Hérna eru svo djásnin sem eru fjærst á myndinni þinni Anton.
Frá hægri: Umræddur 69 GTS, 70 Challenger 383 Magnum (nú í eigu Gísla Sveinss), vélarlaus og fleimaður Duster sem Moparpabbi setti 383 í skömmu síðar; 66 Charger þarna saklaus með 361 vél; Torino GT, Cobra Jettið, svo 351 ´69 Mustang (þarna í eigu Sigga Geirss) og svo djásnið sjálft sem óþarft er að kynna hér, þarna dregið af æðislegum Dodge Powerwagon. Lengst til vinstri er Guli hraðsuðuketillinn sem bar nafn með rentu á þessu tímabili því hann ofhitaði sig væri hann mikið botnstíginn.
Og finally.. fyrir fornbílakallana glittir á bakvið Shelbyðinn í rútuna sem ekið var um í kvikmyndinni Land og synir. Hún var þarna í eigu Ásgríms á Hafralæk.
Takið eftir að a.m.k. fjórir bílanna eru með volduga drullusokka að framan. Þetta var á pre-tarmac tímabilinu; lítið annað en gravel & mud í boði á þjóðvegum landsins.
Err