Author Topic: bréf frá umferðarstofu  (Read 2824 times)

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
bréf frá umferðarstofu
« on: June 04, 2008, 23:23:12 »
Fengið frá Racer300 á Ruddar.com

 Það er mikið í húfi - Bréf frá Umferðarstofu


Undanfarna daga hefur töluvert borið á ofsaakstri bifhjólamanna. Við hjá Umferðarstofu höfum það staðfest frá lögreglu að oft á tíðum hafi verið um brjálæðisakstur að ræða innan um fjölda vegfarenda og að lögregla hafi jafnvel verið stungin af. Lögreglan á Selfossi sagði að um þar síðustu helgi hafi rignt yfir þá ábendingum frá vegfarendum vegna slíkrar hegðunar og svo mikið hafi gengið á að þeir hefðu á endanum bókstaflega beðið eftir tilkynningu um alvarlegt slys. Lögregla þurfti að senda mannskap út um allar sveitir til að stöðva og uppræta þetta athæfi. Sumstaðar árangurslaust þar sem viðkomandi bifhólamenn stungu þá af - á þriðja hundraðinu. Lögregla sagði að þessir menn hafi ekki getað afsakað hegðun sína með því að þar væru börn á ferð. Hinsvegar bar hegðun margra þeirra þess vitni að óviti væri á ferð.








Við vitum að flestir bifhólamenn eru til fyrirmyndar eins og gengur og gerist meðal vegfarendur. Þess vegna er dapurlegt til þess að hugsa hve mörg þessi dæmi eru um brjálæðisakstur. Það er miður að þessir einstaka, að minnsta kosti dómgreindarskertu, einstaklingar skuli eyðileggja það góða starf sem hefur verið unnið til að efla og bæta virðinguna fyrir bifhjólamönnum. Það starf hefur ekki hvað síst verið unnið af félagasamtökum bifhjólamanna og klúbbum en einnig hefur lögregla lagt sitt að mörkum sem og Umferðarstofa. Hinsvegar er það orðin stór spurning hvort nokkuð sé til vinnandi þegar við verðum vitni af svona hegðun. Þegar of stór hluti félaga ykkar veður áfram í almennri umferð uppfullir af mikilmennskubrjálæði og skeytingarleysi fyrir öðrum vegfarendum og ekki hvað síst félögum sínum - bifhjólamönnum.


Halda menn að með tilkomu auglýsinga Umferðarstofu þar sem bílstjórar eru hvattir til að taka tillit til bifhjóla að þá hafi mótorhjólamenn fengið í hendur afsal af öllum götum og vegum landsins og geti hagað sér á þeim eins og þá lystir? Það skal áréttað að ekki er eingöngu ætlast til þess að bílstjórar sýni mótorhjólamönnum tillitsemi. Það verður að vera gagnkvæmt.



Ég get sagt ykkur að Umferðarstofa mun áfram leggja sitt að mörkum til að vinna að öryggi bifhjólamanna líkt og annarra vegfarenda en því miður mun það verða erfiðara að sannfæra stjórnvöld og almenning um ágæti þess að t.d. séu byggð akstursíþróttasvæði til iðkunar akstursíþrótta á mótorhjólum. Umferðarstofa hefur lýst því yfir að full þörf sé á slíku svæði og við höfum og munum leggja okkar að mörkum til að það megi verða. Ég sé mig hinsvegar knúinn til að vara ykkur við að með þessari hegðun stækkar skaflinn sem moka þarf í gegnum og ef heldur áfram sem horfir mun skapast sú hætta að hann verði á endanum ófær.



Fyrir hönd Umferðarstofu vil ég fara þess á leit við ykkur að haldnir séu fundir innan ykkar samtaka og klúbba þar sem farið er yfir þessi mál og menn hvattir til að leggja sitt að mörkum til þess að virðing bifhjólamanna skaðist ekki meir en orðið er. Að ekki skaðist sá vilji sem verið hefur fyrir uppbyggingu akstursíþróttasvæða og að menn séu ekki í stundarbrjálæði eða viðvarandi heimsku að stofna sér og öðrum í óþarfa hættu.



Bestu kveðjur

Einar Magnús Magnússon

upplýsingafulltrúi Umferðarstofu

sími: 580-2022 / gsm: 659-5060

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: bréf frá umferðarstofu
« Reply #1 on: June 04, 2008, 23:36:36 »
"...Lögreglan á Selfossi sagði að um þar síðustu helgi hafi rignt yfir þá ábendingum frá vegfarendum vegna slíkrar hegðunar og svo mikið hafi gengið á að þeir hefðu á endanum bókstaflega beðið eftir tilkynningu um alvarlegt slys..."

Ég var nú einn af þeim sem varð vitni af þessu undir Ingólfsfjalli á leið til Suðurs. Þetta sem ég sá var um 5 leitið, þá komu 4-5 hjól á þetta líka svaðalegri siglingu framúr mér (ég á c.a 100km/klst) en.... ekki bara framúr mér heldur framúr mér á milli bíla sem á móti komu, þetta gilti ekki um eitt hjól heldur öll hjólin. Bílar sem á móti komu þurftu að sveigja út í kant, þá sér í lagi einn pickup sem hefði hæglega getað jarðað þessi hjól í götuna bara með því að reka speglinum í ökumanninn. Hef oft velt fyrir mér hvurlsags hugsunarháttur sé í gangi ef einhver sé??? Heyrði reyndar talað um einn svona brjálæðing þegar hann var að monta sig af svona athæfi, hann var spurður hvað hann væri eiginlega að pæla, hann svaraði "...æj ég veit ekki, þegar ég kemst á hjólið verður bara heilinn og öll rökhugsun eftir heima..."  ](*,) ](*,)
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline burger

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 467
    • View Profile
Re: bréf frá umferðarstofu
« Reply #2 on: June 04, 2008, 23:55:59 »
það er eiginlega satt með rökhugsuninna og heilan hann verður eftir þar sem hjólið sat áður enn þu lagðir á stað haha svona eiginlega  8-[
Sigurbergur Eiríksson

rieju smx 2004 BlUe edition :D pro

Quote from: "Leon"
Quote from: "Camaro-Girl"
hian eð tij soli ogher itor l aKShofn
:smt030  :smt024

ahaha :D svona gerist ef maður drekkur og spjallar á netinu :D;)

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: bréf frá umferðarstofu
« Reply #3 on: June 05, 2008, 00:30:49 »
það er eiginlega satt með rökhugsuninna og heilan hann verður eftir þar sem hjólið sat áður enn þu lagðir á stað haha svona eiginlega  8-[

Fyrst að svo er rauninn, er þá ekki bara best að sleppa því að fara út í umferðina? Þó svo þú komist varla upp fyrir 65 km/klst á þessari nöðru.
Ég sé nú bara lítið broslegt við þetta!  ](*,)
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: bréf frá umferðarstofu
« Reply #4 on: June 05, 2008, 01:03:18 »
þegar stór alvarleg mál eru rætt er gott að kasta inn smá grinni /sá þetta á FBI sjallinu)

Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline burger

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 467
    • View Profile
Re: bréf frá umferðarstofu
« Reply #5 on: June 05, 2008, 13:04:04 »
það er eiginlega satt með rökhugsuninna og heilan hann verður eftir þar sem hjólið sat áður enn þu lagðir á stað haha svona eiginlega  8-[

Fyrst að svo er rauninn, er þá ekki bara best að sleppa því að fara út í umferðina? Þó svo þú komist varla upp fyrir 65 km/klst á þessari nöðru.
Ég sé nú bara lítið broslegt við þetta!  ](*,)

kemst hraðar enn það  :wink:


enn þetta er svona með flest allt sem þú finnur þér til að fá smá adrenalín í lífið þá hugsar maður ekki alltaf rökrétt og gerir heimska hluti  ](*,)

enn ég reyni að hugsa og vera varkár ég er ekki það gálaus að stofna öðrum í hættu mér til gamans  :neutral:svo þegar ég er að æfa mig í að prjóna og fíflast geri ég það á stóru plani rétt hjá heimili mínu þar sem enginn er í hættu nema ég , hjólið og malbikið 8-[

allt er gott í hófi ekki satt  \:D/
Sigurbergur Eiríksson

rieju smx 2004 BlUe edition :D pro

Quote from: "Leon"
Quote from: "Camaro-Girl"
hian eð tij soli ogher itor l aKShofn
:smt030  :smt024

ahaha :D svona gerist ef maður drekkur og spjallar á netinu :D;)

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: bréf frá umferðarstofu
« Reply #6 on: June 06, 2008, 12:29:28 »
Lenti í einu svakalegu dæmi þar sem að 3 hjól tóku fram úr mér í Langadalnum.
Þetta er reyndar töluvert síðan (18 ár) en hvað um það.
Málið er að ég var að taka fram úr bíl sem ók dálýtið hægar en ég.
Viðurkenni að ég var töluvert yfir hámarkshraða (130).
Þegar ég var ný búinn að taka fram úr þá kemur fyrsta hjólið
og það var eins og hefði verið sprengd raketta við bílinn.
Seinni 2 hjólin voru á 280 km hraða og fóru þau mun hægar
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Re: bréf frá umferðarstofu
« Reply #7 on: June 06, 2008, 13:37:12 »
Ég þurfti að leggja hausin í bleyti í smá tíma áður en ég ákvað að tjá mig nokkuð um þetta bréf og efni þess til að segja ekki hluti sem ég myndi sjá eftir að segja.

Ég vil byrja á að segja að ég er ekki hlynnt kappakstri á vegum landsins.
En í þessu bréfi er ýmislegt sem stingur mig persónulega í augun og vil tjá mig um.

Mig langar fyrir það fyrsta að vita hvort það hafi nokkuð upp á sig að gera hvort US tali fyrir eða á móti braut, við erum búin að bíða í hve mörg ár og en er ekki komið eitt píp frá yfirvöldum um þau mál nema lagagrein sem segir að nú á þessu herrans ári 2008 á engin að fá bílpróf nema vera búin með X marga æfingartíma í akstursgerði. eins og allir vita þá er það ekki einu sinni til staðar.
Munu yfirvöld þá einnig setja sig upp á móti því akstursgerði eða er það bara brautinn? fyrir mæer er þetta sami hluturinn.

Ég veit ekki betur en að það sé KK og AÍH sem séu að standa fyrir uppbygginu brautar en ekki yfirvöld :!:

Ég gríp sjaldan til stórra orða nema að ég geti staðið við þau og sagt þau auglitis til auglitis við viðkomandi.
EN hvenær í hlev :smt013 ætla menn að átta sig á því að brautarmálin eru þegar komin með reynslu á íslandi. Við þurfum ekki annað en að skoða krossarana, hve mikil hefur aukningin orðið í utanvegar akstri eftir að þeir fengu hverja brautina á færtur annarri.  ekkert í samræmi við þá fjölgun sem orðið hefur í því sporti :!:

Og ætlast menn til þess að fólk hætti bara að stunda sitt sport sama hvaða nafni það nefnist bara vegna þess að aðstaðan er ekki til staðar :!:

Hvernig væri ástandið hérna heima ef það væri ekki til einn einasti gólf völlur halda menn að þá myndi engin byrja að spila golf eða hætta því bara :!: nei menn hætta ekki bara sínu háhugamáli þeir stunda það hvort heldur sem öðrum líkar það betur eða verr :evil:

Því miður þá er staðan sú að við erum ekki með braut hér heima og þess vegna er kappaksturinn ALLUR á götunum, við gætum takmarkað hann með braut.
Flestir sem spila golf fara nú frekar á völlin til að slá kúluna en að vera að slá hana í bakgarðinum þar sem maður getur slasað samborgarana sína, en verið viss ef völlurinn væri ekki til staðar þá væru ansi margar brotnar rúður og beiglaðir bílar eftir golfbolta :evil:

Svo er það nú stóra spurningin hvort það var ekki betra í denn þegar allir óttuðust fólk á mótorhjólum þar sem það taldist til ofbeldisseggja, það var þá allavegana ekki verið að reyna vísvitandi að aka menn niður þá :smt013

ég tel mig frekar löglhlýðna mannesku sem hef ekki gaman af að brjóta lög en.........
Ein nett pisst yfir brautarleysi


« Last Edit: June 06, 2008, 13:41:10 by Hera »
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.