Sælir félagar.
Hér eru tillögur að breytingum á RS flokknum.
Hækka slagrými úr 4000cc í 4400cc - þetta er gert til þess að t.d. SRT-4 og Impreza WRX 2.5l komist inn í flokkinn
Einnig þá tókum við langa umræðu um það hvernig hægt sé að limita flokkinn þannig að hann fari ekki niður í 10sek þar sem að þetta er byrjenda flokkur.
Það sem að var rætt var hvort það ætti að þurfa original púst, loftinntaks þvermál væri takmarkað, eða takmarkanir á forþjöppu stærð.
Okkur fannst allar þessar hugmyndir hafa mikla annmarka, hvort sem það var út af eftirfylgni eða bara einfaldlega vegna þess að margir bílar sem myndu keppa í þessum flokki væru hvort eð er komnir með t.d. stærra púst.
En sú regla sem að við ákváðum að láta reyna á er að takmarka flokkinn við veltiboga tíma/hraða sem sagt 11.49/120mph - eins og fyrr sagði þá er þetta gert til þess að flokkurinn fari ekki niður í 10sek sem hann myndi annars gera á endanum.
Reglunefnd
Guðmundur Þór Jóhannsson
Gunnar Sigurðsson
Hálfdán Sigurjónsson
Ingólfur Arnarson
Magnús Finnbjörnsson
e-mail
reglur@kvartmila.is