Author Topic: Dodge RAM 2500HD CTD !  (Read 134618 times)

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Dodge RAM 2500HD CTD !
« on: November 06, 2010, 20:05:40 »
Þetta verður nú ábyggilega skotið niður strax hehehe, en ég ætla að setja þetta inn því að ég þykist ætla að setja einhverja met-tíma á brautinni ykkar á næsta ári ;)

Ég er með í smíðum Dodge RAM 2500HD, um er að ræða pallbíl sem að hefur fengið að vinna fyrir sínu alla sína ævi, en var fyrst notaður sem vinnubíll hjá einhverjum smið á Akureyri en er búinn að starfa ýmislegt síðan, m.a.s. sem bryggjurúntari hjá einhverri útgerð & so on...

Ég eignaðist þennan gæðing nokkrum dögum fyrir bíladaga, en hann var ætlaður sem dráttarbíll undir bílakerru svo að ég kæmist norður með BMW sem að ég á og ætlaði að nota í drift, svo brotnuðu fjaðrahengsli í honum og þá fór ég eitthvað að vinna í þessu og skoða þetta..

Það eina sem að virðist hafa hrjáð greyið voru þessi fjaðrahengsl en grindin er alveg óryðguð og það er lítið ryð í skrokknum annað en þetta venjulega í brettunum á þessum RAM gæjum..

Trukkurinn sem að er framleiddur 1995, en telst til árgerðar 1996 er ekinn 325.000km, var upprunalega keyptur í Canada en við þurfum ekkert að rekja söguna þangað.. á þessari árgerð Cummins véla var BOSCH P-7100 olíuverk sem að við nánari rannsókn reyndist vera ansi hamlað úr verksmiðju...

Umræddur trukkur virðist þó vera kraftmesta útgáfan af RAM, 235hö en venjulega var boðið uppá 160,180,210hö útgáfur, ég endaði á að skoða gaumgæfilega þessi mál og hvað væri hægt að gera til að auka aflið, en þá kom í ljós að það er mjög einfalt..

Þar sem að ég var með beinskiptan trukk með NV4500 gírkassa var þröskuldurinn 350hö, en þau var auðvelt að fá með því að breyta "eldsneytistakmarkaranum" í olíuverkinu eða svokölluðu (fuel plate) en ég bjó mér til CUSTOM plate #0, síðan slakaði ég á gorminum í AFC (Air Fuel Control) hausnum til að flýta fyrir uppspólun túrbínunnar (Spool) og vilja fróðir menn erlendis meina að með þessum breytingum (ásamt því að hafa breytt Holset HX35 í HX40 hybrid og lokað wastegate) ætti ég að vera nálægt 380-400whp... (hef mest séð 47psi boost, en ég er að leita að Borg Warner S300 serie, til að geta verið í 60psi c.a. án þess að vera með inntakshitann alveg í hámarki)

Við þetta brann kúplingin fljótt upp (eins og búið var að vara mig við) en ég fæ núna á mánudaginn South Bend 13125-OFEK kit sem að ætti að geta skilað mér í 500hö og ætti að henta í DRAG race (kvartmílu) auk DAILY driving... (Það eru ekki til TRANSFER SLED keppnir hér heima, svo að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því)

Eins og ég er búinn að "tjúna" þetta þá reykir hann ekki mikið, (eitthvað þó, þetta er Cummins)

hér er mynd af umræddu ökutæki, bara svona til að vera með... en er að vona að ég verði í lágum 14sek (passa mig að setja mér ekki of hátt markmið)

Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Dodge RAM 2500HD CTD !
« Reply #1 on: November 07, 2010, 10:36:34 »
Það er ótrúlegt hvað er hægt að ná út úr Cumming's :shock:
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline Runner

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 496
  • Garðar Viðarsson S: 7716400
    • View Profile
Re: Dodge RAM 2500HD CTD !
« Reply #2 on: November 07, 2010, 12:55:27 »
þetta verður flottur trukkur hjá þér  8-) ég er samt ekki búinn að gleima því þegar Læðan tók hann í nefið hahahahaha
Chevy Tahoe 44" 350cid
I'D RATHER PUSH A CHEVY THAN DRIVE A FORD ;)

Offline Diesel Power

  • In the pit
  • **
  • Posts: 56
  • Alvöru pikkar nota ekki kerti
    • View Profile
Re: Dodge RAM 2500HD CTD !
« Reply #3 on: November 07, 2010, 23:39:06 »
Snilld,gaman að vita að það eru fleiri að eiga við Cummins-inn.Ef þú ætlar að fara að panta tune up hluti þá mæli ég með http://www.neweradiesel.com/ ég hef verslað við þá,það er frábært að eiga við þá. =D>
Dodge Ram 1500 5.9 Cummins Turbo
Jón Gísli Benónýsson

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Dodge RAM 2500HD CTD !
« Reply #4 on: November 12, 2010, 14:59:08 »
Ég var farinn að halda að ég væri einn :) hehehehe..

en ég sé í undirskriftinni hjá þér að þetta er 1500 bíll ?? er einhverstaðar þráður um þetta hjá þér og hvað ertu búinn að gera ???

hvaða árgerð ertu með (mótorinn) ?
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Dodge RAM 2500HD CTD !
« Reply #5 on: November 12, 2010, 14:59:54 »
þetta verður flottur trukkur hjá þér  8-) ég er samt ekki búinn að gleima því þegar Læðan tók hann í nefið hahahahaha

Það hefur ýmislegt breyst síðan þá frændi....
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Dodge RAM 2500HD CTD !
« Reply #6 on: November 12, 2010, 15:21:04 »
Jólasveinninn kom snemma í ár:


Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline Diesel Power

  • In the pit
  • **
  • Posts: 56
  • Alvöru pikkar nota ekki kerti
    • View Profile
Re: Dodge RAM 2500HD CTD !
« Reply #7 on: November 12, 2010, 19:11:28 »
Ég er með "89" mótor með VE olíuverkinu.Ég er búinn að setja stærri dælu í olíuverkið,stífari útsláttar gorm (snýst nú í tæplega 4000rpm) 2xstærri spíssa en org., öflugri ventlagorma,Holset turbinu af 12L Volvo (breytti henni svo að Cummins-inn nái að snúa henni af stað) og rafmagnsdælu til að fæða olíuverkið.
Bíllinn er "96" módelið af Ram 1500 (nakinn varnaliðs bíll) orginal 5.2L-2wd.Einfalt hús og stuttur pallur.
Bíllinn er sundur tættur,hálf sprautaður eins og er,ég ætlaði að klára hann í sumar en vinnan hefur tekið of mikinn tíma frá áhugamálunum þetta árið.
Svo er ég með annan "89" mótor sem ég ætla seinna meir að græja með P7100 olíuverki og einhverjum öfgum.
Dodge Ram 1500 5.9 Cummins Turbo
Jón Gísli Benónýsson

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Dodge RAM 2500HD CTD !
« Reply #8 on: November 12, 2010, 21:35:44 »
VE er rosalega takmarkað, P7100 er náttúrulega rosalega öflugt verk....

draumurinn hér er að eignast 24ventla og swappa P7100 dótinu yfir á það...

ég er hinsvegar sæmilega fróður um þetta VE dót og það væri gaman að hittast og bera saman bækur ;)

þakka fyrir ábendinguna á síðuna, ég er hinsvegar skráður á www.dieselbombers.com og get þar fengið tilboð í allt sem að mér vantar (Request a Price dálkur þar inni) þú ættir að skrá þig...

keypti einmitt þessa Feramic kúplingu þar með swinghjóli fyrir 750$, en svona sett kosta á flestum stöðum 1100$

Áttu myndir einhverstaðar ?
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline Aron M5

  • In the pit
  • **
  • Posts: 80
    • View Profile
Re: Dodge RAM 2500HD CTD !
« Reply #9 on: November 12, 2010, 22:19:02 »
Þetta er spennandi project 8-)
Jeep SRT-8..........

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Dodge RAM 2500HD CTD !
« Reply #10 on: November 13, 2010, 00:42:18 »
Þetta er spennandi project 8-)

Takk Aron, ég er að vona að hann komist í málningu á næstu vikum...

hann verður þá málaður Cosmic-Schwarz-Metallic (BMW303)

man samt ekki hvort að ég setti það inn í fyrsta póstinn en næsta upgrade (á eftir kúplingunni) eru 60lbs ventlagormar... og þá ætti ég að geta snúið þessu 4000-4500rpm (ætla samt að fá mér 4000rpm governor)
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline Bc3

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 703
    • View Profile
Re: Dodge RAM 2500HD CTD !
« Reply #11 on: November 13, 2010, 10:42:17 »
fjúddi fjúúú  :) flott hja þér
Kveðja Alfreð F. Björnsson
ÍSLANDSMEISTARI RS     2009
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2007
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2006
Olís Götuspyrna fwd 2007
______________________________
11,4@127MPH  60" 1,98

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Dodge RAM 2500HD CTD !
« Reply #12 on: November 13, 2010, 18:03:39 »
fjúddi fjúúú  :) flott hja þér

Takk Alli, hvenær eigum við að skoða þessi túrbínumál okkar  :mrgreen:
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline Stefán Hansen Daðason

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 180
  • Betri bíla, yngri konur, eldra wiský, meiri pening
    • View Profile
Re: Dodge RAM 2500HD CTD !
« Reply #13 on: November 13, 2010, 20:13:14 »
Verður gaman að sjá útkomuna af þessu :D
Stefán Hansen Daðason / 864-3675
 
Nissan Double Cab 99
Lancer 2005
Lancer RallyX
Nissan Patrol
Pontiac Trans Am '84
Jeep Willys CJ5 44"

Offline Diesel Power

  • In the pit
  • **
  • Posts: 56
  • Alvöru pikkar nota ekki kerti
    • View Profile
Re: Dodge RAM 2500HD CTD !
« Reply #14 on: November 13, 2010, 20:16:33 »
Ég tek mynd af Ram-inum í næstu viku og hendi hér inn.Mér líst vel á Dieselbombers,prófa þá næst.
Ertu búinn að gera eitthvað í fæðidælu málum hjá þér?
Dodge Ram 1500 5.9 Cummins Turbo
Jón Gísli Benónýsson

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Dodge RAM 2500HD CTD !
« Reply #15 on: November 13, 2010, 21:08:35 »
Faedidaelan er naest a dagskra asamt governor gormunum.

Eg aetla ad nota Air Dog 150, tharf ad skoda FASS lika en thetta kemur allt i ljos... uppfaeri um leid og hann fer ad prumpa hvitu..

Sidan eru thad ARP studdar...
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline Diesel Power

  • In the pit
  • **
  • Posts: 56
  • Alvöru pikkar nota ekki kerti
    • View Profile
Re: Dodge RAM 2500HD CTD !
« Reply #16 on: November 13, 2010, 21:34:43 »
Margir harðir Ameriskir Cummins naglar nota std Cummins heddbolta smurða með góðri snittoliu og herta  í 150 pund að 70 psi í boosti til að spara sér kaupin á stöddum!Ég ætla að nota þá speki þar til ég fer að spíta út heddpakkningum (endurskoða það þegar ég fer að smíða upp hinn mótorinn). :)
Dodge Ram 1500 5.9 Cummins Turbo
Jón Gísli Benónýsson

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Dodge RAM 2500HD CTD !
« Reply #17 on: November 13, 2010, 23:23:44 »
kannski að maður prófi það fyrst...

En annars er náttúrulega fæðidæla OEM hjá mér, en ekki hjá þér... OEM dælan á held ég a supply-a nóg fyrir 600hö held ég...
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40

Offline jeepson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 389
    • View Profile
Re: Dodge RAM 2500HD CTD !
« Reply #18 on: November 21, 2010, 12:18:47 »
Cummings stendur altaf fyrir sínu :) Væri alveg til í eina svona vél í patrolinn minn :p
Gisli gisla

Offline Hr.Cummins

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.085
    • View Profile
Re: Dodge RAM 2500HD CTD !
« Reply #19 on: November 22, 2010, 03:49:38 »
Cummings stendur altaf fyrir sínu :) Væri alveg til í eina svona vél í patrolinn minn :p

Það er nú einn svoleiðis í smíðum hér í Reykjanesbæ...

Patrol High-Roof með CUMMINS 24V COMMON RAIL !!!

En það er BARA dýrt að tjúna... P7100 er langbest ;)
Viktor Agnar Guðmundsson
____________________________________
2000 BMW E36 M3ti - Garret GT40
1999 Honda Civic VTi - Holset HX40