Ég fór þarna í Nóvember að mig minnir og þetta var eftir hádegi á föstudegi.
Fékk að kíkja í portið og fór út aftur og sótti mér verkfæri.
Vantaði eitt og annað úr 740 Volla
Svo kem ég inn aftur með það sem ég tók úr honum (sem var nú ekki merkilegt)
og sagði við þennan sem sat þarna við langborðið að
ég hefði verið búinn að fá leyfi hjá Steinari um að ég mætti hirða þetta.
Gaurinn var ekki glaður á svipinn en mér leið bara vel
Svo spurði ég um krómlistann sem er fyrir neðan
framrúðuna og gat ég fengið hann á 5000
aðeins ódýrari en nýr úr Brimborg.