Author Topic: AKÍS - reglur fyrir drift  (Read 4003 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
AKÍS - reglur fyrir drift
« on: November 10, 2017, 12:12:40 »
1. Almennt
1.1 Reglur þessar gilda fyrir driftkeppnir á keppnistímabilinu.
1.2 Stjórnandi er keppnistjórn sem skipuð hefur verið af fullgildu aðildarfélagi Akstursíþróttasambands Íslands.
1.3 Reglur þessar gilda frá því tilkynnt dagskrá hefst þar til kærufrestur er útrunninn.
1.4 Keppnisráð Drift sem og stjórn AKÍS skal hafa frjálsan aðgang að öllum íþróttamótum sem fara fram í drift innan vébanda sambandsins.

2. Skráning
2.1 Skráningu skal vera lokið í það minnsta 3 dögum fyrir keppni og skal birta lista yfir skráða keppendur á vefsíðu keppnishaldara minnst 2 dögum fyrir keppni.
2.2 Keppandi telst ekki skráður til keppni nema hafa skráð sig og greitt keppnisgjald.
2.3 Reglur um skráningu fyrir Keppendur:
2.3.1 Keppendum er leyfilegt að skrá að hámarki tvö ökutæki, þ.e.a.s eitt til vara.
2.3.2 Ökutækin verða að uppfylla allar kröfur þess flokk sem keppandi hyggst keppa á ökutækinu í.
2.3.3 Ekki er heimilt að 3 eða fleiri ökumenn keppa á sama ökutæki í hverri keppni. Einungis einn ökumaður á hvert ökutæki í opna flokknum.
2.3.4 Ekki er heimilt að skipta um ökutæki eftir að fyrri ferð í forkeppni er ekin.
2.3.5 Aðeins er hægt að skrá sig til keppni í einum flokk í hverri umferð Íslandsmeistaramóts.

3. Skipulag/Dagskrá
3.1 Pittur opnar og skoðun hefst.
3.2 Pittur lokar
3.3 Fundur með keppendum.
3.3.1 Keppnisstjóri kynnir helstu starfsmenn og fer yfir dagskrá keppninar.
3.3.2 Dómarar kynna brautina, útskýra hvernig hin fullkomna ferð er og á hvað verður mest áhersla lögð í stigagjöf.
3.4 Æfingar hefjast hjá þeim sem hafa lokið keppnisskoðun.
3.5 Hlé til að yfirfara brautina fyrir forkeppnina.
3.6 Forkeppni keyrð.
3.7 Hlé til uppröðunar.
3.8 Keppnin keyrð.
3.9 Verðlaunaafhending og 30 mínútna kærufrestur hefst.

4. Starfsfólk
Að lámarki eftirfarandi:
4.1 Þrír dómarar. Æskilegt er að allir dómarar skulu vera búnir að sitja námskeið í dómgæslu. Þó skal að lágmark einn dómari vera búinn að sitja námskeiðið og skal hann á vera formaður dómnefndar.
4.2 AKÍS viðurkenndur keppnisstjóri.
4.3 AKÍS viðurkenndur öryggisfulltrúi.
4.4 Ræsir.
4.5 Pittstjóri.

5. Brautin
5.1 Keppnishaldari og keppnisstjóri skipuleggja brautina fyrir hverja keppni og þarf öryggisfulltrúi að samþykkja hana.
5.2 Brautin skal innihalda að lágmarki 3 beygjur.
5.3 Brautir skulu hafa fengið úttekt eða tilskilin leyfi yfirvalda til keppnis- og æfingaraksturs.

6. Skyldur keppenda
6.1 Keppendur þurfa að hafa kynnt sér vel allar reglur og fyrirkomulag keppninnar.
6.2 Keppendur skulu vera við bifreið sína á meðan keppni stendur yfir og vera tilbúnir til aksturs.
6.3 Keppendur skulu hafa löggild ökuréttindi.
6.4 Keppendur skulu hafa gilt félagsskírteini síns akstursíþróttafélags innan löggilds sambands FIA.
6.5 Keppendur skulu hafa gilt keppnisskírteini útgefið af AKÍS.
6.6 Keppnisstjóri getur meinað keppanda um þátttöku ef grunur leynist um að hann sé undir áhrifum áfengis eða annara vímuefna, eða ófær um að stjórna ökutæki sínu örugglega.
6.7 Öðrum keppendum er skylt að láta vita ef keppandi brýtur í bága við fyrrgreint.
6.8 Á viðgerðarsvæði er 15 km/klst hámarkshraði og keppandi skal aka þar með fyllstu gát, dekkjahitanir og spól er stranglega bannað á viðgerðarsvæði.
6.9 Keppandi skal hafa belti spennt og hjálm á höfði meðan ekið er í braut.
6.10 Sérhver sviksamleg eða óíþróttamannsleg hegðun keppenda eða aðstoðarmanna mun tekin fyrir af dómnefnd og keppnisstjóra og skal refsa með áminningu, sekt, brottvísun úr keppni eða álíka.
6.11 Keppendum ber að virða ákvarðanir dómara, keppnisstjóra og annara starfsmanna. Keppendum og aðstoðarmönnum er óheimilt að áreita starfsmenn keppninnar og skal refsa með áminningu, sekt, brottvísun úr keppni eða álíka.
6.12 BROT Á REGLUM ÞESSUM GETA ÞÝTT REFSINGAR EÐA BROTTVÍSUN ÚR KEPPNI.

7. Persónulegur útbúnaður keppenda
7.1 Götubílaflokkur og minni götubílaflokkur.
7.1.1 Keppandi skal hafa eftirfarandi búnað. Hjálm og er auk þess hálskragi æskilegur.
7.1.2 Hjálmar skulu uppfylla staðla FIA, SFI, Snell, DOT, ECE, E. Þræddar hálsólar eru æskilegar.
7.1.3 Hálskragi skal vera samkvæmt stöðlum SFI 3.3 eða FIA 8858.
7.2 Opinn flokkur.
7.2.1 Keppandi skal hafa eftirfarandi búnað. Hjálm, hálskraga eða Hans búnað, keppnisgalla, keppnishanska og keppnisskó.
7.2.2 Hjálmar af viðurkenndri gerð, keppnisvara Hjálmar skulu uppfylla staðla sem AKÍS setur.
7.2.3 Hálskragi skal vera samkvæmt staðli SFI 3.3 eða FIA 8858.
7.2.4 Keppnisgallar skulu vera samkvæmt stöðlum SFI 3.2A/5 eða hærra. Eða FIA 8856-2000.
7.2.5 Keppnishanskar og skór skulu vera samkvæmt stöðlum SFI 3.3/5 eða hærra. Eða FIA 8856-2000.

8. Tæknilegur útbúnaður ökutækja
8.1 Götubílaflokkur.
8.1.1 Skráningarskyld bifreið á númerum og með fulla skoðun frá viðurkenndri skoðunarstöð.
8.1.2 Einungis bifreiðar með drif á aftari öxli leyfðir.
8.1.3 Pallbílar og aðrir jeppar yfir 2000 kg að eiginþyngd eru bannaðir.
8.1.4 Tryggingaviðauka frá tryggingarfélagi, eða skriflega yfirlýsingu frá tryggingarfélagi um að hann þurfi ekki.
8.2 Minni götubílaflokkur.
8.2.1 Skráningarskyld bifreið á númerum og með fulla skoðun frá viðurkenndri skoðunarstöð.
8.2.2 Einungis bifreiðar með drif á aftari öxli leyfðir.
8.2.3 Pallbílar og aðrir jeppar yfir 2000 kg að eiginþyngd eru bannaðir.
8.2.4 Tryggingaviðauka frá tryggingarfélagi, eða skriflega yfirlýsingu frá tryggingarfélagi um að hann þurfi ekki.
8.2.5 Útfærsla á vél- og drif búnaði eru frjáls, hámarks afl er 300 hö við hjól samkvæmt viðurkenndri aflmælingu AKÍS.
8.2.6 Ef sterkur grunur reynist að bílar í flokknum séu alfmeiri en 300 hö skal farið með það sem kærumál sem skal úr skorið með viðurkenndri aflmælingu AKÍS.
8.2.7 Allar breytingar á stýrisbúnaði eru leyfðar.
8.2.8 Keppendur mega ekki keyra fleiri en 8 keppnir í flokknum.
8.2.9 Stig í flokknum gilda ekki til Íslandsmeistara, heldur einungis til Bikarmeistara.
8.3 Opinn flokkur.
Reglur um ökutæki í opnum flokki.( ISC-253 Öryggisreglur FIA )
8.3.1 Öryggisbelti skulu vera samkvæmt stöðlum (FIA eða SFI) að lágmarki 3” breið og með lágmark fimm punkta festingum og með stjörnulás eða sambærilegu. sjá myndir að neðan. Mynd 1: Útlit lása á beltum.

8.3.2 Körfustólar skylda í opnum keppnisflokk og af viðurkenndri gerð keppisvara.
8.3.3 Veltibúr er skylda í öllum keppnistækjum samkvæmt reglum FIA.
8.3.4 Lágmarksþykkt á efni í skyldustífur og boga er 45 x 2,5 mm .
8.3.5 Lágmarksþykkt á efni í aukastífur er 38 x 2,5 mm.
8.3.6 Plattar undir búr, mál ca 120 x 120 mm, lágmark 3 mm þykkt.
8.3.7 Alltaf skal reyna að staðsetja platta á síls eða skáp við síls.
8.3.8 Hvern platta skal festa með lágmark þremur 10 mm boltum eða sjóða fast við boddý.
8.3.9 Æskilegt er að smíða veltibúrið eins nálægt toppi bifreiðar og mögulegt er og sjóða veltibúr út í boddý.
8.3.10 Nánari útfærslur á veltibúrum er hægt að finna í Appendix J Hjá FIA (likur á akissíðu)
8.3.11 Einungis ökutæki með drif á aftari öxli leyfð.
8.3.12 Pallbílar og aðrir jeppar yfir 2000 kg eiginþyngd eru bannaðir.
8.3.13 Keppnistæki skal hafa úthlutað skráningarnúmer frá AKÍS varanlega skráð á veltibúr ökutækis vel sýnilegt í ökumannshurð eða op. Varanlegt þýðir höggvið eða soðið.
8.3.14 Engir aukahlutir eru leyfilegir utan á bifreiðinni nema brettaútvíkkanir, þær má skrúfa eða punktsjóða á yfirbygginguna, brettin skulu hylja alla hjólbreiddina.
8.3.15 Ökumannshurð skal vera með hurðarspjaldi eða annari klæðningu, tryggt skal að hurðir á keppnisbílum opnist ekki meðan að bifreiðin er í akstri.
8.3.16 Hlífðarpanna er leyfileg, en hún má ekki standa út fyrir fram eða afturhluta bifreiðarinnar.
8.3.17 Hlífðarpanna er leyfileg, en hún má ekki standa út fyrir fram eða afturhluta bifreiðarinnar.
8.3.18 Framrúða skal vera í bifreiðinni úr lamineruðu öryggisgleri eða óbrjótanlegu plasti og þá lágmark 5 mm, setja skal fínofið net fyrir bílstjórahurð ef rúðan er fjarlægð, leyfilegt er að setja net fyrir framan framrúðu ef það hindrar ekki útsýni ökumanns, æskilegt er að hafa aðrar rúður í bifreiðinni eða óbrjótanlegt plast í þeirra stað, lágmark 2 mm.
8.3.19 Dráttarkrókar skulu vera framan og aftan á bifreiðinni en mega ekki standa út fyrir yfirbyggingu.
8.3.20 Eldveggur milli ökumanns og vélarrýmis skal vera eldtraustur og þéttur.
8.3.21 Púst skal ná út fyrir yfirbyggingu.
8.3.22 Tvö bremsuljós skulu vera staðsett í afturhluta bifreiðar og vera vel sýnileg lágmark 21w.
8.3.23 Baksýnisspegill skal vera inní bifreiðinni, æskilegt er að hafa spegla á hurðum.
8.3.24 Hemlar eru frjálsir og handhemill æskilegur, hemlar skulu standast kröfur skoðunarstöðva, (Aðalskoðun, Athugun..)
8.3.25 Styrking felgu er leyfileg, sumardekk/slikkar.
8.3.26 Staðsetning vélar er frjáls svo framarlega að tryggilega sé frá henni gengið, strokkafjöldi, slagrúmtak, svo og útfærsla vélar er frjáls.
8.3.27 Sé notaður annar en upprunalegur eldsneytisgeymir skal hann skal vera tryggilega festur minnst 30 cm frá úthlið bílsins, útöndun skal ná út fyrir bifreiðina og niður fyrir tank, bensín má ekki leka út, stranglega er bannað að staðsetja eldsneytisgeymi í farþegarými, einstreymisloki skal vera á öndun bensíntanks.
8.3.28 Eldsneytislagnir inní bíl skulu vera heilar og óskemmdar, þær skulu vera úr eir, stáli eða vírofnum slöngum, öll samskeyti á eldsneytislögnum stranglega bönnuð í  farþegarými.
8.3.29 Tegund og stærð rafgeymis er frjáls, hann skal tryggilega festur minnst 30 cm frá hlið/gafl bifreiðar og frá honum gengið að hann leiði ekki út eða leki, staðsetning er frjáls, rafgeymir í farþegarými á að vera þurrgeymir, æskilegt er að rafgeymir sé ekki staðsettur í farþegarými.
8.3.30 Straumrofi er skylda á hverri bifreið,hann skal vera með snerli eða handfangi og greinilega merktur af/á (on/off),straumrofa skal staðsetja fyrir framan framrúðu ökumannsmegin eða á aftasta hluta bifreiðar og skal vera greinilega merktur, straumrofi á að rjúfa allan straum og drepa á bifreiðin. Straumrofinn skal merktur með rauðri eldingu inn í bláum þríhyrning með hvítri brún sem er að minnsta kosti 12 cm langur. (sjá mynd 2)
8.3.31 Heimilt er að loftinntak vélar sé inni í ökumannsrými ef það er búið eldtraustum loftsíum.
Mynd 2: Útlit merkimiða fyrir straumrofa.

8.3.32 Eldsneytisinngjöf skal útbúin með þeim hætti að ef hún aftengist, færist gangur vélar sjálfkrafa í hægagang.

9. Skoðun
9.1 Bifreiðin þarf að standast skoðun skoðunarmanna á staðnum.
9.2 Ekkert keppnistæki má fara á brautina óskoðað.
9.3 Óskráð ökutæki skal hafa úthlutað skráninganúmer frá AKÍS varanlega skráð á veltibúr ökutækis vel sýnilegt í ökumannshurð eða op. Varanlegt þýðir höggvið eða soðið.
9.4 Skoðunarmaður skal skoða ökutæki með hliðsjón af flokkaskráningu og færa viðkomandi ökutæki um flokk eða visa frá keppni uppfylli ökutæki ekki flokka- og öryggisreglur.

10. Æfing
10.1 Allir keppendur þurfa að taka þátt í æfingum en keppnisstjóri getur veitt undanþágu frá æfingum eftir atvik

11. Keppnisfyrirkomulag
11.1 Forkeppni
11.1.1 Tvær umferðir eru keyrðar í forkeppni en keppendur þurfa ekki að nýta báðar, það er betri ferðin telur.
11.1.2 Ef tveir eru með jafnmörg stig eftir forkeppni, raðast sá fyrir ofan sem var með fleiri stig í fyrri umferð forkeppninnar.
11.1.3 Sjá stigagjöf í Viðauka I fyrir dómara.
11.1.4 Ef keppandi fer ekki ferð í forkeppni, dettur hann úr keppni og er ekki talinn með í uppröðun fyrir keppnina sjálfa.
11.1.5 Leiðbeiningar fyrir dómara eru í sér viðauka
11.2 Útsláttarkeppni götubíla- og minni götubílaflokkur
11.2.1 Keppendum er raðað upp eftir stigafjölda úr forkeppni. Nánari útlistun á uppröðun keppenda má sjá í Viðauka I fyrir dómara.
11.2.2 Þegar keppandi kemur að ráslínu skal hann vera með spenntan hjálm á höfði, allar rúður lokaðar (nema rúðunet sé til staðar), topplúgu lokaða, öryggisbelti spennt og tilbúinn til aksturs í braut.
11.2.3 Keppendur stilla sér upp á tilgreindum stað fyrir hverja baráttu svo augljóst sé fyrir áhorfendur, hvaða tveir keppendur séu að keppa.
11.2.4 Keppendur keyra brautina til skiptis, tvær ferðir hvor og byrjar sá sem fékk fleiri stig í forkeppni.
11.2.5 Dómarar skera úr um sigurvegara eftir báðar ferðir keppenda. Baráttan gæti endað með sigri annars hvors eða með jafntefli. Ef um jafntefli er að ræða fara keppendur aftur á viðgerðarsvæði og gera aðra tilraun eftir stutt hlé, svo þeir hafi tíma fyrir dekkjaskipti o.fl. sé þess þörf.
11.2.6 Leiðbeiningar fyrir dómara eru í sér viðauka.
11.3 Útsláttarkeppni opinn flokkur
11.3.1 Keppendum er raðað upp eftir stigafjölda úr forkeppni.
11.3.2 Nánari útlistun á uppröðun keppenda má sjá í Viðauka I fyrir dómara.
11.3.3 Þegar keppandi kemur að ráslínu skal hann vera með spenntan hjálm á höfði, allar rúður lokaðar (nema rúðunet sé til staðar), topplúgu lokaða, öryggisbelti spennt og tilbúinn til aksturs í braut.
11.3.4 Keppendur keyra brautina saman, sá sem er stigahærri úr forkeppni byrjar á að leiða og sá sem var lægri í forkeppni eltir, svo skipta þeir
11.3.5 Dómarar skera úr um sigurvegara eftir báðar ferðir keppenda. Baráttan gæti endað með sigri annars hvors eða með jafntefli. Ef um jafntefli er að ræða fara keppendur aftur á viðgerðarsvæði og gera aðra tilraun eftir stutt hlé, svo þeir hafi tíma fyrir dekkjaskipti o.fl. sé þess þörf.
11.3.6 Keppendur hafa 60 sekúndur til að koma sér að ráslínu eftir að þeir eru kallaðir upp.
11.3.7 Keppendur geta tekið 10 mínútna viðgerðarhlé, einu sinni í hverri keppni. Það er hugsað fyrir viðgerðir. Þetta hlé má eingöngu taka í keppni, ekki í forkeppni. Eingöngu
keppnisstjóri getur leyft viðgerðarhlé og metur hann það í hvert skipti hvort það sé nauðsyn.
11.3.8 Dómarar skrifa stutta útskýringu á blað eftir hverja ferð til stuðnings ákvörðunar sinnar og afhendir keppnisstjóra í lok keppninnar. Skjalfesting er nauðsyn ef upp kemur ágreiningur eða kæra vegna úrslita.
11.3.9 Leiðbeiningar fyrir dómara eru í sér viðauka.

12. Akstur í braut
12.1 Keppandi má aldrei fara af stað án leyfis frá ræsi.
12.2 Sé hætta í braut er rautt flagg sett á loft og ber keppanda að stöðva bíl sinn án tafar og bíða frekari fyrirmæla.
12.3 Ef bifreið bilar, skal keppandi koma henni úr aksturslínu sem fyrst, til að forðast leka á vökvum á braut sem gætu valdið hættu.

13. Annað
13.1 15 km/klst hámarkshraði er á viðgerðarsvæði og milli viðgerðarsvæðis og rásmarks.
13.2 Flögg:
13.2.1 Grænt flagg: Brautin er auð og tilbúin fyrir akstur.
13.2.2 Gult Flagg: Hætta í braut, keyra skal rólega til baka í pitt.
13.2.3 Rautt flagg: Keppni stöðvuð, keppandi skal stöðva bílinn undir eins og bíða frekari fyrirmæla.
13.3 Lágmarksfjöldi keppenda í hverri keppni eru 6 . Ef sá fjöldi næst ekki getur keppnishaldari frestað keppni eða fellt hana niður, allt eftir atvikum.
13.4 Lágmarksfjöldi keppenda í flokk er 3 svo hann gildi til Íslandsmeistara.
13.5 Að lágmarki þurfa vera haldnar þrjár keppnir í Íslandsmóti á keppnisárinu.
13.6 Á meðan keppni stendur yfir má einungis keppandi vera í bifreiðinni.
13.7 Keppandi má hafa með sér tvo aðstoðarmenn inn á svæði og ber á þeim fulla ábyrgð.

14. Stigagjöf til Íslandsmeistara
14.1 Forkeppni
1.sæti 15 stig
2.sæti 12 stig
3.sæti 10 stig
4.sæti 8 stig
5.-6. sæti 6 stig
7.-8. sæti 5 stig
9.-12. sæti 4 stig
13.-16 sæti 3 stig
17.-24 sæti 2 stig
25.-32 sæti 1 stig

14.2 Útsláttarkeppni
1.sæti 100 stig
2.sæti 88 stig
3.sæti 78 stig
4.sæti 69 stig
5.-8. sæti 61 stig
6.-16. sæti 54 stig
17.-32. Sæti 24 stig

15. Kærumál
15.1 Kærur skulu berast til keppnisstjórnar eigi síðar en 30 mín eftir að úrslit eru birt.
15.2 Kærur skulu berast skriflega með kæruefni og undirskrift kæranda.
15.3 Kærugjald er ákvarðað af AKÍS.
15.4 Gæta skal hófs í kæruefnum.
15.5 Keppnisstjórn getur vísað frá kærum teljist kæruefni ekki á rökum reist eða telji hún að ekki hafi verið gætt hófs í kæruefnum.

A. Viðauki I - Fyrirkomulag keppna og æfinga 2017
Leiðbeinandi reglur fyrir akstur í keppnum og æfingum í Drift.
Keppnisráð gefur hér út leiðbeinandi reglur um akstur í keppnum og æfingum í Drift. Tilgangur reglna þessara er að stuðla að öryggi allra sem koma að sportinu.
Skilgreining á keppnis og æfingaakstri
• Akstur þar sem er gerð mæling á betri árangri tveggja eða fleiri aðila telst til keppnisaksturs.
• Akstur þar sem aðilar aka einir án þess að annað ökutæki er í braut og tilgangur aksturs er til að æfa samhæfni við akstur.
• Við framkvæmd sýninga skal ávallt fara eftir lögum um akstursíþróttir 507/2007, reglugerð Ríkislögreglustjóra um akstursíþróttir, reglum AKÍS sem við á sem og þessum leiðbeiningum.
• Einungis einn bíll í einu útá braut í einu ef um götubíla er að ræða.
• Einungis einn bíll í braut ef það er farþegi í bíl.
• Hægt að hafa tvo bila í einu ef póstar eru mannaðir en þá mjög gott bil á milli bíla.
• Má hafa fleiri bíla ef það eru keppnistæki með fullum útbúnaði og er lágmark gott bil á milli (engin kappakstur milli bíla) og póstar séu mannaðir til að leiðbeina ökumönnum ef eitthvað fer úrskeiðis.
• Æfingastjóri/öryggisfulltrúi verður að hafa yfirsýn yfir æfingu.
• Fylgja verður eftir að ökumenn séu með hjálm og beltin spennt allan tímann meðan akstur í
braut fer fram. Það sama á við um farþega.
• Hafa þarf fulla stjórn á áhorfendum og hafa áhorfendasvæði á öruggum stöðum .
• Braut/svæði útekið af öryggisfulltrúa/AKÍS samkvæmt reglum FIA.
• Farþegar þurfa að vera búnir í samræmi við útbúnað ökumanns og stjórnast útbúnaður hans af keppnisreglum, skuli aka tveir eða fleirri bílar í braut saman án góðs bils skulu bæði ökumenn og farþegar vera klæddir líkt og um keppni í opnum flokk sé að ræða, séu farþegar í bíl sem ekið er einum í braut eða tveimur með góðu millibili er nóg fyrir farþega að vera með löglegan hjálm.
Starfsmenn
• Æfingastjóri/öryggisfulltrúi.
• Starfsmenn á pósta.
• Í áberandi vestum.
• Kunnugir flöggum og reglum um þau.
• Kunnugir slökkvitækjum og notkun þeirra.
• Viti hvaða öryggissvæði þeir eiga fylgjast með (frá pósti að næsta ).
• Séu kunnugir öryggisreglum samkvæmt reglum.
• Séu ekki yngri en 18 ára.
Póstar
• Póstar skulu vera samkvæmt reglum FIA.
• Staðsettir með 100-200m millibili á öruggum stað samkvæmt reglum.
• Í augnlínu við hvorn annan.
• Kunnugir flöggum og reglum um þau.
• Fullbúnir af flöggum og slökkvitækjum.
• Á hverjum póst séu flögg (1st gult,rautt og grænt) og slökkvitæki.
Bílar/tæki
• Bifreiðar á númerum með fulla skoðun (engar undanþágur).
• Bifreiðar á númerum séu með virk öryggisbelti.
• Keppnistæki séu með útbúnað samkvæmt reglum.
• Keppnistæki séu skoðuð áður en þeir keyri.
• Keppnistæki séu komnir með búranúmer frá AKÍS.
Ökumenn
• Með gilt ökuskírteini.
• Með keppnistryggingu (á við óskráð tæki).
• Með tryggingaviðauka.
• Með hjálma samkvæmt reglum.
• Með beltin spennt allan tímann á meðan á akstri stendur.
• Séu upplýstir um staðsetningu pósta og þýðingu flagga.

B. Viðauki II - Reglur og leiðbeiningar fyrir Dómara 2017
B.1 Uppröðun keppenda
8 eða færri keppendur eru skráðir í keppni, er hefðbundið 8 manna „tré“ notað í uppröðun.(sjá mynd 3. bls 16)
Ef á milli 9 eða 16 keppendur eru skráðir í keppni, er hefðbundið 16 manna tré notað í uppröðun.(sjá mynd 4. bls 16)
Ef keppendur eru fleiri en 17 er notast við hefðbundið 32 manna tré notað í uppröðun.(sjá mynd 5. bls 16)
Keppnishaldari þarf svo að sjá um að raða keppendum samviskusamlega niður í trén eftir fjölda, vanti uppá keppendur í tré skal raða þeim sem sanngjarnast niður í þau og námunda upp að næstu mögulegu uppröðun. Þannig að sem flestir keppendur fái að aka gegn öðrum en til þægindarauka má nota það að láta efsta ökumann aka „staðfestingarferð“, þar sem hann ekur einn.
B.2 Forkeppni
Stigagjöf í forkeppni:
1. Línu dómari = Hámark 25 stig + Hámark 10 stig fyrir stíl og hraða. Samtals 35 stig.
2. Gráðu dómari = Hámark 25 stig + Hámark 10 stig fyrir stíl og hraða. Samtals 35 stig.
3. Stíl dómari = Hámark 30 stig fyrir stíl.
Alls 100 stig að hámarki. Stig eru gefin í heilum tölum.
* Sjá útskýringar og sundurliðun á hverjum lið neðst í skjali.
B.3 Keppni götubíla og minni götubíla
0 stig fást fyrir ferðina ef:
1. Tvö eða fleiri dekk ökutækis fara út fyrir merkta braut.
2. Bifreið snýst á meðan á akstri í merktri braut stendur.
3. Húdd, skottlok og/eða hurð á faratæki opnast á meðan á akstri í merktri braut stendur.
Línudómari gefur 0 stig fyrir ferð ef eftirfarandi gerist í ferð án vafa:
1. Ökumaður missir „skrið“ og/eða stoppar við akstur í merktri braut.(25 stig sem hann gefur,
hann getur enn gefið auka stigin sín.)
Tveir ökumenn aka hvor fyrir sig tvær ferðir, aðeins annar í braut í einu. Aka þeir í röðinni ABAB
, semsagt til skiptis. Dæma dómararnir þrír öðrum hvorum ökumanninum í vil og er tekin saman
niðurstaða þeirra þriggja.
Mögulegar niðurstöður:
1. Ökumaður A vinnur.
2. Ökumaður B vinnur.
3. Jafntefli og þar með önnur umferð
Ef tveir dómarar eru sammála um að annar hvor ökumaður hafi betur, vinnur sá ökumaður. Annars er
ekin önnur umferð.
B.4 Keppni opinn flokkur
0 stig fást fyrir ferðina ef:
1. Tvö eða fleiri dekk ökutækis fara út fyrir merkta braut.
2. Bifreið snýst á meðan á akstri í merktri braut stendur.
3. Húdd, skottlok og/eða hurð á faratæki opnast á meðan á akstri í merktri braut stendur.
4. Annar hvor ökumaður veldur árekstri sem hefði verið hægt að forðast, eða rekst á keppinaut sinn og veldur breytingu á skriði og/eða hann snýst.
5. Aftari bíll ( sá sem eltir), tekur fram úr fremri bíl (sem leiðir) á óleyfilegan hátt.
6. Annar eða báðir ökumenn missa „skrið“ og/eða stoppa og missa þannig af keppinaut.
Tveir ökumenn aka saman hlið við hlið, annar byrjar á að „Leiða“ og ekur þá á undan fyrri ferð, skipta þeir svo um stöðu og „Fylgir“ eða ekur þá fyrri ökumaðurinn á eftir hinum. Dæma dómararnir þrír öðrum hvorum ökumanninum í vil og er tekin saman niðurstaða þeirra þriggja.
Mögulegar niðurstöður:
1. Ökumaður A vinnur.
2. Ökumaður B vinnur.
3. Jafntefli og þar með önnur umferð
Ef tveir dómarar eru sammála um að annar hvor ökumaður hafi betur, vinnur sá ökumaður. Annars er ekin önnur umferð.
B.5 Árekstar í Opnum flokk
Verði árekstur í keppni í Opnum flokk, dæma dómarar hvort annarhvor ökumaður beri ábyrgð á árekstrinum og hafi annað hvort ökutæki orðið fyrir skemmdum. Hafi annað hvort ökutæki orðið fyrir skemmdum geta báðir ökumenn tekið sér 10 mínútna viðgerðar hlé um leið og árekstur verður.
Dugi 10 mínútur ekki til, getur aðeins sá ökumaður sem dæmdur er ekki ábyrgur fyrir árekstrinum tekið lengra hlé. Hefur sá ökumaður þá viðgerðar hlé þangað til komið er að næstu umferð, sé það lengur en 10 mínútur. Takist ökumanninum og aðstoðarmönnum hans tveimur ( þarna hefur ökumaður leyfi til að kalla til tvo auka aðstoðarmenn, eða fá aðstoð annara aðstoðamanna bjóðist honum það.) ekki að gera bíl sinn ökuhæfann fyrir næstu umferð er þeim ökumanni dæmt í vil úr því einvígi.
Verði árekstur í keppni fyrir Opinn flokk, í fyrri ferð og dæmist þannig að hvorugum ökumanni sé um að kenna, vinnur sá sem fleiri stig í Forkeppninni. Verði árekstur í seinni ferð og hvorugum ökumanni er um að kenna er dæmt út frá niðurstöðu fyrri ferðar.
B.6 Útskýringar og Sundurliðanir á stigagjöf.
B.6.1 Línu dómur = Áður en að keppni hefst, gefur keppnishaldari/keppnisstjóri út þá línu sem keppendur skulu reyna að halda sig við í gegnum brautina. Dómarar gefa svo keppendum frá 0 til 25 stig með tilliti til hversu vel þeim tekst að halda sig við þá línu sem keppnishaldari/keppnisstjóri gáfu út og dómarar samþykkja. Þeir hafa svo auka 0 til 10 stig til að gefa keppendum og geta þá tekið tillit til akstursstíl og hraða keppenda í braut.
B.6.2 Gráðu dómur = Dómarar fylgjast með keppendum alla ferð þeirra í gegnum merkta akstursbraut og gefa keppendum frá 0 til 25 stig með tilliti til hversu mikilli gráðu þeim tekst að halda bílnum í miðað við beina akstursstefnu. Þeir hafa svo auka 0 til 10 stig til að gefa keppendum og geta þá tekið tillit til akstursstíl og hraða keppenda í braut.
B.6.3 Stíl dómur = Stíl dómari getur gefið keppendum frá 0 til 30 stig fyrir sérhverja umferð byggt á akstursstíl viðkomandi keppenda. Hvernig keppandi byrjar skrik, nálægð hans við keilur og/eða aðra hluta brautar sem ætlast er til að keppandi sé nálægt. Þetta á einnig við aðra keppendur sé ökumaður að aka í opnum flokk. Þar að auki telst það allt ökumanni til tekna sem dómara finnst sýna persónulegan stíl keppenda.

Mynd 3: 8 keppenda útsláttartré.
Mynd 4: 16 keppenda útsláttartré.
Mynd 5: 32 keppenda útsláttartrér.
« Last Edit: November 10, 2017, 12:25:03 by SPRSNK »