Legg til breytingu á 7gr þar sem fullreynt er að reglunefnd virkar ekki.
Núverandi :
7. gr. Breytingar á lögum félagsins má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að lagabreytingum í fundarboði til aðalfundar.
7. 1. Ef um ónóga fundarsókn er að ræða skal stjórnin hafa rétt til ákvörðunar á framhaldsaðalfundi viku síðar og telst sá fundur lögmætur óháð fundarsókn. Ónóg fundarsókn til aðalfundar telst vera 20 félagsmenn og færri.
7. 2. Reglunefnd er skipuð af stjórn til tveggja ára í senn. Í reglunefnd skulu sitja 3-5 einstaklingar sem ekki sitja í stjórn KK.
Reglunefnd vinnur og leggur fram keppnisreglubreytingar tillögum fyrir stjórn KK. Til að þær keppnisreglubreytingar tillögur taki gildi verður Stjórn KK að samþykkja þær með meirihluta atkvæða.
Mín tillaga:
7. gr. Breytingar á lögum félagsins má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að lagabreytingum í fundarboði til aðalfundar.
7. 1. Ef um ónóga fundarsókn er að ræða skal stjórnin hafa rétt til ákvörðunar á framhaldsaðalfundi viku síðar og telst sá fundur lögmætur óháð fundarsókn. Ónóg fundarsókn til aðalfundar telst vera 20 félagsmenn og færri.
7. 2. Breytingar á flokkareglum skal gera á reglufundi sem er haldinn sem tveimur vikum eftir að aðalfundi líkur, auglýsa skal tillögur að reglubreytingum með minnst viku fyrirvara á meðlimaspjalli. Til að breytingar nái fram þarf atkvæði minnst 2/3 mættra félagsmanna.