Sælir félagar.
Sæll Gummi.
Ég er búinn að skoða þessa boga og þessi sem að þú ert að tala um og myndin er af, og hann virðist vera lölegur fyrir keppni samkvæmt reglum FIA.
Það stendur þarna á síðunni að veggþykkt sé 0,120" en hún á mynnst að vera 0,118", þanng að það stenst alla staðla.
Afturstýfur mega vera boltaðar, en það þarf að gera á réttann hátt svo og ská/þverstýfa.
FIA segir að veltigrind það er fjögura punkta sé nóg, og við hlíðum því.
Ég mæli með að þú skoðir eftirfarandi:
http://kvartmila.is/adalreglur.pdfFarir niður að 4:9 og 4:10 lesir það sem stendur þar og skoðir myndirnar.
Og síðan er þetta ágæt síða með veltigrindum/búrum.
http://www.competitionengineering.com/catalog/CategoryDisplay.asp?CatCode=11006Allar þær veltigrindur/búr sem þetta fyrirtæki er með eru samþykktar, og það eru bílar hér heima með grindur frá þeim sem passa mjög vel í bílana.
Þó að grindurnar séu í raun kallaðar sex/átta punkta má sleppa stýfunum sem ganga fram.
Það má líka útbúa festingar til að bolta grindina í bílinn, bara skoða teikningar af því hvernig á að gera það.
Gangi þér vel.