Þessi kom til Íslands haustið 1970. Keyptur í Zurich í Sviss sama ár, að mig minnir. Bræður mínir keyrðu hann yfir þvera Evrópu og til Calais í Frakklandi, þaðan með ferju yfir til Dover. Var síðan í Bournemouth til vors 1971. Tekinn með skipi frá Felixstove. Þessi Cougar var ókeyrður þegar hann kom hingað ,.... kannski 15.000 mílur.
Kannski man einhver eftir honum og veit hvað af honum varð:
Litur: Vínrauður, dökkur, ekki metallic, svartur vinyltoppur og vínrauð innrétting. 351W-FMX eða C-4.
Aftan á honum var dealer badge frá Uptown Lincoln Mercury í Milwaukee í Wisconsin. Þar var hann semsagt seldur nýr.
Myndin er tekin fyrir utan hús í Bournemouth í Englandi: