Útbúinn götubílaflokkur (GF)
FLOKKALÝSING
Flokkur fyrir bíla sem geta talist hæfir til götuaksturs og ekið í almennri umferð, það er bílar með fulla yfirbyggingu og annað sem þarf til að aka megi þeim á götum. Breyta má nokkrum atriðum til að bíllinn henti betur til spyrnuaksturs, þó með þeim skilyrðum að hægt sé að breyta honum aftur með lítilli fyrirhöfn og færa hann til skoðunar á viðurkennda skoðunarstöð. Lágmarksþyngd í flokknum er 1300 kíló, með ökumanni á ráslínu. Bílar skulu auðkenndir með GF/ og númeri ökumanns. Bílar þurfa að vera á númerum, skoðaðir af löggiltri skoðunarstöð,tryggðir og skulu standast skoðun ef krafist er (fyrir utan dekk og púst).
VÉL
VÉL: Skal vera bílvél.
ELDSNEYTISKERFI: Sérframleiddir og staðlaðir eldsneytistankar (sellur) skylda í öllum bílum þar sem upprunalegir eldsneytistankar eru ekki notaðir. Sverleiki og fjöldi eldsneytisleiðsla er frjáls en þær verða allar að vera úr viðurkenndum málmrörum eða vírofnum eldsneytisslöngum.
VÖKVAYFIRFALL: Skylda er að hafa vökvayfirfall og söfnunarkút tengdann því við kælikerfi á öllum bílum. Minnsta stærð á söfnunarkút er ½ lítri.
INNGJÖF: Inngjöf skal stjórnast eingöngu af ökumann og eru öll hjálpartæki við hana hvort sem það eru tölvur, rafmagn, vökvi, loft, osf. Stranglega bönnuð.
DRIFRÁS
DRIFSKAFT: Baula utan um drifskaft skylda.
AFTURÁS: Soðin/steypt mismunadrif bönnuð.
HLÍFÐARSKJÖLDUR FYRIR SJÁLFSKIFTINGAR: Sprengihlíf á sjálfskiftingu skylda einnig má nota sprengimottu.
BREMSUR OG FJÖÐRUN:
STÝRI: Aðeins venjuleg fjöldaframleidd stýri leyfð. Minsta þvermál stýrishjóls er 13”(33,02cm).
FJÖÐRUN: Fjöðrun gerð fyrir bíla skylda. Minnst einn virkur höggdeyfir á hvert fjaðrandi hjól. Breyta má framfjöðrun frá orginal yfir í aftermarket SFI Proofed fyrir bifreiðina. Styrkingar á grind eru leyfðar.
GRIND
GRIND: Verður að vera bílgrind og eiga við viðkomandi ökutæki. Breytingar eru aðeins leyfðar á grind fyrir aftan hvalbak, nema styrkingar sem má setja hvar á grind sem er.
STUÐARAR: Skifta má yfir í plast stuðara ef þeir hafa sama útlit og upprunalegir.
HÆÐ YFIR JÖRÐU: Minnsta hæð frá jörðu má ekki vera minni en 3”(7,62cm) frá framenda bíls að punkti 12”(30,48cm) aftan við miðlínu framhjóla. Síðan 2”(5,08cm) það sem eftir er. Undanskilið er pústkerfi og olíupanna.
BIL MILLI HJÓLA: Bili milli fram og afturhjóla skal halda upprunalegu fyrir viðkomandi bíl, frávik er leyft 2” (5,08cm).
HJÓLBARÐAR OG FELGUR
HJÓLBARÐAR:
Slikkar leyfðir. Framdekk þurfa ekki að hafa DOT stimpil. Sé svo verða framdekk að vera sérstaklega gerð fyrir spyrnuakstur.
FELGUR:
Allar gerðir af felgum fyrir bíla leyfðar, nema teina og mótorhjólafelgur. Minnsta felgustærð er 13” nema að bíllinn hafi komið upprunalega á minni felgum og sé með upprunalega vél.
INNRÉTTING
BODDÝSTÁL: Allur málmur í ökumanns og farþega klefa verður að vera ál eða stál (járn).Öll málmsmíði í ökumanns og farþegaklefa verður að vera upprunaleg eða eins og upprunaleg. Magnesíum bannað.
KLÆÐNING: Mælaborð skal vera upprunalegt eða eins og upprunalegt og á upprunalegum stað. Bæta má við mælum að vild. Aftursæti má fjarlægja en loka verður snyrtilega gati því sem það skylur eftir sig. Skylda er að hafa eldvegg úr amk. 0,8mm stáli eða úr 1,2mm áli, milli farþega og farangursrýmis ef aftursæti hefur verið fjarlægt. Breyta má hurðaspjöldum en þau verða að hylja amk sama flöt og upprunaleg.
YFIRBYGGING
YFIRBYGGING: Upprunalegt útlit verður að haldast. Þó má setja á brettakanta lækka topp osf. Trefjaplast yfirbyggingar leyfðar. Nota má plast bretti, vélarhlíf, hurðir eða heilar samstæður.
BRETTI: Öll bretti skulu vera til staðar. Nota má plast bretti eða samtæður svo framarlega að þær séu með sama útlit og upprunalegir hlutir. Innribrettum að framan má breyta eða þau fjarlægja, þó ekki þar sem þau eru hluti fjöðrunarkerfis eða demparafestinga, nema að viðeigandi styrkingar komi í staðinn. Hjólskálum að aftan má breyta að vild.
HVALBAKUR: Hvalbakur skylda og skal vera upprunalegur eða líta eins út og vera úr samskonar efnum með sömu efnisþykkt. Hvalbakur verður að vera á upprunalegum stað. Breyta má hvalbak vegna vélaskifta og verður það þá að vera gert úr sambærilegum efnum og upprunalega og skal hann líta út sem næst hinum upprunalega. Vél má þó ekki staðsetja aftar en svo að fremsta kerti sé í miðlínu spindla. Breyttur hvalbakur skal eftir sem áður uppfylla ofangreind skilyrði um efnisval.
GÓLF: Upprunalegt gólf eða úr sambærilegum efnum skylda. Bannað er að hækka gólf. Lækka má gólf svo framarlega sem ekki er farið niður fyrir lágmarks hæð og útsýni ökumanns raskast ekki. Breyta má gólfi að aftan til að koma fyrir stærri dekkjum o.s.frv. Öll nýsmíði verður að vera úr sömu efnum og upprunalegt var.
GÖTUBÚNAÐUR: Öll ljós skulu vera virk. Götubúnaður skal vera til staðar og vera virkur. Sleppa má þurkum, miðstöð og loftkælingu.
FRAMRÚÐA OG GLUGGAR: Allar rúður verða að vera úr gleri eins og upprunalega. Allar rúður skulu annars vera úr öryggis gleri.
RAFKERFI
TÖLVUR OG GAGNASÖFNUN: Tölvur og önnur tæki sem afla gagna um viðkomandi ökutæki leyfð. Þau mega hins vegar ekki hafa nein áhrif á ræsingu, inngjöf, tengsli, “tranbrake” eða annað í bílnum sem hjálpar við stillingar eða ræsingu eða neitt það sem kann að hjápa eða hindra ökumann eða vélbúnað ökutækis í ferð.
KVEIKIKERFI Öll kveikikerfi leyfileg nema tímastill kveikibox (stutter box), magnetu kveikjur bannaðar. HÖFUÐROFI: Höfuðrofi er skylda í öllum bílum.
STUÐNINGSFLOKKUR
DRÁTTARTÆKI: Öll dráttartæki eru bönnuð.
ÖKUMAÐUR
STAÐSETNING ÖKUMANNS: Ökumaður skal staðsettur í ökumanns sæti sem fest er á þann stað sem gert var ráð fyrir frá framleiðanda viðkomndi ökutækis eða samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda þeirra keppnisstóla sem notaðir eru.