Gunnar,takk fyrir þetta.
Ég á nú örugglega eftir að fá að leita til þín varðandi bílinn.Mest það sem að ég veit um sögu og gerð þessara bíla hef ég fundið eftir þig hér á spjallinu.
Bíllinn verður gerður upp sem original götubíll þeas. ekkert több eða búr,bara að gera hann sem glæsilegastan.
Núna er í honum 350/350 sem að keyrir (Prófaði það áður en að allt var rifið
) þannig að meiningin er að byrja með það ,þar sem að það verður stór biti að kaupa úr hreppnum allt það sem að vantar eða þarf að skipta út í vetur.
Planið er að gera hann að ss clone og stækka svo vél í framtíðinni en ef að svo ótrúlega vildi til að 327 vélin sem að var í honum dytti upp í hendurnar á mér þá endurskoða ég það hvort að ég hafi ekki bílinn bara "Plain Jane"
Ég geng út frá því að þurfa að kaupa allt nýtt að utan en langar til að biðja menn um að láta mig vita ef að þeir liggja á einhverju passandi í þetta og er til sölu,veit að það er hæpið en...
Það er margt sem að vantar td. ef einhver á bensíntank sem að passar,framstuðara,diskabremsur sem að passa á þetta,Svört framsæti til að nota úr,læsingar í 10 bolta......og endalaus upptalning,skoða allt
Einnig varðandi ss clone þá vantar mig 12 bolta hásingu sem að passar þó að ég sé ekkert stressaður yfir hásingunni í bili og ss húdd úr 67,68 eða 69 bíl.Hugsanlega gætu verið til húdd á landinu samanber umræðu um ss69 camaro sem að var rifinn og "Krissi í breiðholtinu" á ss húddið úr
Svo er annað mál hvort að þetta sé til sölu
Ég vil biðja menn og konur sem að hafa eitthvað til sölu í hann að senda mér PM hér eða mail á
arnargr@gmail.comFyrirfram þakkir