Hryðjuverkamenn... það er þungur dómur og spurning að láta slík ummæli fara rétta leið í dómskerfinu.
Menn sem kveða upp dóma um hluti sem þeir vita ekki nokkurn skapaðann hlut um ættu frekar að halda kjafti en láta tóma vitleysu út úr sér.
Þegar þessar myndir voru teknar 1981 var bíllinn tvisvar búin að fara á hafsbotn og var haugryðgaður, búið að mölva allt gler sem hægt var að mölva bæði innan og utan, enginn vél, stólarnir farnir úr honum sem voru sérstakir, grindin og botninn haugryðgaður, bíllinn var sem sagt ónýtur nema frambrettin og hurðar sæmilegar og var það, það eina sem var nýtilegt úr hræinu. Á þessum árum var mun erfiðara að ná í varahluti og það var mjög dýrt. Það eru allt aðrir tímar í dag þar sem hægt er finna allt á netinu og ýta bara á enter. Það var ekki hægt þegar bíllinn var jarðaður.
Hræið var jarðað með mikill viðhöfn og mikilli sorg og eftirsjá og ber að heiðra minnngu bílsins og þeirra aðila sem höfðu þó þann kjark sem þurfti til að leggja út í slíka athöfn og björguðu því sem bjargað varð úr honum og eiga myndir sem varðveita minningu hans.
Ekki má gleyma því að meintir hryðjuverkamenn hafa safnað og varðveitt ógrynni af bílum sem eru öðrum til ánægju og öðrum uppspretta varahluta. Þessir bílar væru allri komnir undir græna ef okkar nyti ekki við.
Gulla útfararstjóri og Jói meðhjálpari og Kirkjugarðseigandi (meintir hryðjuverkamenn)