Kvartmílan => Spyrnuspjall => Topic started by: 1965 Chevy II on November 16, 2011, 22:50:31

Title: Tillaga að breytingu 7gr í aðalreglum.
Post by: 1965 Chevy II on November 16, 2011, 22:50:31
Legg til  breytingu á 7gr þar sem fullreynt er að reglunefnd virkar ekki.

Núverandi :
7. gr. Breytingar á lögum félagsins má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að lagabreytingum í fundarboði til aðalfundar.
7. 1. Ef um ónóga fundarsókn er að ræða skal stjórnin hafa rétt til ákvörðunar á framhaldsaðalfundi viku síðar og telst sá fundur lögmætur óháð fundarsókn. Ónóg fundarsókn til aðalfundar telst vera 20 félagsmenn og færri.
7. 2. Reglunefnd er skipuð af stjórn til tveggja ára í senn. Í reglunefnd skulu sitja 3-5 einstaklingar sem ekki sitja í stjórn KK.
Reglunefnd vinnur og leggur fram keppnisreglubreytingar tillögum fyrir stjórn KK. Til að þær keppnisreglubreytingar tillögur taki gildi verður Stjórn KK að samþykkja þær með meirihluta atkvæða.

Mín tillaga:

7. gr. Breytingar á lögum félagsins má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að lagabreytingum í fundarboði til aðalfundar.
7. 1. Ef um ónóga fundarsókn er að ræða skal stjórnin hafa rétt til ákvörðunar á framhaldsaðalfundi viku síðar og telst sá fundur lögmætur óháð fundarsókn. Ónóg fundarsókn til aðalfundar telst vera 20 félagsmenn og færri.
7. 2. Breytingar á flokkareglum skal gera á reglufundi sem er haldinn sem tveimur vikum eftir að aðalfundi líkur, auglýsa skal tillögur að reglubreytingum með minnst viku fyrirvara á meðlimaspjalli. Til að breytingar nái fram þarf atkvæði minnst 2/3 mættra félagsmanna.
Title: Re: Tillaga að breytingu 7gr í aðalreglum.
Post by: Gretar Franksson. on November 30, 2011, 20:47:03
Frikki að mínu mati er þetta bara góð endurbót á fyrirkomulaginu.
GF.
Title: Re: Tillaga að breytingu 7gr í aðalreglum.
Post by: 1965 Chevy II on February 04, 2012, 17:03:24
Felld.
Title: Re: Tillaga að breytingu 7gr í aðalreglum.
Post by: SPRSNK on February 02, 2014, 02:42:45
Breyting var gerð á 7. greininni á aðalfundinum í dag ... sjá neðar.
Nú hefur regluverkið flust til sambandanna AKÍS og MSÍ nema innanfélagsmót/bikarmót sem verður hlutverk reglunefndar kk að halda utan um.

Eftirtalinn hluti greinarinnar var felldur niður:
7. 2. Reglunefnd er skipuð af stjórn til tveggja ára í senn. Í reglunefnd skulu sitja 3-5 einstaklingar sem ekki sitja í stjórn KK.
Reglunefnd vinnur og leggur fram keppnisreglubreytingar tillögum fyrir stjórn KK. Til að þær keppnisreglubreytingar tillögur taki gildi verður Stjórn KK að samþykkja þær með meirihluta atkvæða.

Í staðinn kom neðangreind breyting:
7.2. Stjórn KK skipar menn í nefndir og störf á vegum AKÍS og MSÍ.
7.3. Reglunefnd er skipuð af stjórn KK til tveggja ára í senn. Reglunefnd skal halda utan um keppnisreglur fyrir bikarmót KK. Sjái reglunefnd þörf á aðlögun eða breytingum á keppnisreglum skulu þær breytingartillögur lagðar fyrir stjórn KK til staðfestingar og nægir samþykki meirihluta stjórnar til að þær taki gildi.