Author Topic: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar  (Read 10421 times)

Offline 440sixpack

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 362
    • View Profile
Hef verið að hugsa þetta lokunarmál á sjallinu ennfrekar.

Ekki verður þessi lokun á spjallinu til þess að auka nýliðun í sportinu svo mikið er víst, svo verður fróðlegt að vita hvernig stjórninni gengur að fá bíla á bílasýninguna í vor þegar helsta fjáröflun klúbbsins fer í gang, eftir svona framkomu. Þegar ég var í stjórn með Ingó 2003-4 að mig minnir, þá var aðalmarkmið KK að auka breidd og markmið klúbbsins og reyna að fjölga í honum með því að laða að unga fólkið á japönsku og evrópsku bílunum svo og Muscle-car eigendur.

Það tókst ágætlega enda verið uppgangur í klúbbnum frá ári til árs hingað til.

Ef að menn eru að reyna að losna við eitthvað óæskilegt bull af spjallinu með þessari lokun, þá er á hinn bóginn engin trygging í því að greiddir spjallverjar bulli ekki.

bara svona hugrenningar

Þórður Ingvarsson

Þórður Ingvarsson
1970 Dodge Challenger R/T 440 shaker.(seldur) (O O [====R/T=] O O)
1971 Plymouth Cuda Pro-street Project.  (O O {]{]{]|[}[}[} O O)
2003 Mercedes Benz E-500 Avantgarde
2007 Yamaha YZF R-1

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #1 on: March 02, 2010, 21:53:46 »
Tóti , þar stendur hnífurinn í kúnni, við erum kanski ekki að losa okkur við bullukolla og slúðurbera og á því þarf að taka.

Ég held að stjórnin sé að reyna að fá menn til borga árgjald og skil reyndar ekki menn sem geta verið að spjalla hér og haft skoðanir og alles og tíma ekki að vera félagar. Við erum að tala um 7000 kr - einn yaris tankur af bensíni á ári.það er ekki eins og það sé verið að bruðla með féð , við skuldum vegna malbikunarframkvæmda og það þarf að borga.  Í ljósi ástandsins ætti stjórnin að athuga með að skipta greiðslu í tvennt - þrennt eða bara 7 sinnum og þá er þetta ca einn Winston á mánuði , skiftir engu fyrir klúbbinn, þetta skilar sér.

Hættið þessu væli um að það sé dýrt að vera meðlimur, ef ég fengi að ráða myndi kosta 50.000 ári,ca einn notaður blöndungur. Það kostar 75.000 að vera golfari á sæmlegum velli og það á enginn eins góða kvartmílubraut og við á Íslandi.

mbk Harry Þór
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline kobbijóns

  • In the pit
  • **
  • Posts: 76
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #2 on: March 02, 2010, 22:05:46 »
sælir

þetta fynst mér ekki vera sangjarn samanburður hjá þér Harry, vegna þess að það er ekki nóg að vera bara meðlimur til að fá að keyra á brautinni, það er æfingagjald og keppnis gjald ekki satt?... Hvað er sú summa orðin mikil þegar menn eru farnir að taka þátt í öllum keppnum?  vill ég taka framm að ég er alls ekki að setja útá þetta fyrirkomulag heldur einungis þennan samanburð.
Jakob Jónsson

Besti 1/4 11,64 @ 116

Offline Harry þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 714
  • Camaro 427
    • View Profile
    • http://www.korfubilar.is
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #3 on: March 02, 2010, 22:21:39 »
Sæll Kobbi. Það kostar líka að fara einn hring. Við vitum allir að þetta sport kostar, við gerum kröfur um góða braut, við gerum kröfur um að brautin opin eins oft og veður leyfir , við gerum kröfu um spjall , einhverja vinnu þarf það. Við erum að tala um 7000 kr / 583 kr per mán.Ef þú mætir á 1 sýningu þrjár keppnir þá gera þetta 316 kr á mánuði svona eins og ein pylsa.Nú og nýustu fréttir herma að menn geti skoðað hvað meðlimir eru að spá því spjallið verður opið til skoðunar. Með því leysum við vandamálið sem minn kæri vinur Ragnar sáli var með varðandi strákana sem finnst gaman að skoða KK spjallið.

mbk Harry Þór
1969 Camaro 427 sYc
11.99 Drag radial 60 ft 1.650
12.24 BFG  radial 60 ft 1.795  111.93 mph
Altered dragster 598 bbc 4.77.  1/8 - 147.5 mph - 1.09 60 ft
1/4 7.65 - 163.5 mph

Offline 440sixpack

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 362
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #4 on: March 02, 2010, 23:22:48 »
Sæll Harry.

Fyrir mér og svo mörgum öðrum er KK ekki eingöngu kvartmíluklúbbur, þó svo að nafngiftin bendi til þess. Þetta er staðreynd sem stjórn KK 2003-4 gerði sér grein fyrir á þeim tíma, vegna þess að kvartmílukeppni á vegum KK var að lognast útaf. (Ingó var formaður þá.)  Með því að skoða flokkana á spjallinu er Harðkjarnagengið einn daprasti spjallflokkurinn á kk spjallinu, það segir allt sem segja þarf, á spjallinu eru bíla og hjólaáhugamenn sem hafa gaman að skoða og tjá sig um þetta dót. Það má ekki gleyma því að margir aðrir en hardcore kvartmílukeppendur og greiddir meðlimir hafa veitt KK fjárhagslegan stuðning í gegnum tíðina í alls kyns formi, svo sem vinnuframlagi, gjöfum, lánað tæki á sýningar og fl. Vil ég benda á að þó ég segi sjálfur frá þá átti ég hugmyndina að Muscle-car deginum sem tókst frábærlega í fyrsta skipti og yfir 100 bílar mættu í blíðskaparveðri. Þetta framtak vonaðist ég til að yrði að árlegum viðburði enda mikil lyftistöng fyrir KK.

Eins og sjá má á þræðinum um lokunina þá eru menn mjög ósáttir við þessar væntanlegu breytingar, enda eru þær ekki rökstuddar af neinu viti. Hvernig er það betra spjall fyrir KK meðlimi að hafa þetta lokað til innskrifa öðrum en greiddum meðlimum. Ef veflögga KK er ósátt við skrif einhvers, þá er einfaldlega viðkomandi vísað af spjallinu.

Ef meðlimir KK eru eingöngu virkir kvartmíluáhugamenn, væru þeir innan við 50 talsins, og það vitum við báðir að KK lifir það ekki af.  Helsta áhyggjuefni mitt sem velunnara KK, er að með þessari framkvæmd fækkar nýliðun í kvartmílu, fækkar verulega umferð um vefin af almennum mótorsportsáhugamönnum, auglýsendur og styrktaraðilar fá minni athygli, erfiðara gæti reynst að fá menn til starfa fyrir KK, erfiðara að fá menn til að lána tæki til sýningshalds, og goodwill klúbbsins minnkar til muna.

Margir ógreiddir spjallverjar hafa póstað inn skemmtilegu og áhugaverðu efni um mótorsport á vefin. Mun sakna þess.

Kanski er þetta bara misskilningur í mér og KK bara fyrir hardcore Kvartmílukeppendur.

Þórður Ingvarsson

Þórður Ingvarsson
1970 Dodge Challenger R/T 440 shaker.(seldur) (O O [====R/T=] O O)
1971 Plymouth Cuda Pro-street Project.  (O O {]{]{]|[}[}[} O O)
2003 Mercedes Benz E-500 Avantgarde
2007 Yamaha YZF R-1

Offline Big Al

  • In the pit
  • **
  • Posts: 74
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #5 on: March 03, 2010, 18:26:15 »

Það er nú að verða ljóst að klúbburinn er að klofna.
Nú þegar eru 3 aðilar sem sagt 4 öflug keppnistæki til sölu eftir að Stjáni Skjól er settur á frost fyrir litlar sakir.
Ég held að þessir kappar sem sitja í stjórn komi nú til með að eyða þessum pósti mínum,
En það er nú þannig að þeir eru nú varla að fara að ná sér í annað kjörtímabil ef svo má að orði komast.
Það verður sennilega nóg að lofa því að spjallið verði opnað aftur, þá fá menn kjörgengi og fella stjórnina.
Bjútíið við þettað spjall eru þessir litli hlutir eins og hérna í mjög nýlegum þræði er spurt um gömul öryggi,
of einn af dyggum stuðnigsmanni lokunar svarar því mjög skýrt og greinilega.
Þ.e.a.s að deila infói og hjálpsemi er ekki löstur.
Það hlytur að vera æskilegra að hafa læstan dálk fyrir þessa háu herra sem þykjast vera meiri betri og eiga þettað spjall...

Með vegsemd og virðingu Aðalsteinn Már
Mercedes Benz E 250 CDI 2012
Mercedes Bens R 320 CDI 2006
Jeep Wrangler 1994

Aðalsteinn Már Klemenzson

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #6 on: March 03, 2010, 18:48:24 »
Sæll,

Það er opið fyrir Stjána þar sem ég kunni ekki alveg á þetta.

Öll þessi tæki sem eru til sölu eru búin að vera til sölu mjög lengi,einnig er Bílaklúbbur Akureyrar að byggja stórglæsilega braut fyrir norðan svo það
er varla ástæða til að selja.

Klúbburinn er ekki að klofna,það eru helst til menn sem eru ekki í klúbbnum sem eru fúlir,þeir félagsmenn sem ég hef rætt við eru hlynntir þessu.

Það er enginn að þykjast vera meiri og betri en annar,það er öllum velkomið að ganga í klúbbinn og þetta spjall er bara eitt af mörgum fríðindum sem því fylgja.

Þó verður lendingin líklega sú að allt spjallið verður læsilegt en söludálkar alveg opnir,þannig geta allir séð myndir og annað slíkt sem hér verður póstað.

Þínum pósti verður að sjálfsögðu ekki eytt þar sem þú ekki með nein leiðindi eða skítköst frekar en öðrum póstum þar sem menn tala saman
eins og þeir myndu gera augliti til auglits.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline EinarR

  • In the pit
  • **
  • Posts: 58
    • View Profile
    • http://www.sukka.is
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #7 on: March 03, 2010, 18:55:08 »
Þá vill ég svör!
Hvað græði ég, einstaklingur sem er ekki að keppa á því að skrá mig hér. ég vill halda áfram að geta lesið og sagð hvað mér finnst hér. Er eitthvað annað sem ég "græði"? ég er ekki að reyna að vera með leiðindi en það er ansi mikið að borga 7000 kall fyrir að seiga hvað manni finnst.

Hér er samt tillaga:
Þeir sem vilja halda aðgangi sínum hér geta til að mynda greitt 1500 krónur í Malbikunarsjóð eða eitthvað þvílígt.
Hvernig Lýst mönnum á það. Ef þetta fer svona í gegn þá hef ég hreinlega ekki áhuga á þessum klúbbi, græðgi er svo 2007!
Power is nothing Without Controle!!
ég heiti Einar Sveinn Kristjánsson hvað heitir þú?

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #8 on: March 03, 2010, 19:11:03 »
Sæll,

Þú spyrð hvað þú græðir á því og skrifar svo að græðgi sé svo 2007  :mrgreen:

Þú nýtur sem sagt afslátta hjá ýmsum fyrirtækjum eins og flestir klúbbar bjóða uppá,sjá hér:
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=21318.0

Svo færðu borgarðu ekkert inn á Kvartmílubrautina til að horfa á keppnir og annað og ert að sjálfsögðu velkominn í félagsheimilið alla fimmtudaga í
kaffi,video og kvartmíluspjall.
« Last Edit: March 03, 2010, 19:12:54 by Trans Am »
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline AlexanderH

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 480
  • Don't Fuck With Another Man's Vehicle!
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #9 on: March 03, 2010, 20:44:36 »
Sælir,

Ég hef aldrei tekið þátt uppá braut. Ég er þó að fara að gera það í sumar og mun skrá mig í Kvartmíluklúbbinn fyrir sumarið.
Þó ég hafi alltaf haft mikinn áhuga á bílum og nánast öllu þeim tengdum hefur áhugi minn á kvartmílu aukist til muna eftir að hafa verið að skoða þetta spjall og spjallað hérna í lengri tíma. Að það sé að fara að loka á almenning finnst mér svakalega léleg ákvörðun. Þetta er fínt spjallborð og ég hef lært helling hérna, það er ég handviss um að aðrir hafa líka. Margir spjallverjar eru mjög skemmtilegir og hafa margt viturlegt að segja og þó einhverjir fáeinir einstaklingar séu til vandræða á bara að banna þá frá spjallinu, alveg eins og er gert á öllum öðrum spjallborðum.
Ég er að ganga í klúbbinn og þar með verð ég áfram á spjallinu en ég er algjörlega á móti þessari ákvörðun.

Mér finnst hugmyndin um að það verði opnaðir sérstakir flokkar sem eru eingöngu sýnilegir meðlimum KK vera prýðis hugmynd og ég styð hana.

Kv,
Alexander Harrason
Kv, Alexander Harrason

Chevrolet Malibu 1979
Chevrolet Van G30 1983

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #10 on: March 03, 2010, 20:59:12 »
Sæll,

Hlakka til að sjá þig á brautinni og félagsfundum   =D>

Þegar við eyðum þráðum þá fara menn yfirleitt beint í það að pósta sama efni aftur,jafnvel í aðra þræði.

Nú það er mjög einfalt að koma sér inn á spjallið aftur undir annari ip tölu og notenda nafni.

Svo berast stundum hótanir símleiðis eða í ep og email,það er mjög skemmtilegt.

Það verður á hreinu hver er að pósta og því minni líkur á skítkasti og leiðindum manna á milli.

Við vitum alveg að þessi ákvörðun er alls ekki gallalaus en teljum hana þó alls ekki slæma,það er ekkert athugavert við það að þetta sé smá gulrót
fyrir að vera í Kvartmíluklúbbnum og þær verða fleirri gulræturnar þegar á líður.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #11 on: March 03, 2010, 21:57:43 »
hvaða skítköst eru þetta sem þú talar um  :?: :roll: eina sem ég sagði var að ég teldi mig vita ástæðu fyrir því að loka þessu spjalli og benti á línk hér á þessari síðu en svo var því eitt og ég sagður vera með nyðurrifsstafsemi á kk he he he hvað er það ps gaman að vita hvað þetta fær að standa leingi :D
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #12 on: March 03, 2010, 22:09:31 »
Sæll Kristján,

Til hvers þarftu að vera að skrifa það hér einhverja hugaróra og nafngreina menn eins og þeir hafi ákveðið þetta í einu stóru samsæri út af einhverju sem þú skrifaðir fyrir löngu,þetta var alrangt hjá þér að öllu leiti það sem þú skrifaðir um þessa menn.

Það er ekki verið að loka spjallinu,það er opið fyrir félagsmenn og mun að öllum líkindum vera öllum opið til lesturs,til sölu dálkar verða öllum opnir.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Adam

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 166
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #13 on: March 03, 2010, 22:46:06 »
til hvers að halda uppi spjalli þegar það er búið að henda meirihlutanum út? farið þið þá ekki bara að nota msn? ég er ekki í kk og ætla mér ekki að skrá mig í hann....samt er ég skráður á spjallið og segi einstaka orð og fylgist mikið með enda er þetta mjög góður fréttavefur :) Halda þessu opnu er mitt svar


Kv. Adam örn þorvaldsson
Adam Örn - 8491568

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #14 on: March 03, 2010, 23:04:55 »
Sæll Adam,

Það hefur nokkrum sinnum komið fram hvers vegna við erum að takmarka þá sem skrifa hér við meðlimi Kvartmíluklúbbssins.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #15 on: March 03, 2010, 23:13:59 »
ok enda sagði ég að þetta teldi ég að væri ástæðan fyrir þessu en ef ekki hún hvað þá :?: ég er nú einn af þeim sem fer öruglega 4-5 sinnum á dag á þessa síðu sem ég vil meina að sé besta bíla síða sem upp hefur komið =D> og er búið að taka mörg ár í að gera hana svona vinsæla :idea: og það er ekki neinum öðrum að þakka en okkur sem skrifa hér og halda henni gángandi og ég hef ekki séð neitt hér sem talandi er um sem einhver skitköst út í hina og þessa nema að men hafi unnið fyrir því og þá ber manni að taka því bara eða leiðrétta bara málinn en ekki bara loka á allt :roll: svo er það nú þannig að það er undir vikomandi hvernig hann les síðan það sem er hér skrifað það kemur oft ekki rétt út sumir halda að maður sé vondur út allt aðrir sjá allt gott og svo framv  :Den ég er á því að ef þessi framhvæmd ykkar fer í gegn þá er það svartur dagur í lífi KK :cry: kveðja KS  :D
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline S.Andersen

  • Stjórn KK
  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 207
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #16 on: March 03, 2010, 23:25:32 »
Sælir félagar.
Ég verð nú að sega að þessi hugmynd nýrrar stjórnar um að loka fyrir
umræður á spjallinu fyrir utanaðkomandi vera vanhugsaðar.
Hér hefur verið gaman að lesa margt af því sem hefur verið skrifað af ungu fólki.
Mér finnst hér vera góður vettvangur fyrir mótorsport áhugafólk að tjá sig.
Mín trú er sú að kostirnir séu fleiri en gallarnir við að hafa spjallið eins og það er.
Ég held að það muni fækka félugum og væntanlegum félugum ef þetta verður að veruleika.

Kv.
Sigurjón Andersen

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #17 on: March 03, 2010, 23:34:52 »
Sæll Sigurjón,

Vanhugsuð er hún ekki þó við séum ekki sammála.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline EinarR

  • In the pit
  • **
  • Posts: 58
    • View Profile
    • http://www.sukka.is
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #18 on: March 03, 2010, 23:36:27 »
Svona að stinga þvi að og eflaust seiga menn. Gott að fá ekki svona fávita í sportið.
Nú undanfarið hefur mig bæði langað í rallý og kvartmílu. Þessi ákvörðun hjá stjórn aðstoðaði mig mikið í því að ákveða hvort væri meira vit í.
Ef þetta er andinn í þessu sporti að þeir sem eru komnir í þetta skuli eiga þetta skuldlaust þá ætla ég í Rallý.

Þetta er hreint skot í löpp á mínu mati og laðar nýliða ekki að sportinu.
Power is nothing Without Controle!!
ég heiti Einar Sveinn Kristjánsson hvað heitir þú?

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
Re: Fróðlegt að velta þessu lokun fyrir sér til framtíðar
« Reply #19 on: March 03, 2010, 23:43:11 »
Ég sé kannski ekki mest eftir þeim sem sjá ekki hag í að ganga í klúbbinn og munu ekki ganga í klúbbinn, vilja bara spjalla.  Ég hef bara áhyggjur á að þetta muni minnka möguleika klúbbsins til auka nýliðun.  Einnig vona ég að BA fái að vera líka inni, synd ef þeim verður úthýst.
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race