Sæll Harry.
Fyrir mér og svo mörgum öðrum er KK ekki eingöngu kvartmíluklúbbur, þó svo að nafngiftin bendi til þess. Þetta er staðreynd sem stjórn KK 2003-4 gerði sér grein fyrir á þeim tíma, vegna þess að kvartmílukeppni á vegum KK var að lognast útaf. (Ingó var formaður þá.) Með því að skoða flokkana á spjallinu er Harðkjarnagengið einn daprasti spjallflokkurinn á kk spjallinu, það segir allt sem segja þarf, á spjallinu eru bíla og hjólaáhugamenn sem hafa gaman að skoða og tjá sig um þetta dót. Það má ekki gleyma því að margir aðrir en hardcore kvartmílukeppendur og greiddir meðlimir hafa veitt KK fjárhagslegan stuðning í gegnum tíðina í alls kyns formi, svo sem vinnuframlagi, gjöfum, lánað tæki á sýningar og fl. Vil ég benda á að þó ég segi sjálfur frá þá átti ég hugmyndina að Muscle-car deginum sem tókst frábærlega í fyrsta skipti og yfir 100 bílar mættu í blíðskaparveðri. Þetta framtak vonaðist ég til að yrði að árlegum viðburði enda mikil lyftistöng fyrir KK.
Eins og sjá má á þræðinum um lokunina þá eru menn mjög ósáttir við þessar væntanlegu breytingar, enda eru þær ekki rökstuddar af neinu viti. Hvernig er það betra spjall fyrir KK meðlimi að hafa þetta lokað til innskrifa öðrum en greiddum meðlimum. Ef veflögga KK er ósátt við skrif einhvers, þá er einfaldlega viðkomandi vísað af spjallinu.
Ef meðlimir KK eru eingöngu virkir kvartmíluáhugamenn, væru þeir innan við 50 talsins, og það vitum við báðir að KK lifir það ekki af. Helsta áhyggjuefni mitt sem velunnara KK, er að með þessari framkvæmd fækkar nýliðun í kvartmílu, fækkar verulega umferð um vefin af almennum mótorsportsáhugamönnum, auglýsendur og styrktaraðilar fá minni athygli, erfiðara gæti reynst að fá menn til starfa fyrir KK, erfiðara að fá menn til að lána tæki til sýningshalds, og goodwill klúbbsins minnkar til muna.
Margir ógreiddir spjallverjar hafa póstað inn skemmtilegu og áhugaverðu efni um mótorsport á vefin. Mun sakna þess.
Kanski er þetta bara misskilningur í mér og KK bara fyrir hardcore Kvartmílukeppendur.
Þórður Ingvarsson