Sælir félagar.
Þetta er kannski að bera í bakka fullann lækinn að fara að tala um sýninguna, en samt...............
Þessi sýning var mjög vel heppnuð og var það ekki síst að þakka þeim góða hópi sem kom að sýningarhaldinu.
Maggi Sig (aka Moli) vann stórvirki að ná flestum þessum bílum saman.
Leon þekkir maraga góða menn og gat þar náð þeim bílum sem að “Moli” náði ekki.
Tanja og Hafsteinn sáu um Camaro deildina og hún varð betri en ég þorði að vona.
Það voru mun fleiri sem að komu að söfnun tækja og eiga þeir miklar þakkir skyldar.
Þá má ekki gleyma henni Eddu sem fékk þennan líka svaka fjölda mótorhjóla, og það engin smá flott hjól!
Davíð formaður hélt utan um þetta allt, og Nonni gjaldkeri sá um að vera stressaður að mestu leiti einn og hann á miklar þakkir skildar fyrir það.
Það var alveg frábært að hafa klúbbana þarna og voru básarnir hjá Fornbílaklúbbnum,Gamlingjum, Ruddum, HSL, BMW Krafti, IRT, og L2C, til mikillar fyrirmyndar.
Og svo megum við ekki gleyma þeim sem að unnu að sýningunni bæði í gæslu, miðasölu, sjoppu, tölvuvinnslu og öðru.
Meira að segja “Shafiroff” sjálfur kom á staðinn og lagði orð í belg.
Ég hef heyrt frá nokkrum aðilum í dag sem áttu tæki á sýningunni og þeim fannst þetta frábær sýning, og húsið alveg meiriháttar.
Það verður líka að segjast að það eitt að geta farið upp í flotta stúku eins og er þarna í kórnum og horft yfir sýningarsvæðið var alveg sérstök upplifun og maður fékk þarna alveg nýtt og ferskt sjónarhorn á þetta allt saman.
Alla vega var það þannig að þegar ég horfði á loka uppstillinguna úr stúkunni þá hætti ég að hafa nokkrar áhyggjur af sýningunni, ég einhvern veginn vissi að þetta yrði allt í góðu.
Alla vega með þökk til allra í “sýningarstaffinu” hvort sem það var á undirbúningstímanum eða á sýningunni sjálfri.
Hálfdán.
(þverhausinn sem hafði alltaf trú á þessu.)