má snerta jörð þegar fjöðrun er að fullu samanpressuð.

4. Kærur:
4.1 Keppnisstjóri hefur úrslitavald á mótstað. Keppandi sem er ósáttur við úrskurð keppnisstjóra
getur óskað eftir skýrslu keppnisstjóra og lagt fram kæru á ákvörðun keppnisstjóra til dómstóls
MSÍ. Kærufrestur ákvarðana keppnisstjóra til dómstóls er ein vika ogkærugjald er samkvæmt
gjaldskrá MSÍ sem greiðist til MSÍ þegar kæra erlögð fram. Götuhjóla og spyrnunefnd getur
úrskurðað í ágreiningsmálum sem ekki fara fyrir dómstóla MSÍ. Dómstóll MSÍ hefur í öllum
tilfellum úrslitavald.
Sjá nánar í grein 14. Reglur um dómstól MSÍ.

5. Keppnisfyrirkomulag:
5.1.1. Keppendum er heimilt færa sig upp um flokk eins og reglur segja til um.
5.1.2. Flokkar eru ekki keyrðir nema 3 eða fleiri séu skráðir í flokk.
5.1.3. Ef nægileg þátttaka næst ekki í flokk er keppanda heimilt að reyna setja met í flokknum
eða færa sig upp um flokk.
5.1.4. Lágmarksfjöldi keppna til Íslandsmeistara eru þrjár. Öll stig í keppni gilda til
Íslandsmeistara.
5.1.5. Sá sem á betri tíma í tímatökum eða sá sem á betri tíma dagsins á þeim stað í keppninni á
fyrsta brautarval
Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands- - 26 - Reglusafn MSÍ
5.1.6. Þrjár ferðir hámark í tímatökur (ef keppandi fer fleiri en þrjár ferðir, gilda fyrstu þrjár
ferðir.)
5.1.7. Keppandi þarf að ná að lágmarki einni ferð í tímatökum til að skrást í keppni, Keppnisstjóri
getur veitt undanþágu við sérstakar aðstæður.
5.1.8. Keppandi sem mætir of seint í skoðun eða eftir auglýstan skoðunartíma fær ekki rásleyfi
eða hlýtur refsingu eftir ákvörðun keppnisstjóra.
5.1.9. Þegar annar keppandi hefur kveikt bæði Pre stage og Stage ljósin og er þar með tilbúinn
að hefja spyrnuna, hefur ræsir heimild til að ræsa ljósin eftir 20 sek. bið
5.1.10. Heiðursmannaregla er að bæði keppnistæki stilli sig samtímis inn á ljós.
5.1.11. Aðeins einn keppandi má aka hverju keppnistæki, tveir keppendur geta ekki skipt með
sér keppnistæki.
5.2. Stigagjöf:
5.2.1. Keppnisstig: 1. sæti 90 stig / 2. sæti 70 stig / 3. - 4. sæti 50 stig / 5. - 8. sæti 30 stig / 9. - 16.
sæti 10 stig
5.2.2. Tímatökustig: 1. sæti 16 stig / 2. sæti 15 stig / 3. sæti 14 stig / 4. sæti 13 stig / 5. sæti 12
stig / 6. sæti 11 stig / 7. sæti 10 stig / 8. sæti 9 stig / 9. sæti 8 stig / 10. sæti 7 stig / 11. sæti 6 stig
/ 12. sæti 5 stig / 13. sæti 4 stig / 14. sæti 3 stig / 15. sæti 2 stig / 16. sæti 1 stig /
5.2.3. Mætingarstig: 10 stig
5.2.4. Mæting í allar keppnir gefa 31 stig
5.2.5. Íslandsmet gefur 5 stig
5.3. Reglur um Íslandsmet:
5.3.1. Met eru sett undir eftirliti keppnistjórnar og aðeins í gildi séu þau sett í keppni.
5.3.2. Öll tæki skulu vandlega skoðuð skv. Flokkareglum.
5.3.3. Styðji keppandi ekki nýtt met í keppni eru 2 stuðningsferðir heimilar í lok keppni.
Stuðningstími skal vera 1% frá nýjum tíma. Fari keppandi 2 ferðir undir gildandi meti og þær eru
ekki innan við 1% frá hvor annarri þá gildir betri tíminn eða meiri hraðinn sem stuðningur við
lélegri tímann og/eða minni hraðann.
5.3.4. Í sandspyrnu er stuðningstími 2% frá nýjum tíma.
5.3.5. Öll met eru reiknuð uppá 1/1000 úr sekúndu en hraðamet uppá 1/100 kmst.
5.3.6. Séu tveir keppendur uppá 1/1000 í sömu keppni, skráist metið á þann er mældist á meiri
hraða í þeirri ferð er metið var sett. Sé enn jafnt, gildir metið er fyrr var sett.
5.3.7. Sé met jafnað skal sá keppandi eiga metið sem fyrr setti met.
5.3.8. Ef tveir eru jafnir með hraðamet, þá á sá metið er fór á bestum tíma í viðkomandi ferð.
Hraðamet eru óháð tímametum.
5.3.9. Keppandi getur ekki sett met á einu ökutæki og keppt svo á öðru í útslætti.
5.3.10. Aðeins er eitt met skráð fyrir hvern flokk í lok hverrar keppni
5.3.11. Met eru gild í 2 ár, eftir það eru þau hækkuð um 20/100 og svo um 10/100 á hverju ári
eftir það. Reglubreytingar geta ógilt met

6. Keppnistjórn, starfsmenn og aðstandendur:
6.1. Stuttbuxur og berir handleggir starfsmanna og aðstandanda keppenda við braut og pitt eru
bannaðir.
6.2. Ef keppnistæki er vanbúið getur því verið hafnað af skoðunarmönnum (MSÍ nefnd).
6.3. Keppnisstjóra er heimilt að vísa keppanda úr keppni hafi keppandi eða aðstoðarmenn hans
sýnt óíþróttamannslega hegðun og framkomu. Aðstoðarmenn og aðstandendur keppanda eru
alfarið á ábyrgð keppanda á keppnisstað.
Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands- - 27 - Reglusafn MSÍ
6.4. Skoðunarmenn skulu vera samþykktir af Götuhjóla- og spyrnunefnd MSÍ
6.5. Keppnisstjóri: Keppnisstjóri hefur alla yfirstjórn á keppnissvæðinu. Skal hann hafa til reiðu á
keppnisstað, keppnisleyfi, leyfi landeiganda og sýslumanns ásamt staðfestingu á tryggingu
keppninnar.
6.6. Brautarstjóri: Brautarstjóri hefur umsjón með keppnisbraut og öllu sem viðkemur henni, t.d.
merkingu brautar, merkingu áhorfendasvæðis osfrv.

7. Skilríki / Réttindi:
7.1. Allir keppendur verða að hafa gilt ökuskírteini í keppni og réttindi á keppnistæki sem
standast þurfa lögbundna aðalskoðun. Keppendur í opnum flokkum þurfa að hafa gilt
ökuskírteini og réttindi á þungt bifhjól. (Undanþága er fyrir þessu ákvæði í Unglingaflokkum og
krosshjólaflokkum)

8. Almennt:
8.1. Keppandi í akstursíþróttamóti sem fram fer á vegum MSÍ eða aðildarfélagi innan vébanda
MSÍ skal vera skráður félagsmaður í viðurkenndu akstursíþróttafélagi innan vébanda MSÍ.
8.2. Til þess að keppandi teljist löglegur til keppni skal hann hafa greitt félagsgjöld til síns félags á
árinu sem keppni fer fram.
8.3. Keppandi sem ekki hefur náð 18 ára aldri skal skila inn þátttökuyfirlýsingu undirritaðri af
forráðamanni. Hægt er að nálgast þátttökuyfirlýsingu á vef MSÍ eða hér neðar í reglum.
http://msisport.is/þátttökuyfirlýsing

9. Skráning í keppni:
9.1. Skráning í Íslandsmót í spyrnu sem fer fram undir merkjum MSÍ er í umsjá mótshaldara
hverju sinni.
9.2. Skráningarfrestur í Íslandsmót lýkur samkvæmt dagskrá mótshaldara en eigi síðar en að
kvöldi miðvikudags kl. 23:00. Stjórn MSÍ, starfsmönnum MSÍ og eða formönnum og
starfsmönnum aðildarfélags sem heldur viðkomandi keppni er ekki heimilt að skrá keppanda til
leiks eftir að skráningarfrestur er liðin.
9.3. Skráning í bikarmót eða æfingamót í spyrnu sem fram fer undir merkjum aðildarfélags MSÍ
er í umsjá mótshaldara hverju sinni.
9.4. Skráningarfrestur í bikarmót eða æfingamót er ákveðið af viðkomandi aðildarfélagi hverju
sinni.
9.5. Þátttökugjöld greiðast við skráningu. Rásleyfi er ekki veitt fyrr en gengið hefur verið frá
þátttökugjöldum og einnig þarf keppandi að hafa greitt félagsgjöld til síns aðildarfélags fyrir
yfirstandandi ár.
9.8. Keppnis- og mótshaldarar greiða MSÍ gjald fyrir hvern keppanda. Gjaldið er ákveðið á þingi
MSÍ og getur verið breytilegt frá ári til árs.
9.9. Keppandi ber ábyrgð á skráningu, þar með talið skráningu í flokk og skráningu hjóls. Átti
keppandi sig á mistökum við skráningu skal tilkynna það til mótshaldara, Götuhjóla og
spyrnunefndar MSÍ í síðasta lagi að morgni keppnisdags. Á keppnisstað er það keppnisstjóri sem
tekur við tilkynningum um breytingar.
9.10. Keppandi sem keppir í Íslandsmótaröð MSÍ skal hafa frían aðgang að keppnissvæði ásamt
fríum aðgang fyrir tvo aðstoðarmann og skulu þeir mæta saman á keppnissvæðið. Sé
keppnistæki knúið af alcoholi eða krefst meiri aðstoðar en tveggja manna getur keppnisstjóri
veitt undanþágu og heimilað fleiri aðstoðarmenn.

10. Verðlaunaafhending:
Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands- - 28 - Reglusafn MSÍ
10.1. Verðlaunaafhending fer fram eftir auglýstri dagskrá og sér móts- eða keppnishaldari um að
veita verðlaun.
10.2. Æskilegt er að verðlaunahafar mæti í verðlaunaafhendingu.
10.3. Eingöngu er veitt verðlaun fyrir 1. og 2. sæti í spyrnukeppnum.
10.4. Íslandsmeistaraverðlaun eru veitt á lokahófi MSÍ ár hvert.

11. Lyfjaeftirlit:
11.1. Reglur ÍSÍ og FIM varðandi lyfjanotkun gilda í öllum keppnum og æfingum á vegum MSÍ og
geta keppendur nálgast nánari upplýsingar á vef www.isisport.is
og www.fim.ch
11.2. Keppendur sem ekki sinna tilmælum keppnisstjórnar, Lyfjaeftirlits ÍSÍ eða annara aðila sem
málið varðar verða kærðir til aganefndar MSÍ og geta átt von á allt að 2 ára keppnisbanni.
11.3. Keppandi skal vera vel á sig kominn andlega og líkamlega og getur keppnisstjóri vísað
keppanda úr keppni á þeim forsendum.

12. Aðrar reglur:
12.1. Það sem reglur ná ekki yfir gilda alþjóðareglur FIM og alþjóðareglur NHRA/IHRA til
viðmiðunar. Komi upp vafamál eða eitthvað sem ekki er skilgreint í reglum bera að tilkynna það
til Götuhjóla- og Spyrnunefndar MSÍ.
12.2. Götuhjóla- og Spyrnunefnd MSÍ skal skipa til tveggja ára í senn.
12.3. Þau aðildarfélög innan vébanda MSÍ sem standa að götuhjóla- og spyrnuakstri eiga rétt á
sæti í nefndinni. Tilnefna þau aðildarfélög einn nefndarmann hvert. Nefndarmenn skipta með
sér verkum formanns, ritara og vefumsjónarmanns.
12.4. Götuhjóla- og spyrnunefnd MSÍ hefur umsjón með: úrslitum, stigum, eftirlit á
skoðunnarmönnum og skoðun keppnistækja, ágreining, tilkynningum og uppfærslu á vefsvæði
nefndarinnar á vef MSÍ, verðlaunum til Íslandsmeistara, reglum og reglugerðum. Nefndin er
einnig leiðbeinandi um formsatriði í kærumálum.
12.5. Götuhjóla- og spyrnunefnd getur úrskurðað í ágreiningsmálum sem ekki fara fyrir dómstóla
MSÍ. Dómstólar MSÍ hafa í öllum tilfellum úrslitavald samkvæmt þeim reglum sem gilda um
dómstóla MSÍ.
12.6. Götuhjóla- og spyrnunefnd MSÍ sem og stjórn MSÍ skal hafa frjálsan aðgang að öllum
íþróttamótum sem fara fram í götuhjóla og spyrnugreinum innan vébanda sambandsins.
Fim og NHRA/IHRA reglur er að finna á eftirfarandi slóð: http://www.fim-live.com
http://www.mydigitalpublication.com/publication/?i=96979
Götuhjóla og Spyrnunefnd MSÍ, Stjórn MSÍ
Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands- - 29 - Reglusafn MSÍ
Viðauki 1 við Keppnisreglur MSÍ fyrir Kvartmílu götuspyrnu,
hjólamílu og sandspyrnu.

Viðauki 1 er til upplýsinga og útskýringar fyrir spyrnureglur MSÍ.
Viðauki getur breyst frá ári til árs.
F- hjólaflokkur
Hjól sem flokkast í þennan flokk.
Kawasaki: ER, EX, KLE (Versys), Concours 1400 (GTR1400), GTR, Z750S, GPZ, GPX, Ninja 650R
(ER6-F), ZZ-R600, W650/800, Z (Öll gömul Z hjól með blöndung), Kawasaki ZR-7/S ZR-X ATH
Z750/R og öll Z1000/R eftir 2003 er ekki leyfð í þennan flokk.
Suzuki: SFV650, GW250, DL V-Storm, GS ( Öll gömul GS blöndungshjól), GSF Bandit, GSR 600S,
GSX-F, GSX-E, Katana, GSX 1400, GT, RGV 250, SFV 650 Gladius
Honda: NC700X, CB, CBF, CBX, CX, (Öll gömul CB blöndungshjól) NT700V, ST1300, Hawk, CBR
Hurricane(F1/F2/F3), NT Deauville, Pan European, VF 750F Interceptor, Honda VF 1000F, VFR-F,
VFR800
Yamaha: XJ6/N, XJR, XS, FJR, FZ 6/S2/S/8/, MT-03/01, XT, Tenere, TDM, XJR, BT 1100
Bulldog, FZR600, FZ750, GTS 1000, RD, RZ, SR, SRX, ATH FZ1 og FZ8 allar árgerðir eru ekki leyfð í
þennan flokk
Aprilia: Mana, Shiva, ETV Caponord, Pagaso, RS125/250, SL750GTShiver, SMV 750
Doroduro
BMW: F800 R/S/ST, F800 GT, R1200RT, K1600GT/L, GS, BMW HP2 Enduro, K100, K1, K1100,
K1200, K1600GT
Hyosung: GTR
Ducati: Multistrata, Ducati 1000SS DS, Ducati GT 1000, Sport 1000S, ST2/St3/ST4
KTM: Öll hjól sem skilgreinast sem Adventure
Triumph: Bonneville, Thruxtone, Sprint 900/GT, Thunderbird 900/sport, Tiger, Trident, Trophy,
Norton: Commander, Commando, Dominator, Commando 961
Listinn er viðmiðunarlisti og ekki tæmandi.
Skilgreining á F hjólaflokk eru hjól sem ekki eru hönnuð sérstaklega til keppnisaksturs, hjól sem
hugsuð eru sem almenningshjól, hjól sem hugsuð eru til ferða, hjól með lítið afl miðað við þyngd,
oft tveggja cylendra hjól, eldri hjól og önnur hjól sem ekki þykja samkeppnishæf í G flokkum.
Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands- - 30 - Reglusafn MSÍ
Sé hjól ekki á þessum lista skal Götuhjóla- og Spyrnunefnd MSÍ skera úr um hvort hjólið flokkast í
F hjólaflokk. Síðan skal því bætt við listann ef við á.
Listinn getur verið breytilegur frá ári til árs. Íslandsmet skulu haldast í þessum flokk þrátt fyrir
viðbætur.
Leyfileg vélarstærð í Flokk MU
Stærð á vélum miðast alltaf við útgefnar reglur frá Umferðarstofu.
Lágmarksaldur miðað við ökutæki skal vera:
Tvíhjóla torfærutæki með tvígengisaflvél að slagrými:
allt að 65 rúmsentimetrar frá 6 ára aldri
allt að 85 rúmsentimetrar frá 10 ára aldri
allt að 105 rúmsentimetrar frá 12 ára aldri
allt að 145 rúmsentimetrar frá 14 ára aldri
145 rúmsentimetrar eða meira frá 15 ára aldri
Tvíhjóla torfærutæki með fjórgengisaflvél að slagrými:
allt að 110 rúmsentimetrar frá 6 ára aldri
allt að 125 rúmsentimetrar frá 10 ára aldri
allt að 150 rúmsentimetrar frá 12 ára aldri
allt að 250 rúmsentimetrar frá 14 ára aldri
250 rúmsentimetrar eða meira frá 15 ára aldri
Útskýring á bracket
Hjól A fer þrjár tímatökuferðir 14.35, 14.39 og 14.44 og velur sér t.d 14.38 sem kennitíma
(tími sem hjól A má ekki fara undir í keppni). Hjól B fer 12.33, 12.40 og 12.37 og velur sér t.d
12.38 sem kennitíma.
Hjól A fær þá 2 sekúndu forskot á ljósunum á Hjól B, Ef ökumaður fer undir kennitíma
"breakout" þá tapar viðkomandi ferðinni, ef báðir fara undir kennitíma þá vinnur sá sem fór
minna undir kennitíma.