Ég þurfti að leggja hausin í bleyti í smá tíma áður en ég ákvað að tjá mig nokkuð um þetta bréf og efni þess til að segja ekki hluti sem ég myndi sjá eftir að segja.
Ég vil byrja á að segja að ég er ekki hlynnt kappakstri á vegum landsins.
En í þessu bréfi er ýmislegt sem stingur mig persónulega í augun og vil tjá mig um.
Mig langar fyrir það fyrsta að vita hvort það hafi nokkuð upp á sig að gera hvort US tali fyrir eða á móti braut, við erum búin að bíða í hve mörg ár og en er ekki komið eitt píp frá yfirvöldum um þau mál nema lagagrein sem segir að nú á þessu herrans ári 2008 á engin að fá bílpróf nema vera búin með X marga æfingartíma í akstursgerði. eins og allir vita þá er það ekki einu sinni til staðar.
Munu yfirvöld þá einnig setja sig upp á móti því akstursgerði eða er það bara brautinn? fyrir mæer er þetta sami hluturinn.
Ég veit ekki betur en að það sé KK og AÍH sem séu að standa fyrir uppbygginu brautar en ekki yfirvöld
Ég gríp sjaldan til stórra orða nema að ég geti staðið við þau og sagt þau auglitis til auglitis við viðkomandi.
EN hvenær í hlev
ætla menn að átta sig á því að brautarmálin eru þegar komin með reynslu á íslandi. Við þurfum ekki annað en að skoða krossarana, hve mikil hefur aukningin orðið í utanvegar akstri eftir að þeir fengu hverja brautina á færtur annarri. ekkert í samræmi við þá fjölgun sem orðið hefur í því sporti
Og ætlast menn til þess að fólk hætti bara að stunda sitt sport sama hvaða nafni það nefnist bara vegna þess að aðstaðan er ekki til staðar
Hvernig væri ástandið hérna heima ef það væri ekki til einn einasti gólf völlur halda menn að þá myndi engin byrja að spila golf eða hætta því bara
nei menn hætta ekki bara sínu háhugamáli þeir stunda það hvort heldur sem öðrum líkar það betur eða verr
Því miður þá er staðan sú að við erum ekki með braut hér heima og þess vegna er kappaksturinn ALLUR á götunum, við gætum takmarkað hann með braut.
Flestir sem spila golf fara nú frekar á völlin til að slá kúluna en að vera að slá hana í bakgarðinum þar sem maður getur slasað samborgarana sína, en verið viss ef völlurinn væri ekki til staðar þá væru ansi margar brotnar rúður og beiglaðir bílar eftir golfbolta
Svo er það nú stóra spurningin hvort það var ekki betra í denn þegar allir óttuðust fólk á mótorhjólum þar sem það taldist til ofbeldisseggja, það var þá allavegana ekki verið að reyna vísvitandi að aka menn niður þá
ég tel mig frekar löglhlýðna mannesku sem hef ekki gaman af að brjóta lög en.........
Ein nett pisst yfir brautarleysi