Þetta er svona hefðbundinn OKI nótuprentari, parallel tengdur og með smá mixi til að halda pappírsrúllunni. Við hann tengist svo serial-parallel buffer sem er notaður til þess að prenta miðana í tvíriti. Ég veit ekki hvor parturinn er bilaður, prentarinn eða bufferinn, mér heyrist á þeim lýsingum sem ég hef fengið að það sé prentarinn, hann prentar en fæðir ekki pappírinn þannig að allt prentast bara í eina línu.
Það er til annar nálaprentari (Star að mig minnir) inni í klúbbhúsi sem mætti prófa og smíða rúlluhaldara á ef hann virkar. Ég veit bara ekkert hvort hann er yfirleitt í lagi, þegar ég útbjó þetta pittprentara dæmi þá leist mér betur á OKI prentarann heldur en hinn.