Ég fór smá prufu rúnt á jeppakrílinu mínu í gær, þann fyrsta eftir breytingar sem ég hef eitthvað getað tekið á honum. Framan af gekk bara helvíti vel, engin hitavandamál eingog hafa verið að hrjá mig, en allt í einu hætti hann að taka á. Ég athugaði olíuna á skiftingunni og viti menn, ekki dropi á henni. Bíllinn var dreginn heim og pannan tekin undan, þar var ca. 1líter af olíu. Jæja pönnunni var hent aftur undir og bætt olíu á en ekkert gerðist.
Vanda málið er semsagt að hann tekur einga gíra nema bakk. Er til einhver "redding" til að bjarga sér þar til þetta kemst á fjárlög, eða er ég bara stopp?
Er eitthvað stórmál að taka upp svona skiftingar? hafa menn ekki verið að gera þetta sjálfir, eða er þetta undantekningar laust sent á verkstæði?
Þetta er semsagt C4 skifting úr ´74 bronco
Kv. Siggi