http://www.fornbill.is/Er þessi flugbraut ekki með handónýtu malbiki? Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því, LÍA er væntanlega búið að gefa grænt ljós á þetta og búinn að taka keppnisstað út. Svo er bara að fylgjast með fréttum og ath hve margir bílar liðast í sundur eins og um árið. En annars mjög gott framtak.
Fornbílaspyrna á Pattersonsflugbrautinni.
Laugardaginn 15 september verður haldin Fornbílaspyrna á Pattersonsbrautinni. Ekið inn afleggjarann að Höfnum Reykjanesbæ og strax til vinstri. Minnst verður kvartmílukeppninnar sem haldin var hér í janúar 1960 af bandaríkjamönnum en með þátttöku nokkurra íslendinga. Keppt verður í götumílu 200 m. og er
keppnin einungis ætluð fornbílum enda býður ástand brautarinnar ekki upp á meira.Þeir sem vilja keppa eru beðnir um að mæta ekki seinna en kl 14.00.
Dagskrá :
Kl.14.00 Keppnin sett. Minnst keppninnar 1960.
Kl.14.15 Keppnin hefst, elstu bílarnir fyrst. A Fordar os.fr.
Flokkar:
Herbílar
Jeppar
Vörubílar
Fólksbílar 4 strokka
Fólksbílar 6 strokka
Fólksbílar 8 strokka
Ræst verður með flaggi og notað gjallarhorn og skeiðklukka að gömlum sið. Verðlaunapeningar fyrir hvern flokk. Keppnisstjóri: Rúnar Sigurjónsson. Umsjón: Guðbjartur Sigurðsson [12.09]jsl