Þessi rauði 69 á Akureyri var lengi á Langholtsvegi í Rvík með nokkuð hátt skóp sem er búið að taka af, eitt það merkilega við þennan bíl er að hann var, ef ég man rétt, upphaflega sjálfsk. í stýri.
Ég skoðaði þennan bíl eftir að hann kom úr sprautun og ég veit ekki hvað ég á að skrifa mikið um það hérna á spjallinu en við skulum segja að ég hefði hugsanlega getað gert betur í skúrnum mínum og samt var bíllinn málaður á verkstæði, t.d. þegar skottið var opnað var ómálað ofan í falsinu, skottlokið hafði verið málað á bílnum.
Mér skilst að eigandinn sé búinn að fá nóg og bíllinn sé til sölu.