Í allra síðasta sinn.
Þetta er allt spurning um framboð og eftirspurn í mínum huga og hvernig hægt sé að nýta sér það.
Reynið að skilja að mér finnst að reka eigi brautina sem fyrirtæki og eru nauðsynlegar umbætur brautarinnar og umhverfis hennar ástæða þess.
Öllum hlítur að vera augljóst að tekjur KK duga hvergi nærri til eðlilegs viðhalds og lagfæringa.
Finnst ykkur kannski allt vera bara í sómalagi á brautinni?
Það hafa margir talað um ýmsar nauðsynlegar lagfæringar t.d öryggissvæði, bremsukafla áhorfendasvæði ofl.
Ekki bólar neitt á framlagi frá opinberum aðilum þrátt fyrir breytingu klúbbsins í íþróttafélag, engin loforð þar efnd.
Sjáið þið til lands í umbótum á brautinni í einhverri náinni framtíð?
Það er allt of lítið að innheimta 5000 eða 7000 kr fyrir fyrir árs aðgang að brautinni, það álit hefur komið skýrt fram hjá mér.
Klúbburinn getur svo aftur niðurgreitt kostnað fyrir sína félagsmenn ef hann kýs svo.
Klúbburinn á vitaskuld réttinn til mótshalds og öllu tengt því eins og nú er.
Ég hef hvergi sagt að ég tímdi ekki að borga þessa upphæð 5000 til 7000kr eða hærri, því þá teldi ég heldur engan grundvöll fyrir annarskonar rekstrarformi en nú er.
Það skilur í sundur með okkur sú vissa ykkar um að þetta verði að kosta sem minnst og svo mitt álit að mun hærri verðlagning dragi ekkert úr eftirspurnini eftir brautinni.
Ég væri til í að borga 5000 fyrir t.d. 3 ferðir einhvern fyrirfram pantaðan tíma eða á auglýstum opnum degi fyrir alla.Ég vildi helst óska að ég gæti bara komið til ykkar og fyllt út plagg sem væri staðfesting frá ykkur um að ég væri með skoðað ökutæki og hefði keypt mig inn á brautina. Þið senduð það til viðkomandi tryggingafélags og væri ég þá komin með tryggingapakkann sem til þarf og leyfi til aksturs á brautinni
Hjálm get ég komið með sjálfur en væri ekki sniðugt að geta leigt út einn eða tvo hjálma sem kostar 5000kr stykkið(dæmi) kanski 20 sinnum á ári(dæmi)?
Það er félagafrelsi á Íslandi skv lögum og því virkar þetta fyrirkomulag hjá ykkur meira en skrýtið í mínum huga þegar ekki er um keppnishald að ræða.
Ástæðurnar eru mér kunnar og ekkert við þeim að segja ef enginn sér neina ástæðu til breytinga.
Endilega ekki láta mitt álit fara í skapið á ykkur engin ástæða til þess, enda er þetta tómt bull allt hjá mér, það skilst mér allavega á flestum hér og er það bara í fínu lagi mín vegna.