Sælir Meðlimir,
Go Kart brautin Korputorgi hefur ákveðið að bjóða Kvartmíluklúbbnum að halda sína eigin go-kart keppni mánudaginn 22. febrúar. Það sem þeir eru að bjóða okkur er stórt race á 6.900kr(kostar vanalega 9.900kr). Þetta tilboð gildir aðeins fyrir Meðlimi Kvartmíluklúbbsins. Þannig að nú er tækifærið til að prufa að keyra í hring ekki bara beint áfram
Verðlaun eru veitt fyrir fyrstu 3 sætin:
1 sæti - 9,900kr gjafabréf og 8 pakkningar af Coke Cola
2 sæti - 6,900kr gjafabréf og 6 pakkningar af Coke Cola
3 sæti - 3,900kr gjafabréf og 2 pakkningar af Coke ColaMótið hefst kl.
20:00 og lengdin á því fer alveg eftir því hve margir skrá sig.
Skráning fer fram hérna á spjallinu. Annað hvort að skrifa í þráðinn staðfestingu á að þú ætlar að keppa eða senda mér PM og ég skrái þig. Menn borga svo við komu í mótið.Smá upplýsingar frá þeim á gókartbrautinni
Svona hljómar Stórt race;
· 6 mínútur í upphitun,
· 8 mínútur í tímatöku
· Svo er ökumönnum raðað upp á ráspól eftir bestu tímunum og svo er
tekið 35 hringja race í lokin.
· Tekur um það bil 45-50 mínútur í heild sinni.
Ef fleiri en 20 mæta. Þá eru tekin undanúrslit og svo þeir sem komast áfram, fara í í úrslitin.
Svona stórt race er alveg svakalegur akstur. u.þ b 45 mín pr. race.
upphitun, tímataka og svo alvöru fullt race með fullkomnum tímutökubúnaði.
Allir bílarnir eru rosalega svipaðir. allir jafn mörg hp, þannig að þetta gæti orðið anns spennandi keppni.
Markmiðið er að öll félögin taki þátt til að gera þetta meira spennandi!
Þeir klúbbar sem að taka þátt í þessu móti taka síðan loka race þar sem
bestu tímar úr hverjum klúbbi keppast til úrslita (sem að er innifalið í
verðinu!)
BMWkraftur og L2c eru búnir að keyra.
Besti tíminn:
BMWkraftur - 23,89 sek
L2C - 25,014 sek
Þannig að endilega skrifa í þráðinn eða senda mér PM ef menn vilja taka þátt.
kv
Jón Bjarni