Author Topic: AKÍS - flokkar í kvartmílu  (Read 8481 times)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
AKÍS - flokkar í kvartmílu
« on: November 09, 2017, 01:14:07 »
AKÍS

Íslandsmót í kvartmílu
Flokkaskipting

Bracket flokkur - kennitími / lágmarkstími 12,00 sek / hámarkstími 18,00 sek

SS flokkur - lágmarkstími 12,99 sek
ST flokkur - lágmarkstími11,49 sek
TS flokkur - lágmarkstími 9,99 sek
HS flokkur - lágmarkstími 8,49 sek / hámarkshraði 160 mph / lágmarksþyngd 1.350 kg.
NL flokkur -

RS flokkur - lágmarkstími 11,49 sek
OS flokkur - besti timi 9,631 sek
GT flokkur - besti timi 11,223 sek
MC flokkur - besti tími 11,613 sek
MS flokkur - besti tími 11,338 sek
SE flokkur - besti tími 10,145 sek
GF flokkur - besti tími  9,14 sek
LS flokkur - besti tími 10,059 sek

DS flokkur - besti tími 5,57 sek (1/8míla)
OF flokkur - kennitími (1/8míla)
« Last Edit: December 05, 2017, 06:39:32 by SPRSNK »

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: AKÍS - flokkar í kvartmílu
« Reply #1 on: November 09, 2017, 01:15:22 »
Bracket flokkur (BR)    

Þessi flokkur er hugsaður fyrir bíla sem keyra á 12 sekúndum og hægar, keppendur velja sér kennitíma eftir  tímatökur.    

Dæmi: bíll A fer þrjár tímatökuferðir 14.35, 14.39 og 14.44 og velur sér t.d 14.38 sem kennitíma (tími sem tæki A  má ekki fara undir í keppni). Tæki B fer 12.33, 12.40 og 12.37 og velur sér t.d 12.38 sem kennitíma.    

Tæki A fær þá 2 sekúndu forskot á ljósunum á tæki B, Ef ökumaður fer undir kennitíma "breakout" þá tapar  viðkomandi ferðinni, ef báðir fara undir kennitíma þá vinnur sá sem fór minna undir kennitíma.

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: AKÍS - flokkar í kvartmílu
« Reply #2 on: November 09, 2017, 01:16:13 »
Street flokkur (ST)   

11.49 sekúndu limit er í flokknum. 

Númeraskylda er í flokknum 

Hjálpartæki:  Throttle stop og álíka búnaður bannaður
« Last Edit: November 09, 2017, 01:22:33 by SPRSNK »

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: AKÍS - flokkar í kvartmílu
« Reply #3 on: November 09, 2017, 01:16:54 »
True Street flokkur (TS)     

9.99 sekúndu limit er í flokknum. 

Númeraskylda er í flokknum 

Hjálpartæki:  Throttle stop og álíka búnaður bannaður
« Last Edit: November 09, 2017, 01:22:45 by SPRSNK »

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: AKÍS - flokkar í kvartmílu
« Reply #4 on: November 09, 2017, 01:18:31 »
Heavy Street flokkur (HS)     

Full body bílar eingöngu, 1350Kg lágmarksþyngd.     

Allur bifreiðarskoðunarbúnaður skylda fyrir utan,dekk,púst og miðstöð, ekki númeraskylda.

8.49 sekúndu eða  160mph limit er í flokkum. 
« Last Edit: November 09, 2017, 01:22:17 by SPRSNK »

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: AKÍS - flokkar í kvartmílu
« Reply #5 on: November 09, 2017, 01:19:27 »
Door Slammer flokkur (DS)

Keyrður 1/8 Pro Tree fyrir „door slammer“ bíla.

Allar tjúnningar og breytingar leyfðar.     

DS er keyrður í hreinum útslætti (einungis þarf eina ferð til að vinna) 
« Last Edit: November 09, 2017, 01:23:08 by SPRSNK »

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: AKÍS - flokkar í kvartmílu
« Reply #6 on: November 09, 2017, 01:20:51 »
Limited Street flokkur (LS)     
     
1. Flokkur fyrir bíla með drif á einum öxli.     
2. Allir aflaukar bannaðir.     
3. Leyfilegt eldsneyti er allt bensín, etanól, methanol,  E­85 og Alcohol, nitromethane bannað.     
4. Slikkar leyfðir, max hæð 30", max breidd 10.50"  „W" slikkar bannaðir.     
5. Virkur ljósabúnaður skylda.     
6. Bílar með mótora 400cid og undir skulu vera 1150kg að lágmarki með ökumanni.     
Bílar með mótora 400­500cid skulu vera 1300kg að lágmarki með ökumanni.     
Bílar með mótora 500­600cid skulu vera 1450kg að lágmarki með ökumanni.     
Bílar með mótora 600cid og yfir skulu vera 1600kg að lágmarki með ökumanni.
« Last Edit: November 09, 2017, 01:23:54 by SPRSNK »

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: AKÍS - flokkar í kvartmílu
« Reply #7 on: November 09, 2017, 01:26:32 »
Opinn flokkur (OF)   

Kennitími er valinn með því að slagrými vélar (cid) er deilt í heildarþyngd ökutækis (USA­pund, 454gr.=1pund)  pund á rúmtommu.    Miðað er við meðaltal út frá tölum sem birtast í National Dragster.   
Meðaltalslína er notuð til ákvörðunar á kennitíma. Sjá línurit.   

Dæmi:
a)1760 pund(784kg.) grind með 360cid vél. 1760:360 = 4,8pund/cid.Kennitími:7,65 sek
b)3200  pund(1454kg.)bíll með 427cid vél 3200:427 = 7,5pund/cid. Kennitími 8,45 sek   

1. Allar vélar og tjúnningar leyfðar. Tjúnning breytir ekki kennitíma. 
2. Allir gírkassar og skiptingar leyfðir. 
3. Bensín og alkóhól leyft. 
4. Nitro leyft. 
5. Allar breytingar leyfðar. 
6. Ef ökutæki séu með hærra hlutfall en 10 pund/cid fær ökutæki kennitímann 9.00 sek 
7. Um öryggisatriði sjá reglur um spyrnukeppnir. 
8. OF­línuritið verði uppfært árlega miðað við tölur í Competition. (eins og var) þannig að meðaltalslínan miðast  við nýjustu tölur ásamt því að miðað verði við flokkana Econo Dragster og Altered.
9. Skuli ökutæki fara niður fyrir kennitímann sinn lækkar kennitíminn í samræmi við það sem að gerist í COMP  (Competition) flokknum
10. OF er keyrður í hreinum útslætti (einungis þarf eina ferð til að vinna) 
11. Keppendum eru gefin stig og raðað upp í keppni eftir hversu langt hann er frá indexi
 

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: AKÍS - flokkar í kvartmílu
« Reply #8 on: November 09, 2017, 01:32:41 »
Rally Sport flokkur (RS)

11,49 sekúndu lágmarkstími er í flokknum. 

FLOKKSLÝSING     

RS (Rally Sport): ​
Flokkur fyrir bíla með 3 til 6 strokka véla og slagrúmtak upp að 4500cc.  Ef Bílar eru með forþjöppu, nitro eða Wankel vél þá uppreiknast slagrúmtak sjá í vélarkafla.  Einn aflauki leyfður.  Flokkurinn takmarkast við að bílar fari ekki niður fyrir tímann 11.49 sek  Allir bílar verða að vera á númerum og með löglega skoðun.     

VÉL  Aðeins má nota vélar sem voru í boði í því boddíi sem nota á. (T.d. má aðeins nota vélar úr Golf MK2 í Golf  MK2) Setja má forþjöppur á bíla sem ekki koma original með forþjöppur.  Ef bílar eru með forþjöppu eða nitro uppreiknast slagrúmtak með 1,7 s.s. 2500cc*1,7=4250cc ef um Wankel vél  er að ræða þá uppreiknast slagrúmtak með 2,2 s.s. 1300cc*2,2=2860cc og ef um er að ræða Wankel með  forjöppu eða nitro þá uppreiknast slagrúmtak með 3,74 s.s. 1100cc*3,74= 4114cc.     

Bensíntankur verður að vera original eða eins og original. Ef ekki er upprunalegur tankur notaður verður sá sem  notaður er að líta eins út, taka sama magn og vera í sömu festingum og sá upprunalegi.     

Eldsneyti  Aðeins það eldsneyti sem að er í almennri dreifingu á eldsneytisútsölustöðum á Íslandi. Bensínbætiefni bönnuð.     

Púströr skulu ná útfyrir yfirbyggingu bíls. Sverleiki á rörum má ekki vera meiri en 4" (10,16cm) á einföldu kerfi og  3" (7,62cm) á tvöföldu kerfi. Pústkerfi skal þó smíðað þannig að það sé hægt að fara með það beint úr keppni á  viðurkennda skoðunarstöð og það fái fulla skoðun.     

Hljóðkútar verða að vera til staðar og skoðun verður að fást á þá hjá viðurkennFdri skoðunarstöð. Aðeins  fjöldaframleiddir hljóðkútar leyfðir.     

Fjöðrun - Fjöðrum og fjaðrakerfi má ekki breyta frá original í neinum bíl. Fjöðrunarkerfi verður að vera eins og hver tegund  og gerð kom með frá verksmiðju. Þetta á við bæði um fram og afturfjöðrun. Staðsetning fjöðrunarkerfis og  festinga verður að vera sú sama og var frá verksmiðju á hverri tegund og gerð. Breyta má stífleika fjaðra, gorma  vindustanga o.s.frv. Ekki má nota einblöðung sem afturfjöðrun.     

Búkkar  Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir. Bannað er að nota annað en original "four link" eða "ladder link", nema að  bíllinn hafi komið upprunalega með svoleiðis búnaði frá framleiðanda. Ekki má klippa úr yfirbyggingu til að koma  búkkum fyrir.   
 
Yfirbygging  Yfirbygging verður að vera eins og original hvað efni, stærð og útlit varðar. Setja má þó á vængi og vindskeiðar  sem seldar eru á almennum markaði og smíðaðar eru fyrir viðkomandi bíl. Einnig er leyfilegt að setja aukaopnun  (cowl induction) á vélarhlíf     

Innrétting  Allir bílar verða að vera með upprunalegri innréttingu þmt teppi stóla klæðning osf… Skipta má út framstólum  fyrir keppnistóla(mælt er með að það sé gert) sem verða að vera í upprunalegri staðsetningu. Aftursæti má  fjarlægja til að koma fyrir veltiboga, en ganga verður snyrtilega frá því gati sem myndast milli ökumannsrýmis og  farangursrýmis.     Felgur  Allar gerðir af felgum leyfðar, mega þó ekki vera minni en 13" nema að bíllinn hafi komið original á þeim frá  verksmiðju. Felgur mega ekki ná út fyrir yfirbyggingu bíls.     

Dekk  Bílar með drifi að framan mega nota slikka. Bílar með drifi að aftan mega nota “DOT” merkta götuslikka.  Fjórhjóladrifsbílar mega aðeins nota venjuleg götudekk. Öll "soft compound" dekk hvort sem það eru slikkar eða  götuslikkar, "radial" eða "diagonal" eru bönnuð á bílum með drifi á öllum hjólum. Dekk mega aldrei standa út fyrir  yfirbyggingu bíls.     

Ökumaður skal sitja í ökumannssæti sem er í sömu staðsetningu og orginal.     

Hjálpartæki  Öll hjápartæki til að aðstoða ökumann við brautarræsingu eru bönnuð.
« Last Edit: December 05, 2017, 05:09:11 by SPRSNK »

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: AKÍS - flokkar í kvartmílu
« Reply #9 on: November 09, 2017, 01:37:28 »
Ofur Sport flokkur (OS)     

FLOKKSLÝSING 

OS (Ofur Sport) Flokkur fyrir bíla með 3­ til 6 strokka vélar. Bílar sem eru á númerum skulu vera löglegir til  götuaksturs með rétta skoðun. Allur búnaður bílsins í keppni skal standast skoðun að undanskyldum dekkjum og  pústkerfi. Leyft er að sleppa númerinu en þá verður keppnisstjórn að taka út öryggismat á bílnum fyrir hverja  keppni og einnig allavega einu sinni af löggildri umferðastofa það keppnisár þá fyrir fyrstu keppni sem faratæki er  skráð í. Ræst skal á jöfnu með "full tree" Merking: OS/númer. Einungis skal vikta sigurvegara eftir hvern  keppnisdag.     

Lágmarks leyfð eigin þyngd (bíll og ökumaður) 
FWD Þyngdir án power adders
FWD (minni en 1750cc) 770kg
FWD (stærri en 1750cc og minni en 2300cc)  830kg
FWD (stærri en 2300cc og minni en 2850cc) 900kg
FWD (stærri en 2850cc ) 960kg 

FWD þyngdir með power adders
FWD (minni en 1750cc) 860kg
FWD (stærri en 1750cc og minni en 2300cc)  930kg
FWD (stærri en 2300cc og minni en 2850cc) 1000kg
FWD (stærri en 2850cc ) 1070kg 

AWD/RWD þyngdir án power adders
AWD/RWD (minna en 2300cc) 920kg
AWD/RWD (stærri en 2300cc og  minni en 2850cc eða 2 rotors) 990kg
AWD/RWD (stærri en 2850cc) 1050kg 

AWD/RWD Þyngdir með power adders
AWD/RWD (minna en 2300cc) 1030kg
AWD/RWD (stærri en 2300cc og  minni en 2850cc eða 2 rotors) 1100kg
AWD/RWD (stærri en 2850cc) 1170kg     

VÉL Frjálst val um fjöldaframleiddar fjórgengisvélar með 3­6 cylindra eða rotary vélar með 2 brunahólf. Allar tjúningar  leyfðar. Hámark ein vél í hverjum bíl. Vél skal þó vera á OEM/upprunalegum stað í bílnum (leyfilegt að færa og  snúa vél en hún skal vera undir upprunalegri vélarhlíf).
     
ÚTBLÁSTURSKERFI  Frjálst val. Útblæstri skal beina frá vagni, dekkjum.     

DRIFRÁS  Nota má hvaða afturás sem er. Sérsmíðaðir öxlar æskilegir og skylda ef notaðar eru spólulæsingar.  Öxulfestingar út við hjól æskilegar.     

GRIND  Verður að vera bílgrind og eiga við viðkomandi ökutæki. Skal vera með OEM/upprunnalegt gólf og eldvegg,  styrkingar má setja hvar á grind sem er. Fyrir framan hvalbak má breyta grind til að koma stærri dekkjum að.  Breyta má grind að aftan til að koma stærri dekkjum fyrir osf     

HÆÐ YFIR JÖRÐU  Minnsta hæð frá jörðu má ekki vera minni en 3"(7,62cm). Undanskilið er pústkerfi og olíupanna.     

HJÓLBARÐAR  Skulu vera fjöldaframleidd bíldekk sem seld eru almenningi, ætluð hvort sem er til vegaaksturs eða utanvegar.  Bannað er að fjarlægja merkingar á dekkjum.     

FELGUR  Allar gerðir af felgum fyrir bíla leyfðar, nema teina og mótorhjólafelgur. Minnsta felgustærð er 13"     

KLÆÐNING  Mælaborð skal vera upprunalegt eða eins og upprunalegt og á upprunalegum stað. Breyta má og bæta við  mælum að vild. Aftursæti má fjarlægja en loka verður snyrtilega gati því sem það skilur eftir sig. Skylda er að  hafa eldvegg úr amk. 0,8mm stáli eða úr 1,2mm áli, milli farþega og farangursrýmis ef aftursæti hefur verið  fjarlægt. Breyta má hurðaspjöldum en þau verða að hylja amk sama flöt og upprunaleg.     

YFIRBYGGING  Upprunalegt útlit verður að haldast. Þó má setja á brettakanta, lækka topp osf. Trefjaplast yfirbyggingar leyfðar.  Nota má plast bretti, vélarhlíf, hurðir eða heilar samstæður.     

BRETTI  Öll bretti skulu vera til staðar. Nota má plast bretti. Hjólskálum að aftan má breyta að vild ss. Til að koma undir  stærri dekkjum, þú verða allar breytingar að vera unnar úr sambærilegum efnum og upprunalega.     

HVALBAKUR  Hvalbakur skylda og skal vera upprunalegur eða líta eins út og vera úr samskonar efnum með sömu efnisþykkt.  Hvalbakur verður að vera á upprunalegum stað. Breyta má hvalbak vegna vélaskipta og verður það þá að vera  gert úr sambærilegum efnum og upprunalega og skal hann líta út sem næst hinum upprunalega.     

GÓLF  Upprunalegt gólf eða úr sambærilegum efnum skylda. Bannað er að hækka gólf. Lækka má gólf svo framarlega  sem ekki er farið niður fyrir lágmarks hæð og útsýni ökumanns raskast ekki. Breyta má gólfi að aftan til að koma  fyrir stærri dekkjum o.s.frv. Öll nýsmíði verður að vera úr samskonar efnum og upprunalegt var.     

GÖTUBÚNAÐUR Öll lögbundin ljós skulu vera virk ef bíll er á númerum, fjarlægja má ljós fyrir utan afturljós fyrir bremsur ef bíl er  númeralaus. Götubúnaður skal vera til staðar og vera virkur. Sleppa má miðstöð og loftkælingu. Sleppa má  þurrkum ef bíllinn er númeralaus.     

RAFGEYMAR  Mest tveir rafgeymar leyfðir. Mega vera sýru og/eða þurrgeymar. Ef sýrugeymir er staðsettur í ökumannsrými  skal hann vera í viðurkenndum, loftþéttum kassa með öndun út fyrir ökumannsrými. Rafgeymar skulu vera vel  festir     

HÖFUÐROFI  Höfuðrofi er skylda í öllum bílum sem hafa rafgeymi á öðrum stað en upprunalega, æskilegur annars.

STAÐSETNING ÖKUMANNS  Ökumaður skal staðsettur í ökumanns sæti sem fest er á þann stað sem gert var ráð fyrir frá framleiðanda  viðkomandi ökutækis. 

« Last Edit: November 13, 2017, 14:45:24 by SPRSNK »

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: AKÍS - flokkar í kvartmílu
« Reply #10 on: November 09, 2017, 01:42:33 »
Gran Turismo flokkur (GT)     

Flokkslýsing     

GT (Gran Turismo) :​  Flokkur fyrir bíla með 6 til 12 strokka véla og slagrúmtak yfir 4500cc.  Ef Bílar eru með forþjöppu, nitro eða Wankel vél þá uppreiknast slagrúmtak sjá í vélarkafla. 
Einn aflauki leyfður.  Allir bílar verða að vera á númerum og með löglega skoðun. 
Ræst skal á jöfnu með “full tree” 
Merking: GT/númer     

Vél  Aðeins má nota vélar sem voru í boði í því boddíi sem nota á. Verður að vera samskonar blokk og kom í bílnum  upprunaleg frá verksmiðju (T.d. má aðeins nota vélar úr 4 gen Camaro í 4. gen Camaro) Setja má forþjöppur á  bíla sem ekki koma original með forþjöppur.  Ef bílar eru með forþjöppu uppreiknast slagrúmtak með 1,7 s.s. 2500cc*1,7=4250cc.  Ef um Wankel vél er að ræða þá uppreiknast slagrúmtak með 2,2 s.s. 1300cc*2,2=2860cc.  Ef um er að ræða Wankel með forjöppu þá uppreiknast slagrúmtak með 3,74 s.s. 1100cc*3,74= 4114cc.  Setja má forþjöppur á vélar sem ekki voru með forþjöppu original.     

Blokk:  Aðeins má nota blokk sem voru í boði í því boddíi sem nota á. (T.d. má aðeins nota blokk úr 4 gen Camaro í 4  gen Camaro)     

Olíudæla:  "Dry sump" olíudælur eru bannaðar nema að viðkomandi bíll hafi verið fáanlegur með slíkri dælu frá verksmiðju.     

ELDSNEYTISKERFI     
Soggrein:  Frjáls val er á soggrein, þó verður hún að komast undir vélarhlíf.   

Bensíntankur:  Bensíntankur verður að vera original eða eins og original. Ef ekki er upprunalegur tankur notaður verður sá sem  notaður er að líta eins út, taka sama magn og vera í sömu festingum og sá upprunalegi. Bensínleiðslur verða að  vera teknar út úr tankinum á upprunalegum stað. "sump" er bannað.     

Eldsneyti:  Aðeins það eldsneyti sem að er í almennri dreifingu á eldsneytisútsölustöðum á Íslandi.. Bensínbætiefni bönnuð.

ÚTBLÁSTURSKERFI     
Pústflækjur:  Pústflækjur leyfðar, þó má ekki klippa úr yfirbyggingu til að koma þeim fyrir.
     
Púströr:  Púströr skulu ná útfyrir yfirbyggingu bíls. Annars er sverleiki og lögun frjáls. Pústkerfi skal þó smíðað þannig að  það sé hægt að fara með það beint úr keppni á viðurkennda skoðunarstöð og það fái fulla skoðun.     
Hljóðkútar:  Hljóðkútar verða að vera til staðar og skoðun verður að fást á þá hjá viðurkenndri skoðunarstöð.     

DRIFRÁS:     
Drif:  Rafsoðin drif bönnuð, spólulæsingar bannaðar.     

BÚKKAR & FJÖÐRUN     
Fjöðrun:  Fjöðrum og fjaðrarkerfi má ekki breyta frá original í neinum bíl. Fjöðrunakerfi verður að vera eins og hver tegund  og gerð kom með frá verksmiðju. Þetta á við bæði um fram og afturfjöðrun. Staðsetning fjöðrunarkerfis og  festinga verður að vera sú sama og var frá verksmiðju á hverri tegund og gerð.Breyta má stífleika fjaðra, gorma  vindustanga o.s.frv.     Búkkar:  Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir. Bannað er að nota annað en original "four link" eða "ladder link". Ekki má  klippa úr yfirbyggingu til að koma búkkum fyrir.     

YFIRBYGGING     
Yfirbygging:  Yfirbygging verður að vera eins og original hvað efni, stærð og útlit varðar. Setja má þó á vængi og vindskeiðar  sem seldar og smíðaðar eru fyrir viðkomandi bíl. Einnig er leyfilegt að setja aukaopnun (cowl induction) á  vélarhlíf "cowl induction" má þó aldrei vera hærra en 4" (10,16cm). Vélarhlíf má vera úr öðru efni en yfirbygging  ökutækis.     Innrétting:  Allir bílar verða að vera með upprunalegri innréttingu þ.m.t. teppi stóla klæðning osf… Skipta má út framstólum  fyrir keppnistóla sem verða að vera í upprunalegri staðsetningu. Aftursæti má fjarlægja til að koma fyrir veltiboga,  en ganga verður snyrtilega frá því gati sem myndast milli ökumannsrýmis og farangursrýmis.     

DEKK & FELGUR
Felgur:  Allar gerðir af felgum leyfðar, mega þó ekki vera minni en 13" nema að bíllinn hafi komið original á þeim frá  verksmiðju. Felgur mega ekki ná út fyrir yfirbyggingu bíls.     

Dekk:  Allar tegundir dekkja leyfðar fyrir bíla með afturdrif þar á meðal slikkar sem mega þó ekki fara upp fyrir 28" á hæð  og 9" á breidd. Bílar með drifi að framan mega nota slikka. Bílar með drifi á öllum hjólum mega eingöngu nota  radial dekk, en er þó leyft að nota radial götuslikka. Dekk mega aldrei standa út fyrir yfirbyggingu bíls.     

ÖKUMAÐUR     
Ökumaður:  Ökumaður skal sitja í ökumannssæti sem er í sömu staðsetningu og orginal,     
Hjálpartæki:  Öll hjápartæki til að aðstoða ökumann við brautarræsingu eru bönnuð. 
« Last Edit: November 13, 2017, 14:46:05 by SPRSNK »

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: AKÍS - flokkar í kvartmílu
« Reply #11 on: November 09, 2017, 01:46:57 »
Muscle Car flokkur (MC)     

FLOKKSLÝSING 
MC (Muscle Car) Flokkur fyrir bíla framleidda í USA fyrir 1986 (árgerð 1985 og eldra) sem eru á númerum með  óbreytta yfirbyggingu með öllum löglegum götubúnaði virkum. Ræst skal á jöfnu "full tree". Öll keppnistæki skulu  geta ekið amk 10km þolakstur fyrir hverja keppni (ákvarðast af keppnisstjóra hverju sinni). Þeir keppendur sem  ekki ná að ljúka þessu detta úr keppni.     

VÉL     
Blokk  Vélarblokk verður að vera úr sama málmi og upphafleg blokk sem var í viðkomandi árgerð af ökutæki sem notað  er.     

Vél  Verður að vera fjöldaframleidd bílvél.  Skipta má frá 6 strokka yfir í átta strokka, og frá "big block" yfir í "small  block" eða öfugt, svo framarlega sem ekki sé sett önnur tegund af vél en sem var fáanleg í viðkomandi ökutæki.  Færa má vélar milli árgerða. Hámark slagrúmtaks er 515 rúmtommur (cid)     

Ventlalok  Eina krafan um ventlalok er að þau þétti, séu lekafrí og komist undir orginal vélarhlíf.     

Tímagír  Aðeins tímakeðjur og hjól eru leyfð. Mega þó vera úr stáli, tvöföld og "roller" gerð. Reimdrif, gírdrif osf sem er  ekki eins og framleitt var með upphaflega(not OEM type) bannað.     

Olíukerfi  "Dry sump" olíukerfi bönnuð.

ELDSNEYTISKERFI     

Soggrein  Beinar Innspýtingar eru bannaðar, nema að þær hafi verið fáanlegar á þeirri vél þeirrar árgerðar sem viðkomandi  ökutæki er.  Forþjöppur bannaðar. Nitro gas N2O bannað. Soggrein og blöndungur skulu passa undir vélarhlíf.     

Bensíntankur  Bensíntankur verður að vera original eða eins og original. Ef ekki er upprunalegur tankur til staðar verður sá sem  fyrir hann er að líta eins út, taka sama magn, og vera í sömu festingum, og sá upprunalegi. Bensínleiðslur verða  að vera teknar út úr tankinum á upprunalegum stað. "Sump" er bannað.     

Lofthreinsari  Lofthreinsari skal passa undir vélarhlíf     

Eldsneyti  Aðeins bensín sem hægt er að kaupa af dælu á bensínstöð leyft. Öll almenn bensínbætiefni leyfð.     

KVEIKIKERFI     
Kveikja  Hámark má nota eina kveikju, og skal hún vera annað hvort rafeinda eða platínu. Magnetu kveikjur og "Crank  trigger" er bannað. Útslátt og önnur hjápartæki má nota, þó ekki seinkara, biðbox eða önnur tæki sem hjálpa við  brautarstart.  Ekki má breyta staðsetningu á kveikju frá original.       

ÚTBLÁSTURSKERFI     
Pústkerfi skulu ná út fyrir yfirbyggingu bíls svo að hægt verði að fá á þau skoðun. Sverleiki röra má ekki fara yfir  2,5" að innanmáli. H­pípa er leyfð. Hámark tvöfalt kerfi     

GÍRKASSI     
Gírkassi verður að vera fjöldaframleiddur og fengist í viðkomandi ökutæki     
Kúplingshús  Sprengihelt kúplingshús samkvæmt staðli æskilegt.     
Kúpling  Fjöldiska kúplingar eru þó bannaðar.     
Sjálfskipting  Nota má hvaða tveggja eða þriggja þrepa sjálfskiptingu sem er. Fjögurra þrepa skiptingar eru bannaðar nema að  þær hafi verið framleiddar fyrir viðkomandi bíl og vélartegund Nota má "trans pack" eða "manual" ventlabox í  sjálfskiptingar. "Trans brake" er bannað.     

DRIFRÁS     
Drif  Bannað er að nota spólulæsingar, soðin eða steypt mismunadrif eru bönnuð.     

Fjöðrun  Fjöðrun og fjaðrakerfi má ekki breyta frá original í neinum bíl.     

Búkkar  Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir. Bannað er að nota "four link" eða "ladder link" Ekki má klippa úr yfirbyggingu  til að koma búkkum fyrir.     

Yfirbygging 
Yfirbyggingu má ekki breyta á nokkurn hátt frá upprunalegri smíði frá verksmiðju. Allar breytingar á hjólskálum og  innribrettum bannaðar.     

Innrétting 
Allir bílar verða að vera með upprunalegri innréttingu eða eins og upprunalegri innréttingu. Bannað er að  fjarlægja eða færa til nokkurn hluta innréttingar þar með talið teppi. Klæða má innréttingu að vild og breyta  þannig að hún ekki léttist. Gólfteppi verður að vera á öllu gólfi bíls eða eins og kom frá framleiðanda. Skipta má  út framstólum fyrir keppnisstóla sem þó þurfa að vera í original staðsetningu. Taka má burt stokk milli framsæta  eða hluta hans til að koma fyrir skipti. Aftursæti má fjarlægja til að koma fyrir veltiboga. Ganga verður snyrtilega  frá opinu sem myndast þegar hlutar innréttingar eru fjarlægðir.     

RÚÐUR  Allar rúður verða að vera úr gleri eins og upprunalega. Allar rúður skulu annars vera úr öryggis gleri.     

Grind  Allar breytingar á grind eru bannaðar. Þó er leyfilegt að styrkja grindur.       

DEKK     
Dekk  Allir hjólbarðar verða að vera "DOT" merktir. Hámarks hæð hjólbarða má ekki vera meiri en 28". Öll dekk þar  sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð. Slikkar bannaðir. Öll dekk sem merkt eru "Soft  Compound" (götuslikkar) hvort sem það eru Radial eða Diagonal bönnuð. Öll diagonal dekk verða að vera  minnst 6 strigalaga. Ofangreint gildir líka um framdekk.  Dekk mega ekki standa út fyrir yfirbyggingu. 
« Last Edit: November 13, 2017, 14:46:22 by SPRSNK »

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: AKÍS - flokkar í kvartmílu
« Reply #12 on: November 09, 2017, 01:50:38 »
Götubílaflokkur (SE) 

FLOKKALÝSING  Flokkur fyrir bíla framleidda í USA fyrir 1986 (árgerð 1985 og eldra) sem keyrðir eru á götum,með fulla skoðun og  löglegir skv. Íslenskum lögum og tilbúnir til skoðunar í löglegri skoðunarstöð. Keppnistæki skulu auðkennd með:  SE/ og númeri ökumanns. Eftirfarandi Þyngdartakmörk eru í flokknum: Ökutæki með vélarstærð að 415 cid,  skulu vera lágmark 1350kg. Ökutæki með vélarstærð yfir 415 cid, skulu vera lágmark 1550kg. Hámarks  vélarstærð 515 cid.     

VÉL  Skal vera bílvél.

ÚTBLÁSTURSKERFI  Útblásturskerfi verður að vera til staðar í bílum í keppni samkvæmt reglum um gerð og búnað ökutækja á Íslandi.  Kerfið má ekki beinast að vagni eða dekkjum , og vera tilbúið til skoðunar hjá viðurkenndri skoðunar stöð hvenær  sem þurfa þykir. Hámarks sverleiki röra er 4".     

ELDSNEYTISKERFI  Fjarlæga má upprunalegan eldsneytistank. Ef það er gert verður að nota viðkennda eldsneytis sellu (fuel cell).  Og verður hún að vera loftræst út fyrir yfirbyggingu ökutækis. Ef eldsneytis sella er notuð verður að gera eldvegg  milli farangursrýmis og ökumannsklefa úr áli eða stáli. Einnig verður rafgeymir sem staðsettur er hjá  eldsneytissellu að vera í kassa og einangraður frá sellunni. Leggja má nýar eldsneytisleiðslur og nota má þann  sverleika sem þurfa þykir. Ef eldsneytisleiðslur eru aðrar en upprunalegar skulu þær vera vírofnar eða úr málmi.  Gera má þró (sump) í eldsneytistank.     

ELDSNEYTI  Nítró gas N2O (glaðloft), nitromethane og alkohól bannað.     

VÖKVAYFIRFALL  Vökvayfirfalls tankur er skylda á öllum keppnisbílum og verður minnst að taka ½ lítra.     

FORÞJÖPPUR  Bannaðar nema að þær hafi komið á bílnum frá framleiðanda eða með samþykki hans frá umboði. Sé svo þarf  viðkomandi forþjappa hvort sem um er að ræða kefla eða afgasforþjöppu að vera sömu gerðar og stærðar og sú  upprunalega, en þarf ekki að vera frá sama framleiðanda.     

INNGJÖF  Skal stjórnast af ökumanni og má enginn búnaður hvorki rafmagns, loft, vökva eða annar hafa áhrif á stjórnun  inngjafar.     

BREMSUR OG FJÖÐRUN     

STÝRI  Aðeins venjuleg fjöldaframleidd stýri leyfð. Minnsta stærð á stýrishjóli er 13" (33,02cm). Breyta má frá  "power"stýri yfir í "manual" og öfugt. Ef breytt er frá stýrisvél (snigill og sektor) yfir í tannstöng verður að nota  tannstangarstýri sem gert er fyrir viðkomandi bíl, þyngd, stýrisgang og hjólbarða.     

FJÖÐRUN  Ekki má breyta frá fjaðrablöðum yfir í gorma eða vindustangir eða öfugt, þar sem það er ekki upprunalegt. Breyta  má stífleika fjöðrunar með því að taka úr blöð, gorma, vindustangir og setja mýkri/stífari samskonar í staðin.  Sambyggðir gormahöggdeyfar bannaðir nema að þeir hafi komið upprunalega í viðkomandi bíl. Einn virkur  höggdeyfir verður að vera á hvert fjaðrandi hjól amk.     

GRIND     
STUÐARAR  Stuðarar upprunalegir eða eins og upprunalegir skylda. Séu notaðir plast stuðarar skulu þeir líta út eins og  upprunalegir     
GRIND  Grind skal vera upprunalegeða eins og upprunaleg og þá úr eins efnum. Styrkingar á grind leyfðar. Tengja má  grindarbita saman til að hindra að bíllinn snúi upp á sig. Bannað er að breyta grind á nokkurn hátt.   
 
HÆÐ FRÁ JÖRÐU  Minnsta hæð frá jörðu er 3" (7,62cm) frá fremsta punkti bíls að punkti 12"(30.48cm) aftan við miðlínu framhjóla.  Síðan 2"(5,08cm) fyrir það sem eftir er af bílnum nema olíupanna og flækjur.     

HJÓLBARÐAR OG FELGUR     
HJÓLBARÐAR  Öll viðurkennd götudekk leyfð sem eru með löglegan stimpil það er DOT eða sambærilegan sem viðurkenndur er  af skoðunarstöðum og tæknimönnum KK. Stærð dekkja má ekki vera meiri en 30 X 12,5.     

INNRÉTTING  Allir bílar verða að vera með upprunalegri innréttingu eða eins og upprunalegri innréttingu. Bannað er að  fjarlægja eða færa til nokkurn hluta innréttingar þar með talið teppi. Klæða má innréttingu að vild og breyta  þannig að hún ekki léttist. Gólfteppi verður að vera á öllu gólfi bíls eða eins og kom frá framleiðanda. Skipta má  út framstólum fyrir keppnisstóla sem þó þurfa að vera í original staðsetningu. Taka má burt stokk milli framsæta  eða hluta hans til að koma fyrir skipti. Aftursæti má fjarlægja til að koma fyrir veltiboga. Ganga verður snyrtilega  frá opinu sem myndast þegar hlutar innréttingar eru fjarlægðir.     

BODDÝSTÁL  Allt í ökumanns og farþegarými verður að vera upprunalegt eða eins og upprunalegt og þá úr eins efni og  framleiðandi notaði. Það sama á við um ál. Magnesíum er bannað.     

KLÆÐNING  Allir bílar skulu vera með fulla innréttingu í keppni.     

YFIRBYGGING     
YFIRBYGGING  Allir bílar skulu vera með yfirbyggingu eins og þeir komu með úr verksmiðju og úr sömu efnum. Trefjaplast  vélarhlíf leyfð. Trefjaplast bretti eru leyfð að framan. Trefjaplast samstæður bannaðar. Að öðru leyti en að framan  verður yfirbygging að vera úr sömu efnum og komu frá viðkomandi framleiðanda. Bannað er að klippa úr  yfirbyggingu hvort sem um er að ræða tvöföldun eða eitthvað annað.       

BRETTI  Allir bílar verða að vera með samskonar bretti og þeir komu með úr verksmiðju. Innribretti verða að upprunalega  lögun og vera úr sömu efnum og original. Ekki er leyft að klippa úr létta eða breyta innribrettum á nokkurn hátt  nema til að koma fyrir pústflækjum og má þá ekki klippa meira en svo að brún brettis má ekki vera meira en  15mm frá ystu brún röra. Bannað er að klippa úr eða breyta hjólskálum að aftan á nokkurn hátt, þær má þó  styrkja.     GÓLF  Upprunalegt gólf eða gólf sem lítur út sem upprunalegt og er úr samskonar efnum og upprunalegt skylda.     

RÚÐUR  Allar rúður verða að vera úr gleri eins og upprunalega. Allar rúður skulu annars vera úr öryggis gleri.     

RAFKERFI     
KVEIKIKERFI Allar tegundir kveikikerfa leyfðar. Þó má ekki nota tímastillt kveikibox (stutter box). Ef notaðar eru  Magnetukveikjur verða þær að vera tengdar þannig að bíllinn drepi á sér þegar svissað er af honum með  straumlás(sviss) eins og upprunalega er gert ráð fyrir.     

STUÐNINGSFLOKKUR     
DRÁTTARTÆKI  Dráttartæki bönnuð.     

ÖKUMAÐUR     
STAÐSETNING ÖKUMANNS Ökumaður skal staðsettur í ökumannssæti sem þarf að vera á sama stað og upprunalega var gert ráð fyrir.
« Last Edit: November 13, 2017, 14:51:50 by SPRSNK »

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: AKÍS - flokkar í kvartmílu
« Reply #13 on: November 09, 2017, 01:55:04 »
Modified Standard flokkur (MS)     

Flokkslýsing​ :  Flokkur fyrir bíla framleidda í USA fyrir 1986 (árgerð 1985 og eldra)  með V8 vélar án forþjöppu eða N2O  (Poweradder) með öllum löglegum götubúnaði virkum. Öll keppnistæki skulu geta ekið amk 10km þolakstur fyrir  hverja keppni(ákvarðast af keppnisstjóra hverju sinni). Þeir keppendur sem ekki ná að ljúka þessu detta úr  keppni.   
Þyngdarmörk í flokknum eru eftirfarandi:   
Með vél að 330cid: 1150kg   
Með vél að 399cid: 1250kg   
Með vél að 499cid: 1350kg   
Með vél að 560cid: 1450kg  Allar þyngdir reiknast miðað við ökutæki á ráslínu til búið í ferð með ökumanni! Öll ökutæki skulu hafa gilda  skoðun samkvæmt reglum um gerð og búnað ökutækja á Íslandi og standast íslensk umferðarlög/reglur.     

Vél  Verður að vera fjöldaframleidd V8 bílvél. Slagrúmtak véla má ekki vera meira en 560cid.     

Blokk  Vélarblokkir úr áli bannaðar nema að þær hafi verið fáanlegar frá verksmiðju í viðkomandi ökutæki.     

Ventlalok  Eina krafan um ventlalok er að þau þétti og séu lekafrí.     

Olíudæla  Utanáliggjandi olíudælur leyfðar, verða að vera drifnar af sveifarás.     

Olíukerfi  “Dry sump” olíukerfi bönnuð.     

ELDSNEYTISKERFI     
Soggrein Nota má hvaða soggrein sem er. Nota má mest tvo fjögurra hólfa blöndunga (Predator = 4. hólfa blöndungur),  Eða 4 tveggja hólfa blöndunga. Mekanískar innspýtingar eru leyfðar.     

Bensíndæla  Aðeins ein bensíndæla. Sveifarásknúnar bensíndælur (innspýtinga dælur) bannaðar nema með mekanískum  innspýtingum.     

Bensínleiðslur  Bensín leiðslur skulu ekki vera sverari en 1/2”. Ef skipt er um bensín lagnir verða nýju lagnirnar að vera úr  samskonar efni og þær gömlu.     

Bensíntankur verður að taka sam magn og original tankur. Ef ökutæki er komið niður fyrir 11,99sek og/eða  120mph má nota “eldsneytissellu”     

Eldsneyti  Aðeins bensín sem hægt er að kaupa af dælu á bensínstöð leyft. Öll bensínbætiefni leyfð.     

KVEIKIKERFI     
Kveikja  Hámark má nota eina kveikju, og skal hún vera annað hvort rafeinda eða platínu. “Crank trigger” er bannað.  Útslátt og önnur hjápartæki má nota, þó ekki seinkara, biðbox eða önnur tæki sem hjálpa við brautarstart. Ekki  má breyta staðsettningu á kveikju frá original.     

ÚTBLÁSTURSKERFI     
Flækjur  Pústflækjur má setja í staðinn fyrir greinar. Safnari á pústflækjum (collector) má ekki vera lengri en 60cm.     Pústkerfi  Leyfilegt er að fjarlægja pústkerfi í keppni     

GÍRKASSI     
Gírkassi  Nota má hvaða beinskiptan fólksbílakassa sem er. “Clutchless” gírkassar bannaðir.     
Kúpling  Fjöldiska kúplingar eru þó bannaðar.     

DRIFRÁS     
Drif  Læst drif leyfð. Þó er bannað að nota spólulæsingar, soðin eða steypt mismunadrif eru bönnuð.             

BÚKKAR & FJÖÐRUN
Nota má hvaða fjörðunarkerfi sem er. Staðsettningarpunktar fjöðrunarkerfis verða að vera þeir sömu og var frá  verksmiðju Ekki má færa fjaðrafestingar eða breyta þeim á nokkurn hátt. Breyta má stífleika fjaðra, gorma,  vindustanga osf, bæta má blöðum í blaðfjaðrir eða fjarlægja eftir þörfum. einnig má míkja eða stífa  gorma/vindustangir eftir þörfum.     
Búkkar  Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir. Ekki má klippa úr yfirbyggingu til að koma búkkum fyrir.     
Demparar  Ekki má bora dempara eða tappa af þeim vökva eða gasi.     

YFIRBYGGING     Yfirbyggingu má ekki breyta á nokkurn hátt frá upprunalegri útliti úr verksmiðju. Allar léttingar og plast verða að  vera með upprunalegt útlit, eina undantekning er húdd. Nota má plast hluti séu þeir eins í útliti og original (á ekki  við um húdd). Nota má áfastar opnanir (scoop) á vélarhlíf. Innribretti og hjólskálar verða að vera upprunalegar  eða eins og upprunalegar og þá úr sömu efnum eins og upprunalega. Allar breytingar á hjólskálum og  innribrettum bannaðar. Undantekning frá þessu eru trefjaplast “roadster” yfirbyggingar (kit)     

Innrétting  Allir bílar verða að vera með fullri innréttingu. Gólfteppi verður að vera á öllu gólfi bíls eða eins og kom frá  framleiðanda. Skifta má út framstólum fyrir keppnisstóla sem þó þurfa að vera í original staðsettningu. Taka má  burt stokk milli framsæta eða hluta hans til að koma fyrir skifti. Aftursæti má fjarlægja til að koma fyrir veltiboga.  Ganga verður snyrtilega frá opinu sem myndast þegar hlutar innréttingar eru fjarlægðir.     

Grind  Allar breytingar á grind eru bannaðar. Þó er leyfilegt að styrkja grindur.     

Stýri  Bannað er að skifta frá orginalstýrisvél(snigill og sektor) og setja í staðinn tannstöng eða öfugt. Leyft er að skifta  frá “power stýri yfir í “manual” og öfugt. Minnsta særð á stýrishjóli er 13” (34cm). Á ekki við um “Kit” bíla     

DEKK & FELGUR     
Felgur  Allar gerðir af felgum leyfðar. Felgur mega ekki vera minni en 13” og ekki stærri en 16”. Nema að það hafi verið  original fáanlegt á viðkomandi bíl árgerð og gerð. Hafa má hvaða breidd af felgum sem er. Þó mega þær ekki ná  út fyrir yfirbyggingu.     

Dekk  Slikkar leyfðir, stærð þeirra má ekki vera meiri en 28” X 9”.  Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð. 
Öll dekk verða að vera fyrir innan innri brún bretta. 
Ofangreint gildir líka um framdekk. 
« Last Edit: November 13, 2017, 14:47:51 by SPRSNK »

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: AKÍS - flokkar í kvartmílu
« Reply #14 on: November 09, 2017, 01:59:17 »
Útbúinn götubílaflokkur (GF)     

FLOKKALÝSING     
Flokkur fyrir bíla sem geta talist hæfir til götuaksturs og ekið í almennri umferð, það er bílar með fulla  yfirbyggingu og annað sem þarf til að aka megi þeim á götum. Breyta má nokkrum atriðum til að bíllinn henti  betur til spyrnuaksturs, þó með þeim skilyrðum að hægt sé að breyta honum aftur með lítilli fyrirhöfn og færa  hann til skoðunar á viðurkennda skoðunarstöð. Lágmarksþyngd í flokknum er 1300 kíló, með ökumanni á ráslínu.  Bílar skulu auðkenndir með GF/ og númeri ökumanns. Bílar þurfa að vera á númerum, skoðaðir af löggiltri  skoðunarstöð,tryggðir og skulu standast skoðun ef krafist er (fyrir utan dekk og púst).     

VÉL     
VÉL:  Skal vera bílvél.     

ELDSNEYTISKERFI:  Sérframleiddir og staðlaðir eldsneytistankar (sellur) skylda í öllum bílum þar sem upprunalegir eldsneytistankar  eru ekki  notaðir.   Sverleiki og fjöldi eldsneytisleiðsla er frjáls en þær verða allar að vera úr viðurkenndum  málmrörum eða vírofnum eldsneytisslöngum.     

VÖKVAYFIRFALL:  Skylda er að hafa vökvayfirfall og söfnunarkút tengdann því við kælikerfi á öllum bílum.   Minnsta stærð á  söfnunarkút er ½ lítri.     

INNGJÖF:  Inngjöf skal stjórnast eingöngu af ökumann og eru öll hjálpartæki við hana hvort sem það eru tölvur, rafmagn,  vökvi, loft, osf.   Stranglega bönnuð.     

DRIFRÁS     
DRIFSKAFT:  Baula utan um drifskaft skylda.     

AFTURÁS:  Soðin/steypt mismunadrif bönnuð.

HLÍFÐARSKJÖLDUR FYRIR SJÁLFSKIFTINGAR: Sprengihlíf á sjálfskiftingu skylda einnig má nota sprengimottu.     

BREMSUR OG FJÖÐRUN:     
STÝRI:  Aðeins venjuleg fjöldaframleidd stýri leyfð. Minsta þvermál stýrishjóls er 13”(33,02cm).
           
FJÖÐRUN: Fjöðrun gerð fyrir bíla skylda. Minnst einn virkur höggdeyfir á hvert fjaðrandi hjól. Breyta má framfjöðrun frá  orginal yfir í aftermarket SFI Proofed fyrir bifreiðina. Styrkingar á grind eru leyfðar.     

GRIND     
GRIND:  Verður að vera bílgrind og eiga við viðkomandi ökutæki. Breytingar eru aðeins leyfðar á grind fyrir aftan hvalbak,  nema styrkingar sem má setja hvar á grind sem er.     

STUÐARAR:  Skifta má yfir í plast stuðara ef þeir hafa sama útlit og upprunalegir.     

HÆÐ YFIR JÖRÐU:  Minnsta hæð frá jörðu má ekki vera minni en 3”(7,62cm) frá framenda bíls að punkti 12”(30,48cm) aftan við  miðlínu framhjóla.   Síðan 2”(5,08cm) það sem eftir er.   Undanskilið er pústkerfi og olíupanna.     

BIL MILLI HJÓLA:  Bili milli fram og afturhjóla skal halda upprunalegu fyrir viðkomandi bíl, frávik er leyft 2” (5,08cm).     

HJÓLBARÐAR OG FELGUR     
HJÓLBARÐAR:
Slikkar leyfðir.   Framdekk þurfa ekki að hafa DOT stimpil. Sé svo verða framdekk að vera sérstaklega gerð fyrir  spyrnuakstur.     
FELGUR: 
Allar gerðir af felgum fyrir bíla leyfðar, nema teina og mótorhjólafelgur.   Minnsta felgustærð er 13” nema að  bíllinn hafi komið upprunalega á minni felgum og sé með upprunalega vél.     

INNRÉTTING     
BODDÝSTÁL:  Allur málmur í ökumanns og farþega klefa verður að vera ál eða stál (járn).Öll málmsmíði í ökumanns og  farþegaklefa verður að vera upprunaleg eða eins og upprunaleg.   Magnesíum bannað.     

KLÆÐNING:  Mælaborð skal vera upprunalegt eða eins og upprunalegt og á upprunalegum stað.   Bæta má við mælum að  vild.   Aftursæti má fjarlægja en loka verður snyrtilega gati því sem það skylur eftir sig.   Skylda er að hafa  eldvegg úr amk. 0,8mm stáli eða úr 1,2mm áli, milli farþega og farangursrýmis ef aftursæti hefur verið fjarlægt.  Breyta má hurðaspjöldum en þau verða að hylja amk sama flöt og upprunaleg.     

YFIRBYGGING     
YFIRBYGGING:  Upprunalegt útlit verður að haldast.   Þó má setja á brettakanta lækka topp osf.   Trefjaplast yfirbyggingar leyfðar.  Nota má plast bretti, vélarhlíf, hurðir eða heilar samstæður.     

BRETTI:  Öll bretti skulu vera til staðar.   Nota má plast bretti eða samtæður svo framarlega að þær séu með sama útlit og  upprunalegir hlutir.   Innribrettum að framan má breyta eða þau fjarlægja, þó ekki þar sem þau eru hluti fjöðrunarkerfis eða demparafestinga, nema að viðeigandi styrkingar komi í staðinn.   Hjólskálum að aftan má  breyta að vild.     

HVALBAKUR:  Hvalbakur skylda og skal vera upprunalegur eða líta eins út  og vera úr samskonar efnum með sömu efnisþykkt.  Hvalbakur verður að vera á upprunalegum stað.   Breyta má hvalbak vegna vélaskifta og verður það þá að vera  gert úr sambærilegum efnum og upprunalega og skal hann líta út sem næst hinum upprunalega.   Vél má þó ekki  staðsetja aftar en svo að fremsta kerti sé í miðlínu spindla.   Breyttur hvalbakur skal eftir sem áður uppfylla  ofangreind skilyrði um efnisval.     

GÓLF:  Upprunalegt gólf eða úr sambærilegum efnum skylda.   Bannað er að hækka gólf.   Lækka má gólf svo  framarlega sem ekki er farið niður fyrir lágmarks hæð og útsýni ökumanns raskast ekki.   Breyta má gólfi að aftan  til að koma fyrir stærri dekkjum o.s.frv.   Öll nýsmíði verður að vera úr sömu efnum og upprunalegt var.     

GÖTUBÚNAÐUR:  Öll ljós skulu vera virk.   Götubúnaður skal vera til staðar og vera virkur.   Sleppa má þurkum, miðstöð og  loftkælingu.     

FRAMRÚÐA OG GLUGGAR:  Allar rúður verða að vera úr gleri eins og upprunalega. Allar rúður skulu annars vera úr öryggis gleri.     

RAFKERFI     
TÖLVUR OG GAGNASÖFNUN:  Tölvur og önnur tæki sem afla gagna um viðkomandi ökutæki leyfð.   Þau mega hins vegar ekki hafa nein áhrif á  ræsingu, inngjöf, tengsli, “tranbrake” eða annað í bílnum sem hjálpar við stillingar eða ræsingu eða neitt það sem  kann að hjápa eða hindra ökumann eða vélbúnað ökutækis í ferð.     

KVEIKIKERFI  Öll kveikikerfi leyfileg nema tímastill kveikibox (stutter box), magnetu kveikjur bannaðar.     HÖFUÐROFI:  Höfuðrofi er skylda í öllum bílum.     

STUÐNINGSFLOKKUR     
DRÁTTARTÆKI:  Öll dráttartæki eru bönnuð.     

ÖKUMAÐUR     
STAÐSETNING ÖKUMANNS:  Ökumaður skal staðsettur í ökumanns sæti sem fest er á þann stað sem gert var ráð fyrir frá framleiðanda  viðkomndi ökutækis eða samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda þeirra keppnisstóla sem notaðir eru. 

« Last Edit: November 13, 2017, 14:48:32 by SPRSNK »

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Re: AKÍS - flokkar í kvartmílu
« Reply #15 on: November 11, 2017, 21:08:04 »
Standard street flokkur (SS)   

12,99 sekúndu limit er í flokknum. 

Númeraskylda er í flokknum 

Hjálpartæki:  Throttle stop og álíka búnaður bannaður